Ofurdeild Evrópu óþörf: Vandræði Barcelona, Dortmund og Atlético sanna það Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 7. desember 2021 07:01 Atlético Madríd eru sem stendir í neðsta sæti B-riðils Meistaradeildar Evrópu. Cristian Trujillo/Getty Images Síðasta umferð riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu hefst í kvöld. Enn á fjöldi liða eftir að tryggja sæti sitt í 16-liða úrslitum. Þar á meðal er spænska stórliðið Barcelona sem má muna fífil sinn fegurri, liðið þarf í raun á kraftaverki að halda til að komast áfram. Það má færa ágætis rök fyrir því að riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í ár sýni og sanni að svokölluð „Ofurdeild Evrópu“ er með öllu óþörf. Barcelona heimsækir Bayern München annað kvöld og þarf að öllum líkindum á sigri að halda til að komast áfram í 16-liða úrslit. Börsungar eru með bakið upp við vegg.Pedro Salados/Getty Images Fari það svo að Barcelona falli úr leik verður það í fyrsta sinn síðan tímabilið 2003-2004 sem útsláttarkeppni Meistaradeildar Evrópu fer af stað án þess Barcelona sé eitt af liðunum í pottinum. Það er ákveðin kaldhæðni fólgin í því að skömmu eftir að Barcelona var eitt þeirra 12 félaga sem vildi stofna svokallaða „Ofurdeild“ Evrópu er félagið á leiðinni í Evrópudeildina. Deild sem önnur af téðum 12 félögum þekkja ágætlega. Þó Erling Braut Håland og félagar í Borussia Dortmund séu í 2. sæti þýsku úrvalsdeildarinnar og virðist ætla að veita Bayern alvöru keppni um þýska meistaratitilinn mun liðið spila í Evrópudeildinni eftir áramót. Þá þarf AC Milan á sigri að halda gegn Liverpool – sem er með fullt hús stiga – til að eiga möguleika á að komast í 16-liða úrslit. Í sama riðli þurfa Spánarmeistarar Atlético Madríd einnig á sigri að halda til að eiga möguleika á að komast áfram. Sem stendur er Porto á leiðinni í 16-liða úrslit og lærisveinar Diego Simeone á leiðinni í frí frá bæði Meistara- og Evrópudeild út tímabilið. Spurningin er því: Hver þarf „Ofurdeild“ þegar þú hefur spennu sem þessa? Í G-riðli eru engin ef til vill engin stórlið en spennan er óbærileg. Öll fjögur lið riðilsins – Lille, Salzburg, Sevilla og Wolfsburg – geta enn komist áfram í 16-liða úrsli keppninnar. Þó gengi liðanna hafi ef til vill ekki verið jafn gott og fyrsta umferð benti til þá hafa Sheriff Tiraspol og Young Boys frá Sviss einnig komið okkur á óvart í Meistaradeild Evrópu á þessari leiktíð. Ef til vill var það ástæðan fyrir því að „stærstu“ lið álfunnar vildu títtnefnda Ofurdeild. Þau vildu ekki láta lið á borð við Young Boys og Sheriff koma sér á óvart. Þau vildu ekki eiga á hættu að detta út í riðlakeppni Meistaradeildarinnar. Sum þeirra vildu bara fá að leika með frekar en að dúsa í kjallaranum (Sambandsdeild Evrópu). Antonio Conte og Harry Kane eru sem stendur í Sambandsdeild Evrópu.Ryan Pierse/Getty Images Vissulega getur Meistaradeildin verið fyrirsjáanleg en það á við um nær allar íþróttir, bestu og ríkustu liðin vinna oftar en þau tapa. Það á líka við í Meistaradeild Evrópu en að því sögðu hefur tímabilið í ár boðið upp á fjölda óvæntra úrslita. Hver veit nema við fáum fleiri slík í kvöld eða á morgun? Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Ofurdeildin Mest lesið Þurfti að ýta þjálfaranum af sér þegar hún kom í mark Sport Skoraði á móti Arsenal og semur nú við Vestra Fótbolti Dáður en umdeildur kylfingur látinn Golf Dæmdu forsetann og alla leikmenn í bann Fótbolti Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Enski boltinn Engin naglalögregla á HM kvenna en nýjar reglur um neglur Handbolti Rautt spjald gegn Íslandi rifjað upp eftir tal um „sérmeðferð“ Ronaldos Fótbolti Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands Körfubolti Fantasýn: Eyjólfur Sverris pakkar fjölskyldunni saman Enski boltinn Segir Slot hafa viku til þess að bjarga starfi sínu Enski boltinn Fleiri fréttir KSÍ skiptir um mótakerfi og smíðar nýjan vef Íranar fengu enga hjálp frá Infantino og sniðganga HM-dráttinn Damir Muminovic til Grindavíkur Real hafi misst áhugann á slökum Konaté Sjáðu bestu mörkin: Klókur Kanu og eitraður Essien Rautt spjald gegn Íslandi rifjað upp eftir tal um „sérmeðferð“ Ronaldos Skoraði á móti Arsenal og semur nú við Vestra Segja þetta ekki sanngjarnt og að þetta yrði bara farsi Dæmdu forsetann og alla leikmenn í bann Segir Slot hafa viku til þess að bjarga starfi sínu Fantasýn: Eyjólfur Sverris pakkar fjölskyldunni saman Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Slot hefur ekki áhyggjur af því að vera rekinn Ágúst Orri: Þeir nenntu ekki að mæta í mínus þremur Mark dæmt af Alberti í tapleik í Sambansdeildinni Blikar fyrstir til að ná stigi á móti Loga og félögum Lykilmaður Bayern ekki hrifinn af Arsenal þrátt fyrir tapið í gær Hákon lagði upp tvö í sigri Lille en Íslendingaliðið á toppnum tapaði Vestramenn sækja son sinn suður Knattspyrnukona í Íslendingaliðinu hreinsuð af öllum ásökunum Van Dijk forðaðist fréttamenn eftir leik Liðsfélagi Viktors fékk hótanir og hatursfull skilaboð Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Sjáðu Barry vinna fjórtán skallaeinvígi gegn Man. Utd og setja met Verðið á Rice sjaldan rætt: „Þá veistu að þú ert að gera eitthvað rétt“ Skipulagt lið sem hefur ekki fengið á sig mark „Ég er mikill unnandi Loga“ Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Skrýtið að koma heim og mæta Blikum Vona að Slot haldi áfram: „Kannski gerði hann of vel á síðustu leiktíð“ Sjá meira
Það má færa ágætis rök fyrir því að riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í ár sýni og sanni að svokölluð „Ofurdeild Evrópu“ er með öllu óþörf. Barcelona heimsækir Bayern München annað kvöld og þarf að öllum líkindum á sigri að halda til að komast áfram í 16-liða úrslit. Börsungar eru með bakið upp við vegg.Pedro Salados/Getty Images Fari það svo að Barcelona falli úr leik verður það í fyrsta sinn síðan tímabilið 2003-2004 sem útsláttarkeppni Meistaradeildar Evrópu fer af stað án þess Barcelona sé eitt af liðunum í pottinum. Það er ákveðin kaldhæðni fólgin í því að skömmu eftir að Barcelona var eitt þeirra 12 félaga sem vildi stofna svokallaða „Ofurdeild“ Evrópu er félagið á leiðinni í Evrópudeildina. Deild sem önnur af téðum 12 félögum þekkja ágætlega. Þó Erling Braut Håland og félagar í Borussia Dortmund séu í 2. sæti þýsku úrvalsdeildarinnar og virðist ætla að veita Bayern alvöru keppni um þýska meistaratitilinn mun liðið spila í Evrópudeildinni eftir áramót. Þá þarf AC Milan á sigri að halda gegn Liverpool – sem er með fullt hús stiga – til að eiga möguleika á að komast í 16-liða úrslit. Í sama riðli þurfa Spánarmeistarar Atlético Madríd einnig á sigri að halda til að eiga möguleika á að komast áfram. Sem stendur er Porto á leiðinni í 16-liða úrslit og lærisveinar Diego Simeone á leiðinni í frí frá bæði Meistara- og Evrópudeild út tímabilið. Spurningin er því: Hver þarf „Ofurdeild“ þegar þú