Gætu þurft að sætta sig við að þingskapalög verði brotin Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 6. desember 2021 11:46 Óli Björn Kárason er nýr þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins. Hann segir að reynt verði að jafna kynjahlutföllin í þingnefndum en takist það ekki með góðum hætti verði svo að vera. vísir/vilhelm Þingflokksformenn hafa misjafnar hugmyndir um hvernig eigi að jafna kynjahlutfall í fastanefndum þingsins. Stjórnarandstaðan bendir á stjórnina sem segir málið hins vegar vera á sameiginlegri ábyrgð allra flokka. Ójafnt kynjahlutfall í allavega tveimur fastanefndum þingsins er í algeri andstöðu við nýtt ákvæði í þingskapalögum sem var samþykkt í vor og kveður á um að kynjahlutfall skuli vera eins jafnt og kostur er á. Í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd sitja átta konur og einn karl en í utanríkismálanefnd sitja sjö karlar og tvær konur. Forseti Alþingis, benti þingflokksformönnum á þetta vandamál fyrir helgi og segir það þeirra að leysa vandann. Birgir Ármannsson, forseti Alþingis, hefur beint því til þingflokksformanna að reyna að jafna kynjahlutfallið.Vísir/Vilhelm Ábyrgðin á herðum stjórnarflokkanna Þingflokksformanni Samfylkingarinnar, þykir ábyrgðin þó vera stjórnarflokkanna. „Þetta er nú bara eitthvað sem að stjórnarflokkarnir verða að vinna í hjá sér. Þetta verkefni bara lendir á þeirra borði,“ segir Helga Vala Helgadóttir. „Ábyrgðin er ríkari þar. Þau tóku tvo þriðju hluta nefndanna sem er í fyrsta skipti síðan 1986 sem það gerist. Að valdinu sé beitt með þeim hætti.“ Helga Vala, þingflokksformaður Samfylkingarinnar, telur málið á ábyrgð stjórnarflokkanna. vísir/vilhelm Stjórnarandstaðan á reyndar fjóra af níu nefndarmönnum í báðum þeim nefndum þar sem kynjahlutfallið er ójafnast. Ætlar ekki að víkjast undan ábyrgð Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, segir að formenn þingflokka muni ræða málið á næstu dögum og reyna að finna lausn á vandanum. Hann ætlast þó til að stjórnarandstaðan taki þátt í verkefninu. „Það er nú oft þannig að það er ætlast til þess að aðrir leysi hlutina og ef svo er þá er ég ekkert að víkjast undan því en þetta er auðvitað sameiginlegt verkefni þingsins í heild,“ segir Óli Björn Kárason. Og takist ekki að laga kynjahlutfallið svo allir verði sáttir verði svo að vera, þrátt fyrir að það stangist á við þingskapalög. „Við auðvitað verðum að skipa til verka eins og við teljum að nefndirnar séu best skipaðar. Ef að það þýðir í okkar huga að það séu fleiri konur en karlar þá verður svo að vera.“ Alþingi Jafnréttismál Sjálfstæðisflokkurinn Samfylkingin Mest lesið Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Erlent Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Innlent Fleiri fréttir Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Sjá meira
Ójafnt kynjahlutfall í allavega tveimur fastanefndum þingsins er í algeri andstöðu við nýtt ákvæði í þingskapalögum sem var samþykkt í vor og kveður á um að kynjahlutfall skuli vera eins jafnt og kostur er á. Í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd sitja átta konur og einn karl en í utanríkismálanefnd sitja sjö karlar og tvær konur. Forseti Alþingis, benti þingflokksformönnum á þetta vandamál fyrir helgi og segir það þeirra að leysa vandann. Birgir Ármannsson, forseti Alþingis, hefur beint því til þingflokksformanna að reyna að jafna kynjahlutfallið.Vísir/Vilhelm Ábyrgðin á herðum stjórnarflokkanna Þingflokksformanni Samfylkingarinnar, þykir ábyrgðin þó vera stjórnarflokkanna. „Þetta er nú bara eitthvað sem að stjórnarflokkarnir verða að vinna í hjá sér. Þetta verkefni bara lendir á þeirra borði,“ segir Helga Vala Helgadóttir. „Ábyrgðin er ríkari þar. Þau tóku tvo þriðju hluta nefndanna sem er í fyrsta skipti síðan 1986 sem það gerist. Að valdinu sé beitt með þeim hætti.“ Helga Vala, þingflokksformaður Samfylkingarinnar, telur málið á ábyrgð stjórnarflokkanna. vísir/vilhelm Stjórnarandstaðan á reyndar fjóra af níu nefndarmönnum í báðum þeim nefndum þar sem kynjahlutfallið er ójafnast. Ætlar ekki að víkjast undan ábyrgð Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, segir að formenn þingflokka muni ræða málið á næstu dögum og reyna að finna lausn á vandanum. Hann ætlast þó til að stjórnarandstaðan taki þátt í verkefninu. „Það er nú oft þannig að það er ætlast til þess að aðrir leysi hlutina og ef svo er þá er ég ekkert að víkjast undan því en þetta er auðvitað sameiginlegt verkefni þingsins í heild,“ segir Óli Björn Kárason. Og takist ekki að laga kynjahlutfallið svo allir verði sáttir verði svo að vera, þrátt fyrir að það stangist á við þingskapalög. „Við auðvitað verðum að skipa til verka eins og við teljum að nefndirnar séu best skipaðar. Ef að það þýðir í okkar huga að það séu fleiri konur en karlar þá verður svo að vera.“
Alþingi Jafnréttismál Sjálfstæðisflokkurinn Samfylkingin Mest lesið Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Erlent Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Innlent Fleiri fréttir Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Sjá meira