Innlent

Eftirvagn með gámi valt á Snæfellsnesvegi

Samúel Karl Ólason skrifar
Nota
Gestur Andrés

Snæfellsnesvegi var lokað um tíma í dag eftir að eftirvagn með gámi fór á hliðina. Kranabíl þurfti til að reisa gáminn og vagninn við en engin slys urðu á fólki.

Slysið átti sér stað nærri Hítará á Vesturlandi og var veginum lokað í minnst klukkustund. Hann var opnaður aftur fyrir klukkan tvö.

Samkvæmt upplýsingum frá Lögreglunni á Vesturlandi var mikil hálka á svæðinu og mun ökumaður flutningabílsins hafa misst eftirvagninn í hálku í beygju. Hann hafi endað á hliðinni.

Gestur AndrésAthugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.