Innlent

Braut rúður í þremur verslunum í mið­borginni

Atli Ísleifsson skrifar
Tilkynning um eignarspjöllin barst um hálf eitt í nótt. Myndin er úr safni.
Tilkynning um eignarspjöllin barst um hálf eitt í nótt. Myndin er úr safni. Vísir/Vilhelm

Lögregla á höfuðborgarsvæðinu handtók í nótt mann sem grunaður er um að hafa brotið rúður í þremur verslunum hið minnsta í miðbæ Reykjavíkur.

Tilkynning um málið barst um hálf eitt í nótt og var hann handtekinn eftir að lögreglumenn báru kennsl á manninn í eftirlitsferð. Maðurinn var vistaður í fangaklefa, en hann var einnig með fíkniefni í fórum sínum.

Um kvöldmatarleytið var tilkynnt um eignaspjöll í fjölbýlishúsi í Grafarvogi og segir í tilkynningu frá lögreglu að fyrrverandi leigjandi sé grunaður um verknaðinn.

Skömmu fyrir klukkan 18 í gærkvöldi var tilkynnt um mann í annarlegu ástandi í miðborginni og var hann handtekinn. Sá hafði haft í hótunum við aðra og var í þannig ástandi að hann fékk að sofa úr sér í fangaklefa.

Þá segir einnig frá því að upp úr klukkan 18 hafi verið tilkynnt um innbrot heimahús í miðbæ Reykjavíkur þar sem búið var að stela tölvubúnaði. 

Nokkru síðar var svo tilkynnt um mjög ölvaðan mann í verslun í miðbæ Reykjavíkur. „Maðurinn var mjög viðskotaillur og neitaði meðal annars að gefa upp nafn. Sá vá var vistaður í fangaklefa sökum ástands,“ segir í tilkynningu lögreglu.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.