„Þetta er bara vægast sagt hræðilegt fyrir orðspor okkar“ Eiður Þór Árnason skrifar 8. desember 2021 23:06 Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, segir stöðuna gjörbreytta eftir upplýst var um slæma meðferð á hryssum. Vísir/Vilhelm Eftir miklar umræður um fjárlagafrumvarp og tekjufrumvörp ríkisstjórnarinnar undanfarna daga áttu stjórnarandstöðuþingmenn sviðið á Alþingi í dag. Mælt var fyrir tveimur frumvörpum, annars vegar frumvarpi Oddný G. Harðardóttur, þingmanns Samfylkingarinnar, um stjórn fiskveiða og hins vegar frumvarpi Ingu Sæland, formanns Flokks fólksins, um velferð dýra. Þetta er í annað sinn sem formaðurinn leggur frumvarpið fram á þinginu sem varðar bann við blóðmerarhaldi. Inga sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld að hún fyndi fyrir miklum áhuga á málinu, sérstaklega eftir að Alþjóðlegu dýraverndunarsamtökin TSB Tierschutzbund Zurich og AWF Animal Welfare Foundation birtu í nóvember heimildarmynd sem sýnir slæma meðferð á hryssum við blóðtöku. Matvælastofnun hefur nú myndefnið til rannsóknar og sagði dýralækni hrossasjúkdóma hjá stofnuninni að málið væri litið mjög alvarlegum augum. Þá hefur ráðherra verið upplýstur um málið. Blóðmerarhald hefur lengi verið við lýði á Íslandi, en blóðið er tekið úr fylfullum merum og notað til að auka frjósemi svína til manneldis með hormóninu PSMG. Vinni gegn markaðsstarfi Inga segist fullviss um að frumvarp hennar um velferð dýra eigi nú betri möguleika í annarri atrennu. „Það er náttúrulega gjörólíkt umhverfið núna þegar íslenskur almenningur og alþjóðasamfélagið er orðið meðvitað. Í rauninni sem þingmaður í stjórnarandstöðuþingflokki þá er reglan ekki sú að við fáum málin okkar í gegnum þing og þau fái þinglega meðferð til atkvæðagreiðslu en það er íslenska samfélagið núna sem getur tekið utan um nákvæmlega þetta mál og komið því í gegn.“ Ísland er eitt fjögurra landa sem þar sem blóðmerarhald fer fram en Íslandsstofa hefur undanfarin ár lagt mikla áherslu á markaðssetningu íslenska hestsins. „Þetta er bara vægast sagt hræðilegt fyrir orðspor okkar. Við erum búin að vera í sex ár að eyða ómældum fjármunum til þess að markaðssetja íslenska hestinn og síðustu þrjú ár hefur það borið það þann árangur að við höfum verið að slá Íslandsmet ár hvert í útflutningi á íslenska hestinum, á þarfasta þjóninum sem er elskaður út um allan heim. Við erum virkilega að sverta okkar ásýnd okkar út á við með þessu,“ sagði Inga í kvöldfréttum Stöðvar 2. Alþingi Flokkur fólksins Dýr Hestar Blóðmerahald Dýraheilbrigði Tengdar fréttir Ísteka riftir samningum við þá bændur sem birtust í myndskeiðinu Líftæknifyrirtækið Ísteka hefur rift samningum við bændur sem sýndir voru fara illa með hross við blóðtöku í myndskeiði sem fór í dreifingu á dögunum og vakti mikla athygli. 8. desember 2021 12:37 Skyndiákvörðun gæti stefnt velferð þúsunda hryssna í voða Matvælastofnun er enn með til rannsóknar ábendingar um aðbúnað blóðtökuhryssna sem hafa mikið verið til umfjöllunar að undanförnu. Stofnunin segist taka ábendingum um brot mjög alvarlega. Mikilvægt sé að heildstæð umræða fari fram en ekki sé hægt að grípa til skyndilausna. 2. desember 2021 11:42 Segir traustið til Ísteka brostið Forsendur sem settar hafa verið um blóðmerabúskap hefur ekki verið fylgt eftir að mati Sveins Steinarssonar formanns Félags hrossabænda. Það valdi því að traust til fyrirtækisins Ísteka sé brostið, en það kaupir allt blóð til framleiðslu frjósemislyfs sem notað er í ræktun búfjár erlendis. 26. nóvember 2021 17:09 Rannsaka slæma meðferð á fylfullum hryssum við blóðtöku Matvælastofnun hefur til rannsóknar myndband sem sýnir slæma meðferð á fylfullum hryssum við blóðtöku. Dýralæknir hrossasjúkdóma segir að málið sé litið mjög alvarlegum augum, en að meðferðin sé ekki lýsandi fyrir blóðmerarhald á Íslandi. 22. nóvember 2021 12:06 Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Fleiri fréttir Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Sjá meira
Mælt var fyrir tveimur frumvörpum, annars vegar frumvarpi Oddný G. Harðardóttur, þingmanns Samfylkingarinnar, um stjórn fiskveiða og hins vegar frumvarpi Ingu Sæland, formanns Flokks fólksins, um velferð dýra. Þetta er í annað sinn sem formaðurinn leggur frumvarpið fram á þinginu sem varðar bann við blóðmerarhaldi. Inga sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld að hún fyndi fyrir miklum áhuga á málinu, sérstaklega eftir að Alþjóðlegu dýraverndunarsamtökin TSB Tierschutzbund Zurich og AWF Animal Welfare Foundation birtu í nóvember heimildarmynd sem sýnir slæma meðferð á hryssum við blóðtöku. Matvælastofnun hefur nú myndefnið til rannsóknar og sagði dýralækni hrossasjúkdóma hjá stofnuninni að málið væri litið mjög alvarlegum augum. Þá hefur ráðherra verið upplýstur um málið. Blóðmerarhald hefur lengi verið við lýði á Íslandi, en blóðið er tekið úr fylfullum merum og notað til að auka frjósemi svína til manneldis með hormóninu PSMG. Vinni gegn markaðsstarfi Inga segist fullviss um að frumvarp hennar um velferð dýra eigi nú betri möguleika í annarri atrennu. „Það er náttúrulega gjörólíkt umhverfið núna þegar íslenskur almenningur og alþjóðasamfélagið er orðið meðvitað. Í rauninni sem þingmaður í stjórnarandstöðuþingflokki þá er reglan ekki sú að við fáum málin okkar í gegnum þing og þau fái þinglega meðferð til atkvæðagreiðslu en það er íslenska samfélagið núna sem getur tekið utan um nákvæmlega þetta mál og komið því í gegn.“ Ísland er eitt fjögurra landa sem þar sem blóðmerarhald fer fram en Íslandsstofa hefur undanfarin ár lagt mikla áherslu á markaðssetningu íslenska hestsins. „Þetta er bara vægast sagt hræðilegt fyrir orðspor okkar. Við erum búin að vera í sex ár að eyða ómældum fjármunum til þess að markaðssetja íslenska hestinn og síðustu þrjú ár hefur það borið það þann árangur að við höfum verið að slá Íslandsmet ár hvert í útflutningi á íslenska hestinum, á þarfasta þjóninum sem er elskaður út um allan heim. Við erum virkilega að sverta okkar ásýnd okkar út á við með þessu,“ sagði Inga í kvöldfréttum Stöðvar 2.
Alþingi Flokkur fólksins Dýr Hestar Blóðmerahald Dýraheilbrigði Tengdar fréttir Ísteka riftir samningum við þá bændur sem birtust í myndskeiðinu Líftæknifyrirtækið Ísteka hefur rift samningum við bændur sem sýndir voru fara illa með hross við blóðtöku í myndskeiði sem fór í dreifingu á dögunum og vakti mikla athygli. 8. desember 2021 12:37 Skyndiákvörðun gæti stefnt velferð þúsunda hryssna í voða Matvælastofnun er enn með til rannsóknar ábendingar um aðbúnað blóðtökuhryssna sem hafa mikið verið til umfjöllunar að undanförnu. Stofnunin segist taka ábendingum um brot mjög alvarlega. Mikilvægt sé að heildstæð umræða fari fram en ekki sé hægt að grípa til skyndilausna. 2. desember 2021 11:42 Segir traustið til Ísteka brostið Forsendur sem settar hafa verið um blóðmerabúskap hefur ekki verið fylgt eftir að mati Sveins Steinarssonar formanns Félags hrossabænda. Það valdi því að traust til fyrirtækisins Ísteka sé brostið, en það kaupir allt blóð til framleiðslu frjósemislyfs sem notað er í ræktun búfjár erlendis. 26. nóvember 2021 17:09 Rannsaka slæma meðferð á fylfullum hryssum við blóðtöku Matvælastofnun hefur til rannsóknar myndband sem sýnir slæma meðferð á fylfullum hryssum við blóðtöku. Dýralæknir hrossasjúkdóma segir að málið sé litið mjög alvarlegum augum, en að meðferðin sé ekki lýsandi fyrir blóðmerarhald á Íslandi. 22. nóvember 2021 12:06 Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Fleiri fréttir Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Sjá meira
Ísteka riftir samningum við þá bændur sem birtust í myndskeiðinu Líftæknifyrirtækið Ísteka hefur rift samningum við bændur sem sýndir voru fara illa með hross við blóðtöku í myndskeiði sem fór í dreifingu á dögunum og vakti mikla athygli. 8. desember 2021 12:37
Skyndiákvörðun gæti stefnt velferð þúsunda hryssna í voða Matvælastofnun er enn með til rannsóknar ábendingar um aðbúnað blóðtökuhryssna sem hafa mikið verið til umfjöllunar að undanförnu. Stofnunin segist taka ábendingum um brot mjög alvarlega. Mikilvægt sé að heildstæð umræða fari fram en ekki sé hægt að grípa til skyndilausna. 2. desember 2021 11:42
Segir traustið til Ísteka brostið Forsendur sem settar hafa verið um blóðmerabúskap hefur ekki verið fylgt eftir að mati Sveins Steinarssonar formanns Félags hrossabænda. Það valdi því að traust til fyrirtækisins Ísteka sé brostið, en það kaupir allt blóð til framleiðslu frjósemislyfs sem notað er í ræktun búfjár erlendis. 26. nóvember 2021 17:09
Rannsaka slæma meðferð á fylfullum hryssum við blóðtöku Matvælastofnun hefur til rannsóknar myndband sem sýnir slæma meðferð á fylfullum hryssum við blóðtöku. Dýralæknir hrossasjúkdóma segir að málið sé litið mjög alvarlegum augum, en að meðferðin sé ekki lýsandi fyrir blóðmerarhald á Íslandi. 22. nóvember 2021 12:06