Alveg öruggt að omíkron-afbrigðið leynist hér á landi Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 2. desember 2021 11:35 Foto: Baldur Hrafnkell/Baldur Hrafnkell Jónsson Það er „alveg öruggt“ að omíkron-afbrigðið leynist hér á landi miðað við þær fregnir að einstaklingurinn sem greindist sýktur af þessu afbrigði kórónuveirunnar hafi ekki verið á ferð um útlönd. Þetta segir Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar í samtali við Vísi. Fyrsta tilfelli hins svokallaða omíkron-afbrigðis veirunnar var staðfest hér á landi í gær. Sá sem greindist með afbrigðið er fullbólusettur karlmaður sem liggur á Landspítalanum. Hafði hann þegið örvunarskammt fyrir skömmu. Viðkomandi hafði ekki verið á ferð um útlönd. Í frétt mbl.is kemur fram að ekki hafi verið sýnt fram á nein tengsl hans við útlönd. Allar líkur séu því á að hann hafi smitast hér á landi. „Það er alveg öruggt,“ segir Kári spurður um hvort að þetta þýði ekki að omíkron-afbrigðið leynist því hér á landi. Ekki auðvelt að sía út hvaðan það kom í gegnum raðgreiningu Aðspurður um hvort að raðgreining tilfellisins sem komið hafi hér upp hafi skilað einhverjum upplýsingum um uppruna þess segir Kári svo ekki vera. „Þessi omíkron-variant sem að við greindum hér í gær, hann er búinn að fara svo víða að það er ekki auðvelt að „filtera“ út hvaðan hann hefur komið. Við þurfum að gera það í gegnum upplýsingar í smitrakningu. Það eina sem ég get sagt þér að þetta er omíkron með þessar sérstöku stökkbreytingar í erfðavísum sem býr til s-prótein eða eggjahvítuefni sem bindur veiruna við frumuna,“ segir Kári. Hann var gestur í Sprengisandi á Bylgjunni um helgina þar sem Kári sagði að það skorti gögn til þess að fullyrða um hvort að omíkron-afbrigðið væru hættulegra en önnur afbrigði. Ekkert hefur breyst í þeim efnum að mati Kára. „Við vitum ekki hvort hann er smitnæmari, við vitum ekki hvort hann er skaðmeiri. Við vitum ekki hvort hann á auðveldara með að smeygja sér framhjá ónæmiskerfinu. Annað en að hann lítur ógnvekjandi út,“ segir Kári. Fylgjast þurfi þó vandlega með þróun mála. „Ég er að segja að það eru engin gögn til þess að byggja á annað en það er þörf á því að fylgjast með.“ Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sagði í viðtali við Vísi fyrr í dag að einhverjar vísbendingar væru um að omíkrón-afbrigðið væri meira smitandi en delta-afbrigðið, þó ekkert væri alveg í hendi með það. Þá væru engar vísbendingar um að afbrigðinu fylgdi alvarlegri sjúkdómur. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vísindi Tengdar fréttir 136 greindust smitaðir innanlands í gær 136 greindust smitaðir af kórónuveirunni innanlands í gær. 73, eða 53 prósent, voru utan sóttkvíar við greiningu en 63, eða um 47 prósent í sóttkví. 2. desember 2021 10:54 Líst hvorki á bólusetningaskyldu né -passa Það er löngu komin „sóttþreyta“ í þjóðina og misjafnar skoðanir uppi á ágæti sóttvarnaaðgerða. Það er hins vegar mikilvægt að halda upplýstri umræðu áfram og hvetja fólk til að þiggja bólusetningu, þar sem vonir eru bundnar við að svokallaður örvunarskammtur muni veita aukna vörn til lengri tíma. 2. desember 2021 06:21 Omikron-smitið staðfest og sá smitaði á Landspítala Búið er að staðfesta að sjúklingur á Landspítalanum er smitaður af Omíkron-afbrigði kórónuveirunnar. Ekki er vitað hvar viðkomandi smitaðist en hann hafði ekki verið í útlöndum. 1. desember 2021 22:20 Sá sem greindist smitaður af omíkron nýbúinn að fá örvunarskammt Sóttvarnalæknir segir ekki koma á óvart að omíkron-afbrigði kórónuveirunnar hafi greinst hér á landi. Nú þurfi hins vegar að bíða svara við spurningunni hvort bólusetningin gegn Covid-19 verndi fólk gegn þessu nýja afbrigði veirunnar. 2. desember 2021 11:10 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Erlent Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Fleiri fréttir Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku Sjá meira
