Innlent

Ekkert skóla­hald í Eski­fjarðar­skóla vegna smits

Atli Ísleifsson skrifar
Frá Eskifirði. Myndin er úr safni.
Frá Eskifirði. Myndin er úr safni. Vísir/Vilhelm

Ákveðið hefur verið að fella niður skólahald í Eskifjarðarskóla í dag eftir að starfsmaður skólans greindist með COVID-19 í gær.

Skólayfirvöld í Fjarðabyggð ákváðu þetta í samráði aðgerðastjórn á Austurlandi í gær.

Á vef lögreglunnar segir að allir starfsmenn skólans og nemendur séu hvattir til að fara í PCR-sýnatöku í dag á Heilsugæslustöðina á Reyðarfirði milli klukkan 12:00 og 13:00.

„Þeir eru og beðnir um að halda sig til hlés fram til þess að niðurstaða sýnatöku verður ljós, sem ætti að vera annað kvöld.

Aðgerðastjórn fylgist með gangi mála og sendir út aðra tilkynningu þegar frekari upplýsingar liggja fyrir.“Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.