Fyrirlestri seðlabankastjóra um landnámsöldina frestað Jakob Bjarnar skrifar 9. desember 2021 09:11 Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri. Ekki verður af fyrirlestri hans á vegum Miðaldastofu Háskólans í bráð. Ástæðan blasir við, ásakanir um ritstuld en málinu hefur verið vísað til siðanefndar Háskóla Íslands. Vísir/Vilhelm Til stóð að Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri myndi halda fyrirlestur um efnahagsmál á landnámsöld. Honum hefur nú verið slegið á frest. Til stóð að fyrirlesturinn yrði haldinn í dag klukkan 16:10 í Lögbergi stofu 101. Að viðburðinum stendur Miðaldastofa Háskóla Íslands en tilefni hans er nýútkomin bók Ásgeirs, Eyjan hans Ingólfs en þar er skrifuð sem fjölskyldusaga Ingólfs landnámsmanns í Reykjavík sem er með öðrum þræði saga Íslands. Þar er fjallað um efnahagslegan drifkraft landnámsins í tengslum við breytingar í alþjóðaverslun á tímum víkingaferðanna. Miðaldastofa hefur nú sent út tilkynningu þess efnis að fyrirlestrinum hafi verið slegið á frest. Þó ástæðan sé ekki tilgreind sérstaklega er einsýnt að ásakanir Bergsveins Birgissonar, rithöfundar og fræðimanns, þess efnis að Ásgeir hafi stuðst við bók hans Leitina að svarta víkingnum við ritun bókar sinnar án þess að geta heimilda, hafa þar sett strik í reikninginn. Eins og Vísir hefur greint frá hefur Bergsveinn vísað því máli til siðanefndar Háskóla Íslands en hann birti greinargerð sína á Vísi þar sem hann rekur málið eins og það horfir við honum. Ásgeir sendi Vísi yfirlýsingu í gærkvöldi þar sem hann vísar því alfarið á bug að hann hafi stuðst við bók Bergsveins við ritun Eyjunnar hans Ingólfs. En víst er að ásakanirnar um plagíarisma hafa vakið mikla athygli, bæði almenna og þá ekki síður innan fræðasamfélagsins. Háskólar Bókaútgáfa Höfundarréttur Íslensk fræði Bergsveinn Birgisson sakar Ásgeir Jónsson um ritstuld Tengdar fréttir Seðlabankastjóri vísar ásökunum um ritstuld á bug Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri sendi nýverið frá sér bók þar sem hann fjallar um landnám Íslands. Eyjan hans Ingólfs heitir bókin sú en Bergsveinn Birgisson rithöfundur og fræðimaður segir Ásgeir fara ránshendi um bók sína Leitin að svarta víkingnum án þess að geta heimilda. 8. desember 2021 18:24 Stolið og rangfært – um Eyjuna hans Ingólfs eftir Ásgeir Jónsson Út er komin bókin Eyjan hans Ingólfs (héreftir EHI) eftir Ásgeir Jónsson. Útgefandi er Almenna bókafélagið (2021). Höfundur er með doktorsgráðu í hagfræði og var deildarforseti hagfræðideildar Háskóla Íslands. Höfundur starfar nú sem seðlabankastjóri Íslands. 8. desember 2021 15:43 Mest lesið Íslenskur maður lést í Úkraínu Innlent Eldur við flugvöll á Grænlandi Erlent „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Innlent Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Innlent Banaslys á Hvolsvelli Innlent Sprenging eftir að gestir opnuðu út Erlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Selenskí skipar nýjan starfsmannastjóra í kjölfar spillingarmáls Erlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Fleiri fréttir „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Íslenskur maður lést í Úkraínu Nýársbarnið á Suðurlandi býr á Eyrarbakka Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Verðlækkanir á bensíni og áramótaheit landsmanna 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Sjá meira