Þetta segir Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar í samtali við Vísi. Fyrsta tilfelli hins svokallaða omíkron-afbrigðis veirunnar var staðfest hér á landi í gær. Sá sem greindist með afbrigðið er fullbólusettur karlmaður sem liggur á Landspítalanum. Hafði hann þegið örvunarskammt fyrir skömmu. Viðkomandi hafði ekki verið á ferð um útlönd. Í frétt mbl.is kemur fram að ekki hafi verið sýnt fram á nein tengsl hans við útlönd. Allar líkur séu því á að hann hafi smitast hér á landi. „Það er alveg öruggt,“ segir Kári spurður um hvort að þetta þýði ekki að omíkron-afbrigðið leynist því hér á landi. Ekki auðvelt að sía út hvaðan það kom í gegnum raðgreiningu Aðspurður um hvort að raðgreining tilfellisins sem komið hafi hér upp hafi skilað einhverjum upplýsingum um uppruna þess segir Kári svo ekki vera. „Þessi omíkron-variant sem að við greindum hér í gær, hann er búinn að fara svo víða að það er ekki auðvelt að „filtera“ út hvaðan hann hefur komið. Við þurfum að gera það í gegnum upplýsingar í smitrakningu. Það eina sem ég get sagt þér að þetta er omíkron með þessar sérstöku stökkbreytingar í erfðavísum sem býr til s-prótein eða eggjahvítuefni sem bindur veiruna við frumuna,“ segir Kári. Hann var gestur í Sprengisandi á Bylgjunni um helgina þar sem Kári sagði að það skorti gögn til þess að fullyrða um hvort að omíkron-afbrigðið væru hættulegra en önnur afbrigði. Ekkert hefur breyst í þeim efnum að mati Kára. „Við vitum ekki hvort hann er smitnæmari, við vitum ekki hvort hann er skaðmeiri. Við vitum ekki hvort hann á auðveldara með að smeygja sér framhjá ónæmiskerfinu. Annað en að hann lítur ógnvekjandi út,“ segir Kári. Fylgjast þurfi þó vandlega með þróun mála. „Ég er að segja að það eru engin gögn til þess að byggja á annað en það er þörf á því að fylgjast með.“ Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sagði í viðtali við Vísi fyrr í dag að einhverjar vísbendingar væru um að omíkrón-afbrigðið væri meira smitandi en delta-afbrigðið, þó ekkert væri alveg í hendi með það. Þá væru engar vísbendingar um að afbrigðinu fylgdi alvarlegri sjúkdómur.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vísindi Tengdar fréttir 136 greindust smitaðir innanlands í gær 136 greindust smitaðir af kórónuveirunni innanlands í gær. 73, eða 53 prósent, voru utan sóttkvíar við greiningu en 63, eða um 47 prósent í sóttkví. 2. desember 2021 10:54 Líst hvorki á bólusetningaskyldu né -passa Það er löngu komin „sóttþreyta“ í þjóðina og misjafnar skoðanir uppi á ágæti sóttvarnaaðgerða. Það er hins vegar mikilvægt að halda upplýstri umræðu áfram og hvetja fólk til að þiggja bólusetningu, þar sem vonir eru bundnar við að svokallaður örvunarskammtur muni veita aukna vörn til lengri tíma. 2. desember 2021 06:21 Omikron-smitið staðfest og sá smitaði á Landspítala Búið er að staðfesta að sjúklingur á Landspítalanum er smitaður af Omíkron-afbrigði kórónuveirunnar. Ekki er vitað hvar viðkomandi smitaðist en hann hafði ekki verið í útlöndum. 1. desember 2021 22:20 Sá sem greindist smitaður af omíkron nýbúinn að fá örvunarskammt Sóttvarnalæknir segir ekki koma á óvart að omíkron-afbrigði kórónuveirunnar hafi greinst hér á landi. Nú þurfi hins vegar að bíða svara við spurningunni hvort bólusetningin gegn Covid-19 verndi fólk gegn þessu nýja afbrigði veirunnar. 2. desember 2021 11:10 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Erlent Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Fleiri fréttir Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku Sjá meira
136 greindust smitaðir innanlands í gær 136 greindust smitaðir af kórónuveirunni innanlands í gær. 73, eða 53 prósent, voru utan sóttkvíar við greiningu en 63, eða um 47 prósent í sóttkví. 2. desember 2021 10:54
Líst hvorki á bólusetningaskyldu né -passa Það er löngu komin „sóttþreyta“ í þjóðina og misjafnar skoðanir uppi á ágæti sóttvarnaaðgerða. Það er hins vegar mikilvægt að halda upplýstri umræðu áfram og hvetja fólk til að þiggja bólusetningu, þar sem vonir eru bundnar við að svokallaður örvunarskammtur muni veita aukna vörn til lengri tíma. 2. desember 2021 06:21
Omikron-smitið staðfest og sá smitaði á Landspítala Búið er að staðfesta að sjúklingur á Landspítalanum er smitaður af Omíkron-afbrigði kórónuveirunnar. Ekki er vitað hvar viðkomandi smitaðist en hann hafði ekki verið í útlöndum. 1. desember 2021 22:20
Sá sem greindist smitaður af omíkron nýbúinn að fá örvunarskammt Sóttvarnalæknir segir ekki koma á óvart að omíkron-afbrigði kórónuveirunnar hafi greinst hér á landi. Nú þurfi hins vegar að bíða svara við spurningunni hvort bólusetningin gegn Covid-19 verndi fólk gegn þessu nýja afbrigði veirunnar. 2. desember 2021 11:10