Þurfti að draga þrisvar í sæti vegna klúðurs Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 1. desember 2021 14:24 Birgir Ármannsson klúðraði úthlutun sæta þingmanna tvisvar. Vísir/Vilhelm Birgir Ármannsson, sem kjörinn var forseti Alþingis í dag, klúðraði hlutun þingmanna í sæti á Alþingi tvisvar í dag. Hann þurfti því að vísa þingmönnum tvisvar úr salnum og gera nokkrar tilraunir til að ná röðuninni réttri. Eftir að hafa dregið í sæti fyrir formenn flokkanna, sem ekki hlutu ráðherrastól, og sæti fyrir þingflokksformenn uppgötvaði Birgir að hann væri ekki að draga sætanúmer úr réttum kassa. „Háttvirtir þingmenn eru beðnir afsökunar á því að í þessu flókna hlutaveltufyrirkomulagi hefur forseta orðið á þau mistök að draga kúlur úr röngum kassa,“ sagði Birgir og uppskar hlátur þingmanna. Birgir uppskar hlátrasköll þegar hann klúðraði úthlutuninni.Vísir/Vilhelm „Þannig að það stendur sem áður lá fyrir með formenn stjórnmálaflokka en nú þarf að draga að nýju um sæti formanna þingflokka. Það var eitthvað í þessu sem ekki passaði.“ Og svo byrjaði hann aftur að hluta til sætum til formanna þingflokka. Þegar því var lokið fór hann að draga í sæti fyrir aðra þingmenn, sem var gert í stafrófsröð. Þegar kom að Birni Leví Gunnarssyni, sem fékk úthlutað sæti númer 10, kom í ljós að Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni hafði þegar verið úthlutað sætinu. „Forseti biður þingmenn að hinkra andartak á meðan athugað er með bókhaldið,“ sagði Birgir þá og enn fleiri hlógu. „Þar sem hefur orðið ruglingur á kúlum í kassanum þá ætlar forseti að gera hlé á þessum fundi í fimm mínútur þannig að hægt sé að leiðrétta þennan misskilning.“ Úthlutunin tókst svo í þriðja skiptið og hafa allir þingmenn nú fengið úthlutað þingsæti. Hér að neðan má sjá bút af klúðrinu: Klippa: Klúður í úthlutun sæta á Alþingi Alþingi Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Fleiri fréttir Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Sjá meira
Eftir að hafa dregið í sæti fyrir formenn flokkanna, sem ekki hlutu ráðherrastól, og sæti fyrir þingflokksformenn uppgötvaði Birgir að hann væri ekki að draga sætanúmer úr réttum kassa. „Háttvirtir þingmenn eru beðnir afsökunar á því að í þessu flókna hlutaveltufyrirkomulagi hefur forseta orðið á þau mistök að draga kúlur úr röngum kassa,“ sagði Birgir og uppskar hlátur þingmanna. Birgir uppskar hlátrasköll þegar hann klúðraði úthlutuninni.Vísir/Vilhelm „Þannig að það stendur sem áður lá fyrir með formenn stjórnmálaflokka en nú þarf að draga að nýju um sæti formanna þingflokka. Það var eitthvað í þessu sem ekki passaði.“ Og svo byrjaði hann aftur að hluta til sætum til formanna þingflokka. Þegar því var lokið fór hann að draga í sæti fyrir aðra þingmenn, sem var gert í stafrófsröð. Þegar kom að Birni Leví Gunnarssyni, sem fékk úthlutað sæti númer 10, kom í ljós að Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni hafði þegar verið úthlutað sætinu. „Forseti biður þingmenn að hinkra andartak á meðan athugað er með bókhaldið,“ sagði Birgir þá og enn fleiri hlógu. „Þar sem hefur orðið ruglingur á kúlum í kassanum þá ætlar forseti að gera hlé á þessum fundi í fimm mínútur þannig að hægt sé að leiðrétta þennan misskilning.“ Úthlutunin tókst svo í þriðja skiptið og hafa allir þingmenn nú fengið úthlutað þingsæti. Hér að neðan má sjá bút af klúðrinu: Klippa: Klúður í úthlutun sæta á Alþingi
Alþingi Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Fleiri fréttir Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Sjá meira