Þetta kemur fram í tilkynningu á vef skólans. Þar segir að ákvörðunin hafi verið tekin í samráði við sóttvarnayfirvöld.
„Allir nemendur þurfa að fara í Covid próf áður en þeir mæta aftur í skólann. Gott er að fara í skimun seinnipart á þriðjudag þannig að svar hafi borist á miðvikudagsmorgun.
Því biðjum við foreldra að fara með þau börn sem hafa verið í sóttkví í PCR próf en allir aðrir nemendur fari í hraðpróf,“ segir í tilkynningunni. Með þessu sé vonast til þess að hægt verði að hefta útbreiðslu veirunnar frekar.