Alveg öruggt að omíkron-afbrigðið leynist hér á landi Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 2. desember 2021 11:35 Foto: Baldur Hrafnkell/Baldur Hrafnkell Jónsson Það er „alveg öruggt“ að omíkron-afbrigðið leynist hér á landi miðað við þær fregnir að einstaklingurinn sem greindist sýktur af þessu afbrigði kórónuveirunnar hafi ekki verið á ferð um útlönd. Þetta segir Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar í samtali við Vísi. Fyrsta tilfelli hins svokallaða omíkron-afbrigðis veirunnar var staðfest hér á landi í gær. Sá sem greindist með afbrigðið er fullbólusettur karlmaður sem liggur á Landspítalanum. Hafði hann þegið örvunarskammt fyrir skömmu. Viðkomandi hafði ekki verið á ferð um útlönd. Í frétt mbl.is kemur fram að ekki hafi verið sýnt fram á nein tengsl hans við útlönd. Allar líkur séu því á að hann hafi smitast hér á landi. „Það er alveg öruggt,“ segir Kári spurður um hvort að þetta þýði ekki að omíkron-afbrigðið leynist því hér á landi. Ekki auðvelt að sía út hvaðan það kom í gegnum raðgreiningu Aðspurður um hvort að raðgreining tilfellisins sem komið hafi hér upp hafi skilað einhverjum upplýsingum um uppruna þess segir Kári svo ekki vera. „Þessi omíkron-variant sem að við greindum hér í gær, hann er búinn að fara svo víða að það er ekki auðvelt að „filtera“ út hvaðan hann hefur komið. Við þurfum að gera það í gegnum upplýsingar í smitrakningu. Það eina sem ég get sagt þér að þetta er omíkron með þessar sérstöku stökkbreytingar í erfðavísum sem býr til s-prótein eða eggjahvítuefni sem bindur veiruna við frumuna,“ segir Kári. Hann var gestur í Sprengisandi á Bylgjunni um helgina þar sem Kári sagði að það skorti gögn til þess að fullyrða um hvort að omíkron-afbrigðið væru hættulegra en önnur afbrigði. Ekkert hefur breyst í þeim efnum að mati Kára. „Við vitum ekki hvort hann er smitnæmari, við vitum ekki hvort hann er skaðmeiri. Við vitum ekki hvort hann á auðveldara með að smeygja sér framhjá ónæmiskerfinu. Annað en að hann lítur ógnvekjandi út,“ segir Kári. Fylgjast þurfi þó vandlega með þróun mála. „Ég er að segja að það eru engin gögn til þess að byggja á annað en það er þörf á því að fylgjast með.“ Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sagði í viðtali við Vísi fyrr í dag að einhverjar vísbendingar væru um að omíkrón-afbrigðið væri meira smitandi en delta-afbrigðið, þó ekkert væri alveg í hendi með það. Þá væru engar vísbendingar um að afbrigðinu fylgdi alvarlegri sjúkdómur. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vísindi Tengdar fréttir 136 greindust smitaðir innanlands í gær 136 greindust smitaðir af kórónuveirunni innanlands í gær. 73, eða 53 prósent, voru utan sóttkvíar við greiningu en 63, eða um 47 prósent í sóttkví. 2. desember 2021 10:54 Líst hvorki á bólusetningaskyldu né -passa Það er löngu komin „sóttþreyta“ í þjóðina og misjafnar skoðanir uppi á ágæti sóttvarnaaðgerða. Það er hins vegar mikilvægt að halda upplýstri umræðu áfram og hvetja fólk til að þiggja bólusetningu, þar sem vonir eru bundnar við að svokallaður örvunarskammtur muni veita aukna vörn til lengri tíma. 2. desember 2021 06:21 Omikron-smitið staðfest og sá smitaði á Landspítala Búið er að staðfesta að sjúklingur á Landspítalanum er smitaður af Omíkron-afbrigði kórónuveirunnar. Ekki er vitað hvar viðkomandi smitaðist en hann hafði ekki verið í útlöndum. 1. desember 2021 22:20 Sá sem greindist smitaður af omíkron nýbúinn að fá örvunarskammt Sóttvarnalæknir segir ekki koma á óvart að omíkron-afbrigði kórónuveirunnar hafi greinst hér á landi. Nú þurfi hins vegar að bíða svara við spurningunni hvort bólusetningin gegn Covid-19 verndi fólk gegn þessu nýja afbrigði veirunnar. 2. desember 2021 11:10 Mest lesið Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Viðskipti innlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Erlent Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Erlent Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Innlent Fleiri fréttir Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Sjá meira
