Viðskipti innlent

Góði hirðirinn á­fram á Hverfis­götu

Atli Ísleifsson skrifar
Verslunin var opnuð í tilraunaskyni í nóvember, en nú hefur verið samið um leigu til langs tíma.
Verslunin var opnuð í tilraunaskyni í nóvember, en nú hefur verið samið um leigu til langs tíma. Sorpa

Rekstri verslunar Góða hirðisins á Hverfisgötu í Reykjavík verður fram haldið, en verslunin var opnuð í tilraunaskyni síðastliðinn nóvember þar sem kannað var hvort rekstrargundvöllur væri fyrir hendi.

Stjórnendur og stjórn Sorpu og Góða hirðisins hafa nú samið við eigendur húsnæðisins við Hverfisgötu 94-96 til langs tíma, að því er fram kemur í tilkynningu.

Versluninni við Hverfisgötu verður lokað tímabundið í næstu viku vegna framkvæmda og er stefnt að því að opna verslunina aftur í mars.


Tengdar fréttir





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×