Lífið

Fyrsta sýnishornið úr Þetta reddast

Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar
Á meðal gesta Dóru Júlíu í þáttunum eru Æði strákarnir, Páll Óskar, Annie Mist og Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Á meðal gesta Dóru Júlíu í þáttunum eru Æði strákarnir, Páll Óskar, Annie Mist og Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. Stöð2

Þann 23. desember fara af stað þættirnir Þetta reddast á Stöð 2. Umsjónarkona þáttanna er plötusnúðurinn og fjölmiðlakonan Dóra Júlía Agnarsdóttir. 

Sykur, sætt og allt sem er.. ætt? Dóru Júlíu, einum færasta plötusnúði landsins, er margt til lista lagt en hún verður þó seint talin vera stjörnukokkur. 

Í þáttunum Þetta reddast fær hún til sín góða gesti og með aðstoð þeirra matreiðir hún fram misglæsilega rétti og kynnist viðmælendum sínum í leiðinni. Óheðfbundin útgáfa af spjallþætti sem enginn ætti að láta fram hjá sér fara.

Á meðal gesta í þáttunum eru Æði strákarnir, Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra, Cross-Fit drottningin Annie Mist, glimmerkóngurinn Páll Óskar og margir fleiri. Sýnishorn úr þáttunum má sjá í spilaranum hér fyrir neðan.

Klippa: Sýnishorn úr Þetta reddast





Fleiri fréttir

Sjá meira


×