Þrettán þúsund börn í sóttkví á þremur mánuðum Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 9. desember 2021 18:57 Willum Þór Þórsson nýr heilbrigðisráðherra vonast til að örvunarbólusetning landsmanna skili tilætluðum árangri og að hægt verði að slaka á sóttvarnaaðgerðum í framhaldi af þeim. Vísir/Arnar Þrettán þúsund börn hafa þurft að fara í sóttkví vegna kórónuveirufaraldursins á síðustu þremur mánuðum. Heilbrigðisráðherra segir sóttkví gríðarlega frelsisskerðingu fyrir börnin og er mögulega tilbúinn að skoða aðrar leiðir. Kórónuveirufaraldurinn var ræddur á Alþingi í dag þegar Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra flutti munnlega skýrslu um sóttvarnaaðgerðir og horfurnar fram undan. Gagnrýnt var af stjórnarandstöðunni að langtímastefnu skorti í sóttvarnamálum svo og lítið samráð. Þá var bent á að sóttvarnarráð hafi ekki verið kallað saman frá því faraldurinn hófst. Willum Þór sagði 121 þúsund landsmenn búna að fá örvunarbólusetningu og að áætlanir geri ráð fyrir að flestir sem það kjósi verði búnir að fá örvunarskammt í febrúar eða mars á næsta ári. Ráðherrann vonast til að þá verði hægt að létta á sóttvarnaraðgerðum. „Miðað við þessar forsendur og það munum við skoða og ég held að það væri lítill ávinningur af því að fara í gegnum allt þetta ef við myndum ekki nýta það.“ Fjölmörg börn í sóttkví og einangrun Frá því Delta-afbrigði veirunnar varð útbreitt hér á landi hafa börn verið stór hluti þeirra sem greinst hefur með veiruna. Samkvæmt tölum frá almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra hafa þrettán þúsund börn nú farið í sóttkví frá 1. september síðastliðnum og tvö þúsund og fimm hundruð börn greinst með veiruna frá sama tíma. Þá eru dæmi um að sum börn hafi farið oftar en einu sinni í sóttkví. Diljá Mist Einarsdóttir þingmaður Sjálfstæðisflokksins benti meðal annars á þetta á Alþingi í dag sagði um mikið inngrip í líf barna að ræða og mikilvægt að ræða hversu langt sé rétt að ganga á mikilvæg réttindi barna. Willum segir að hann sé tilbúinn að skoða hvort að slaka þurfi á þessum reglum. „Nú hefur þetta verið hluti af okkar vörnum og svona hefur verið beitt vopn en þetta hefur auðvitað þetta er gríðarleg frelsisskerðing og þegar við erum að tala um andlega og félagslega líðan barna þá kann að vera að við getum skoðað þetta.“ Ráðherrann segir að verið sé að meta hvort að boðið verður upp á bólusetningar fyrir börn á aldrinum 5-11 ára en slíkt yrði alltaf val. „Út frá því að tryggja þeirra vernd og að það verði sem minnst truflun á þeirra leik og starfi.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Veiran varð nær 30-falt útbreiddari hjá börnum Heilbrigðisráðherra vonast til að geta slakað til í samkomutakmörkunum á næstu tveimur vikum en breytir engu að sinni. Bólusetning barna fimm til ellefu ára gæti slegið á útbreiðslu faraldursins í heild, að sögn barnalæknis. 7. desember 2021 19:46 Fella niður skólahald vegna fjölda smitaðra Skólahald í Hlíðaskóla verður fellt niður á morgun, mánudag, og á þriðjudaginn vegna fjölda þeirra Covid-smita sem hafa komið upp í skólanum. 5. desember 2021 19:41 Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Innlent Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Erlent Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Innlent Fleiri fréttir Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Sjá meira
Kórónuveirufaraldurinn var ræddur á Alþingi í dag þegar Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra flutti munnlega skýrslu um sóttvarnaaðgerðir og horfurnar fram undan. Gagnrýnt var af stjórnarandstöðunni að langtímastefnu skorti í sóttvarnamálum svo og lítið samráð. Þá var bent á að sóttvarnarráð hafi ekki verið kallað saman frá því faraldurinn hófst. Willum Þór sagði 121 þúsund landsmenn búna að fá örvunarbólusetningu og að áætlanir geri ráð fyrir að flestir sem það kjósi verði búnir að fá örvunarskammt í febrúar eða mars á næsta ári. Ráðherrann vonast til að þá verði hægt að létta á sóttvarnaraðgerðum. „Miðað við þessar forsendur og það munum við skoða og ég held að það væri lítill ávinningur af því að fara í gegnum allt þetta ef við myndum ekki nýta það.“ Fjölmörg börn í sóttkví og einangrun Frá því Delta-afbrigði veirunnar varð útbreitt hér á landi hafa börn verið stór hluti þeirra sem greinst hefur með veiruna. Samkvæmt tölum frá almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra hafa þrettán þúsund börn nú farið í sóttkví frá 1. september síðastliðnum og tvö þúsund og fimm hundruð börn greinst með veiruna frá sama tíma. Þá eru dæmi um að sum börn hafi farið oftar en einu sinni í sóttkví. Diljá Mist Einarsdóttir þingmaður Sjálfstæðisflokksins benti meðal annars á þetta á Alþingi í dag sagði um mikið inngrip í líf barna að ræða og mikilvægt að ræða hversu langt sé rétt að ganga á mikilvæg réttindi barna. Willum segir að hann sé tilbúinn að skoða hvort að slaka þurfi á þessum reglum. „Nú hefur þetta verið hluti af okkar vörnum og svona hefur verið beitt vopn en þetta hefur auðvitað þetta er gríðarleg frelsisskerðing og þegar við erum að tala um andlega og félagslega líðan barna þá kann að vera að við getum skoðað þetta.“ Ráðherrann segir að verið sé að meta hvort að boðið verður upp á bólusetningar fyrir börn á aldrinum 5-11 ára en slíkt yrði alltaf val. „Út frá því að tryggja þeirra vernd og að það verði sem minnst truflun á þeirra leik og starfi.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Veiran varð nær 30-falt útbreiddari hjá börnum Heilbrigðisráðherra vonast til að geta slakað til í samkomutakmörkunum á næstu tveimur vikum en breytir engu að sinni. Bólusetning barna fimm til ellefu ára gæti slegið á útbreiðslu faraldursins í heild, að sögn barnalæknis. 7. desember 2021 19:46 Fella niður skólahald vegna fjölda smitaðra Skólahald í Hlíðaskóla verður fellt niður á morgun, mánudag, og á þriðjudaginn vegna fjölda þeirra Covid-smita sem hafa komið upp í skólanum. 5. desember 2021 19:41 Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Innlent Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Erlent Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Innlent Fleiri fréttir Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Sjá meira
Veiran varð nær 30-falt útbreiddari hjá börnum Heilbrigðisráðherra vonast til að geta slakað til í samkomutakmörkunum á næstu tveimur vikum en breytir engu að sinni. Bólusetning barna fimm til ellefu ára gæti slegið á útbreiðslu faraldursins í heild, að sögn barnalæknis. 7. desember 2021 19:46
Fella niður skólahald vegna fjölda smitaðra Skólahald í Hlíðaskóla verður fellt niður á morgun, mánudag, og á þriðjudaginn vegna fjölda þeirra Covid-smita sem hafa komið upp í skólanum. 5. desember 2021 19:41
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent