Innlent

Óttast um afdrif sautján ára stúlku sem lögreglan leitar að

Eiður Þór Árnason skrifar
Lögregla hyggst ekki birta mynd af stúlkunni að svo stöddu. 
Lögregla hyggst ekki birta mynd af stúlkunni að svo stöddu.  Vísir/Vilhelm

Leit lögreglu og björgunarsveita stendur nú yfir að sautján ára stúlku sem síðast sást til á Smiðjuvegi í Kópavogi um hálfsexleytið í dag. Óttast er um stúlkuna, að sögn lögreglu, og því mjög mikilvægt að hún finnst sem allra fyrst.

Uppfært klukkan 19.51: Stúlkan er fundin heil á húfi. Upphafleg frétt fylgir:

Hún er sögð vera 161 sentímetri á hæð, klædd í rauðar náttbuxur, gráa hettupeysu og svarta Brooks-skó. Talið er mögulegt að hún hafi farið í Hlíðahverfi í Reykjavík. 

Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu en þau sem hafa séð til stúlkunnar eru vinsamlegast beðin um að hafa tafarlaust samband við lögreglu í síma 112. Lögreglan hyggst ekki birta nafn eða mynd af stúlkunni að svo stöddu.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.