Þetta segir Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar í samtali við Vísi. Fyrsta tilfelli hins svokallaða omíkron-afbrigðis veirunnar var staðfest hér á landi í gær. Sá sem greindist með afbrigðið er fullbólusettur karlmaður sem liggur á Landspítalanum. Hafði hann þegið örvunarskammt fyrir skömmu. Viðkomandi hafði ekki verið á ferð um útlönd. Í frétt mbl.is kemur fram að ekki hafi verið sýnt fram á nein tengsl hans við útlönd. Allar líkur séu því á að hann hafi smitast hér á landi. „Það er alveg öruggt,“ segir Kári spurður um hvort að þetta þýði ekki að omíkron-afbrigðið leynist því hér á landi. Ekki auðvelt að sía út hvaðan það kom í gegnum raðgreiningu Aðspurður um hvort að raðgreining tilfellisins sem komið hafi hér upp hafi skilað einhverjum upplýsingum um uppruna þess segir Kári svo ekki vera. „Þessi omíkron-variant sem að við greindum hér í gær, hann er búinn að fara svo víða að það er ekki auðvelt að „filtera“ út hvaðan hann hefur komið. Við þurfum að gera það í gegnum upplýsingar í smitrakningu. Það eina sem ég get sagt þér að þetta er omíkron með þessar sérstöku stökkbreytingar í erfðavísum sem býr til s-prótein eða eggjahvítuefni sem bindur veiruna við frumuna,“ segir Kári. Hann var gestur í Sprengisandi á Bylgjunni um helgina þar sem Kári sagði að það skorti gögn til þess að fullyrða um hvort að omíkron-afbrigðið væru hættulegra en önnur afbrigði. Ekkert hefur breyst í þeim efnum að mati Kára. „Við vitum ekki hvort hann er smitnæmari, við vitum ekki hvort hann er skaðmeiri. Við vitum ekki hvort hann á auðveldara með að smeygja sér framhjá ónæmiskerfinu. Annað en að hann lítur ógnvekjandi út,“ segir Kári. Fylgjast þurfi þó vandlega með þróun mála. „Ég er að segja að það eru engin gögn til þess að byggja á annað en það er þörf á því að fylgjast með.“ Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sagði í viðtali við Vísi fyrr í dag að einhverjar vísbendingar væru um að omíkrón-afbrigðið væri meira smitandi en delta-afbrigðið, þó ekkert væri alveg í hendi með það. Þá væru engar vísbendingar um að afbrigðinu fylgdi alvarlegri sjúkdómur.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vísindi Tengdar fréttir 136 greindust smitaðir innanlands í gær 136 greindust smitaðir af kórónuveirunni innanlands í gær. 73, eða 53 prósent, voru utan sóttkvíar við greiningu en 63, eða um 47 prósent í sóttkví. 2. desember 2021 10:54 Líst hvorki á bólusetningaskyldu né -passa Það er löngu komin „sóttþreyta“ í þjóðina og misjafnar skoðanir uppi á ágæti sóttvarnaaðgerða. Það er hins vegar mikilvægt að halda upplýstri umræðu áfram og hvetja fólk til að þiggja bólusetningu, þar sem vonir eru bundnar við að svokallaður örvunarskammtur muni veita aukna vörn til lengri tíma. 2. desember 2021 06:21 Omikron-smitið staðfest og sá smitaði á Landspítala Búið er að staðfesta að sjúklingur á Landspítalanum er smitaður af Omíkron-afbrigði kórónuveirunnar. Ekki er vitað hvar viðkomandi smitaðist en hann hafði ekki verið í útlöndum. 1. desember 2021 22:20 Sá sem greindist smitaður af omíkron nýbúinn að fá örvunarskammt Sóttvarnalæknir segir ekki koma á óvart að omíkron-afbrigði kórónuveirunnar hafi greinst hér á landi. Nú þurfi hins vegar að bíða svara við spurningunni hvort bólusetningin gegn Covid-19 verndi fólk gegn þessu nýja afbrigði veirunnar. 2. desember 2021 11:10 Mest lesið Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Viðskipti innlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Erlent Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Erlent Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Innlent Fleiri fréttir Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Sjá meira
136 greindust smitaðir innanlands í gær 136 greindust smitaðir af kórónuveirunni innanlands í gær. 73, eða 53 prósent, voru utan sóttkvíar við greiningu en 63, eða um 47 prósent í sóttkví. 2. desember 2021 10:54
Líst hvorki á bólusetningaskyldu né -passa Það er löngu komin „sóttþreyta“ í þjóðina og misjafnar skoðanir uppi á ágæti sóttvarnaaðgerða. Það er hins vegar mikilvægt að halda upplýstri umræðu áfram og hvetja fólk til að þiggja bólusetningu, þar sem vonir eru bundnar við að svokallaður örvunarskammtur muni veita aukna vörn til lengri tíma. 2. desember 2021 06:21
Omikron-smitið staðfest og sá smitaði á Landspítala Búið er að staðfesta að sjúklingur á Landspítalanum er smitaður af Omíkron-afbrigði kórónuveirunnar. Ekki er vitað hvar viðkomandi smitaðist en hann hafði ekki verið í útlöndum. 1. desember 2021 22:20
Sá sem greindist smitaður af omíkron nýbúinn að fá örvunarskammt Sóttvarnalæknir segir ekki koma á óvart að omíkron-afbrigði kórónuveirunnar hafi greinst hér á landi. Nú þurfi hins vegar að bíða svara við spurningunni hvort bólusetningin gegn Covid-19 verndi fólk gegn þessu nýja afbrigði veirunnar. 2. desember 2021 11:10