hefur spennu sem þessa? Í G-riðli eru engin ef til vill engin stórlið en spennan er óbærileg. Öll fjögur lið riðilsins – Lille, Salzburg, Sevilla og Wolfsburg – geta enn komist áfram í 16-liða úrsli keppninnar. Þó gengi liðanna hafi ef til vill ekki verið jafn gott og fyrsta umferð benti til þá hafa Sheriff Tiraspol og Young Boys frá Sviss einnig komið okkur á óvart í Meistaradeild Evrópu á þessari leiktíð. Ef til vill var það ástæðan fyrir því að „stærstu“ lið álfunnar vildu títtnefnda Ofurdeild. Þau vildu ekki láta lið á borð við Young Boys og Sheriff koma sér á óvart. Þau vildu ekki eiga á hættu að detta út í riðlakeppni Meistaradeildarinnar. Sum þeirra vildu bara fá að leika með frekar en að dúsa í kjallaranum (Sambandsdeild Evrópu). Antonio Conte og Harry Kane eru sem stendur í Sambandsdeild Evrópu.Ryan Pierse/Getty Images Vissulega getur Meistaradeildin verið fyrirsjáanleg en það á við um nær allar íþróttir, bestu og ríkustu liðin vinna oftar en þau tapa. Það á líka við í Meistaradeild Evrópu en að því sögðu hefur tímabilið í ár boðið upp á fjölda óvæntra úrslita. Hver veit nema við fáum fleiri slík í kvöld eða á morgun? Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Ofurdeildin Mest lesið Þurfti að ýta þjálfaranum af sér þegar hún kom í mark Sport Skoraði á móti Arsenal og semur nú við Vestra Fótbolti Dáður en umdeildur kylfingur látinn Golf Dæmdu forsetann og alla leikmenn í bann Fótbolti Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Enski boltinn Engin naglalögregla á HM kvenna en nýjar reglur um neglur Handbolti Rautt spjald gegn Íslandi rifjað upp eftir tal um „sérmeðferð“ Ronaldos Fótbolti Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands Körfubolti Fantasýn: Eyjólfur Sverris pakkar fjölskyldunni saman Enski boltinn Segir Slot hafa viku til þess að bjarga starfi sínu Enski boltinn Fleiri fréttir KSÍ skiptir um mótakerfi og smíðar nýjan vef Íranar fengu enga hjálp frá Infantino og sniðganga HM-dráttinn Damir Muminovic til Grindavíkur Real hafi misst áhugann á slökum Konaté Sjáðu bestu mörkin: Klókur Kanu og eitraður Essien Rautt spjald gegn Íslandi rifjað upp eftir tal um „sérmeðferð“ Ronaldos Skoraði á móti Arsenal og semur nú við Vestra Segja þetta ekki sanngjarnt og að þetta yrði bara farsi Dæmdu forsetann og alla leikmenn í bann Segir Slot hafa viku til þess að bjarga starfi sínu Fantasýn: Eyjólfur Sverris pakkar fjölskyldunni saman Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Slot hefur ekki áhyggjur af því að vera rekinn Ágúst Orri: Þeir nenntu ekki að mæta í mínus þremur Mark dæmt af Alberti í tapleik í Sambansdeildinni Blikar fyrstir til að ná stigi á móti Loga og félögum Lykilmaður Bayern ekki hrifinn af Arsenal þrátt fyrir tapið í gær Hákon lagði upp tvö í sigri Lille en Íslendingaliðið á toppnum tapaði Vestramenn sækja son sinn suður Knattspyrnukona í Íslendingaliðinu hreinsuð af öllum ásökunum Van Dijk forðaðist fréttamenn eftir leik Liðsfélagi Viktors fékk hótanir og hatursfull skilaboð Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Sjáðu Barry vinna fjórtán skallaeinvígi gegn Man. Utd og setja met Verðið á Rice sjaldan rætt: „Þá veistu að þú ert að gera eitthvað rétt“ Skipulagt lið sem hefur ekki fengið á sig mark „Ég er mikill unnandi Loga“ Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Skrýtið að koma heim og mæta Blikum Vona að Slot haldi áfram: „Kannski gerði hann of vel á síðustu leiktíð“ Sjá meira