Til stóð að fyrirlesturinn yrði haldinn í dag klukkan 16:10 í Lögbergi stofu 101. Að viðburðinum stendur Miðaldastofa Háskóla Íslands en tilefni hans er nýútkomin bók Ásgeirs, Eyjan hans Ingólfs en þar er skrifuð sem fjölskyldusaga Ingólfs landnámsmanns í Reykjavík sem er með öðrum þræði saga Íslands. Þar er fjallað um efnahagslegan drifkraft landnámsins í tengslum við breytingar í alþjóðaverslun á tímum víkingaferðanna. Miðaldastofa hefur nú sent út tilkynningu þess efnis að fyrirlestrinum hafi verið slegið á frest. Þó ástæðan sé ekki tilgreind sérstaklega er einsýnt að ásakanir Bergsveins Birgissonar, rithöfundar og fræðimanns, þess efnis að Ásgeir hafi stuðst við bók hans Leitina að svarta víkingnum við ritun bókar sinnar án þess að geta heimilda, hafa þar sett strik í reikninginn. Eins og Vísir hefur greint frá hefur Bergsveinn vísað því máli til siðanefndar Háskóla Íslands en hann birti greinargerð sína á Vísi þar sem hann rekur málið eins og það horfir við honum. Ásgeir sendi Vísi yfirlýsingu í gærkvöldi þar sem hann vísar því alfarið á bug að hann hafi stuðst við bók Bergsveins við ritun Eyjunnar hans Ingólfs. En víst er að ásakanirnar um plagíarisma hafa vakið mikla athygli, bæði almenna og þá ekki síður innan fræðasamfélagsins.
Háskólar Bókaútgáfa Höfundarréttur Íslensk fræði Bergsveinn Birgisson sakar Ásgeir Jónsson um ritstuld Tengdar fréttir Seðlabankastjóri vísar ásökunum um ritstuld á bug Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri sendi nýverið frá sér bók þar sem hann fjallar um landnám Íslands. Eyjan hans Ingólfs heitir bókin sú en Bergsveinn Birgisson rithöfundur og fræðimaður segir Ásgeir fara ránshendi um bók sína Leitin að svarta víkingnum án þess að geta heimilda. 8. desember 2021 18:24 Stolið og rangfært – um Eyjuna hans Ingólfs eftir Ásgeir Jónsson Út er komin bókin Eyjan hans Ingólfs (héreftir EHI) eftir Ásgeir Jónsson. Útgefandi er Almenna bókafélagið (2021). Höfundur er með doktorsgráðu í hagfræði og var deildarforseti hagfræðideildar Háskóla Íslands. Höfundur starfar nú sem seðlabankastjóri Íslands. 8. desember 2021 15:43 Mest lesið Íslenskur maður lést í Úkraínu Innlent Eldur við flugvöll á Grænlandi Erlent „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Innlent Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Innlent Banaslys á Hvolsvelli Innlent Sprenging eftir að gestir opnuðu út Erlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Selenskí skipar nýjan starfsmannastjóra í kjölfar spillingarmáls Erlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Fleiri fréttir „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Íslenskur maður lést í Úkraínu Nýársbarnið á Suðurlandi býr á Eyrarbakka Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Verðlækkanir á bensíni og áramótaheit landsmanna 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Sjá meira
Seðlabankastjóri vísar ásökunum um ritstuld á bug Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri sendi nýverið frá sér bók þar sem hann fjallar um landnám Íslands. Eyjan hans Ingólfs heitir bókin sú en Bergsveinn Birgisson rithöfundur og fræðimaður segir Ásgeir fara ránshendi um bók sína Leitin að svarta víkingnum án þess að geta heimilda. 8. desember 2021 18:24
Stolið og rangfært – um Eyjuna hans Ingólfs eftir Ásgeir Jónsson Út er komin bókin Eyjan hans Ingólfs (héreftir EHI) eftir Ásgeir Jónsson. Útgefandi er Almenna bókafélagið (2021). Höfundur er með doktorsgráðu í hagfræði og var deildarforseti hagfræðideildar Háskóla Íslands. Höfundur starfar nú sem seðlabankastjóri Íslands. 8. desember 2021 15:43