Innlent

Talinn hafa axlarbrotnað er lítil rúta valt

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Frá slysstað.
Frá slysstað. Aðsend

Talið er einn farþegi í lítilli rútu hafi beinbrotnað er rútan rann út af veginum og valt á þjóðvegi 1 skammt frá Vík í Mýrdal.

Slysið átti sér stað við Skagnes, nokkra kílómetra frá Vík. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Suðurlandi voru tildrög slyssins þau að rútan rann út af veginum og valt á aðra hliðina.

Einn var fluttur á sjúkrahús til aðhlynningar en talið var að viðkomandi hafi axlarbrotnað í veltunni.

Aðrir farþegar sluppu ómeiddir frá veltunni en töluverð hálka og krapi er á þjóðveginum við Vík. 

Myndband frá aðstæðum á vettvangi má sjá að neðan.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×