Innlent

Mikið að gera hjá björgunar­sveitum vegna ó­veðurs

Árni Sæberg skrifar
Plastplötur virðast hafa tekist á loft á Köllunarklettsvegi.
Plastplötur virðast hafa tekist á loft á Köllunarklettsvegi. Aðsend/Grétar Aðils

Rétt fyrir ellefu í morgun hófst óveðursvakt björgunarsveitamanna í Borgarnesi þegar tilkynnt um fok á þakplötum, þakklæðningum og lausamunum. Upp úr hádegi fóru tilkynningar að berast flestum björgunarsveitum á suðvesturhorni landsins.

Um klukkan tólf í dag tók veður að versna á suðvesturhorni landsins og bætti verulega í vind. Vindhraði hefur sums staðar náð fimmtíu metrum á sekúndu í hviðum.

Björgunarsveitir frá Kjalarnesi, Reykjavík, Grindavík, Suðurnesjum, Mosfellsbæ og Hafnarfirði hafa sinnt þónokkrum útköllum í dag að sögn upplýsingafulltrúa Landsbjargar.

„Í öllum tilfellum er um að ræða foktjón vegna óveðurs, þakklæðningar, girðingar, ruslatunnuskýli, garðskúr og aðrir lausamunir. Vinnuskúr fauk á hliðina í Mosfellsbæ og gámur að fjúka við höfnina í Grindavík,“ segir í tilkynningu.

Þá hvetur Landsbjörg fólk til að fara varlega og vera ekki á ferðinni að óþörfu á meðan mesta veðrið gengur yfir.

Svo virðist sem skilti skyndibitastaðarins Kfc í Reykjanesbæ hafi ekki staðist ágang roksins. Myndband af því má sjá hér að neðan.

Á samfélagsmiðlinum TikTok má sjá myndband af ruslagámi fjúka utan í bíl. 

@isleifureli

The wind has no chill

Oh No - Kreepa


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×