Sérstök ástæða til að fara varlega vegna omíkron Sunna Sæmundsdóttir skrifar 30. nóvember 2021 12:04 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir vísir/vilhelm Sóttvarnalæknir segir tilefni til þess að fara áfram varlega þrátt fyrir að bylgjan sé á hægri niðurleið en núgildandi takmarkanir renna út í næstu viku. Sérstök ástæða sé til þess vegna óvissu um nýja omíkron afbrigðið. Hundrað og fimmtán greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Um helmingur þeirra sem greindust í gær, eða sextíu og sex, voru utan sóttkvíar við greiningu. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir bylgjuna á hægri niðurleið og að nýjar hópsýkingar hafi ekki verið að koma upp. Núgildandi takmarkanir gilda til 8. desember eða næsta miðvikudags. Þórólfur segist ekki tilbúinn að ræða það sem tekur við og gildir því væntanlega yfir hátíðarnar. Tillögurnar séu í skoðun. „Það er mikil uppsveifla í nálægum löndum. Danir eru til dæmis með töluvert fleiri tilfelli en við og það er komið verulegt álag á spítalakerfið hjá þeim. Þannig ég held að við ættum að prísa okkur sæl með að vera í niðursveiflu núna og held að við ættum ekki að glutra því niður. Sérstaklega í ljósi þess að við vitum ekki alveg með þetta nýja afbrigði,“ segir Þórólfur. Of snemmt er að segja til um varnir bóluefna gegn nýja afbrigðinu að mati sóttvarnalæknirvísir/vilhelm Í viðtali við Financial Times viðrar framkvæmdastjóri bóluefnaframleiðandans Moderna áhyggjur af því að bóluefni muni ekki virka jafn vel gegn omíkron afbrigðinu og að mögulega þurfi að breyta þeim. Þórólfur telur of snemmt að segja um þetta. „Og sömuleiðis um veikindi og einkenni. Það hefur allavega ekki verið tilkynnt um alvarleg veikindi af völdum þessa afbrigðis. En ég held að næstu tvær vikurnar munum við fá betri upplýsingar um afbrigðið og hvar við stöndum gagnvart því.“ Þórólfur segir að skoða þurfi nálgunina á landamærunum í ljósi gagna um nýja afbrigðið.vísir/vilhelm Omíkron afbrigðið hefur enn ekki greinst hér á landi og Þórólfur segir koma í ljós hvort grípa þurfi til harðari aðgerða á landamærunum. Þá verði litið til fyrri aðgerða. „Ég er ný kominn af fundi með heilbrigðis- og öryggismálaráði Evrópu og flestar þjóðir eru að kalla eftir harðari aðgerðum á þeirra landamærunum varðandi skimanir og að krefja fólk sem er að ferðast um neikvætt próf áður en það kemur. Þetta er það sem við erum að gera núna. Nánast allir þurfa að framvísa neikvæðu prófi nema þeir fari í próf við komu. Þannig við erum með þokkalega góðar aðgerðir en þurfum að skoða þegar fram í sækir hvort það þurfi að breyta um nálgun til þess að varna því að þetta nýja afbrigði komi inn,“ segir Þórólfur. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Fleiri fréttir Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Sjá meira
Um helmingur þeirra sem greindust í gær, eða sextíu og sex, voru utan sóttkvíar við greiningu. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir bylgjuna á hægri niðurleið og að nýjar hópsýkingar hafi ekki verið að koma upp. Núgildandi takmarkanir gilda til 8. desember eða næsta miðvikudags. Þórólfur segist ekki tilbúinn að ræða það sem tekur við og gildir því væntanlega yfir hátíðarnar. Tillögurnar séu í skoðun. „Það er mikil uppsveifla í nálægum löndum. Danir eru til dæmis með töluvert fleiri tilfelli en við og það er komið verulegt álag á spítalakerfið hjá þeim. Þannig ég held að við ættum að prísa okkur sæl með að vera í niðursveiflu núna og held að við ættum ekki að glutra því niður. Sérstaklega í ljósi þess að við vitum ekki alveg með þetta nýja afbrigði,“ segir Þórólfur. Of snemmt er að segja til um varnir bóluefna gegn nýja afbrigðinu að mati sóttvarnalæknirvísir/vilhelm Í viðtali við Financial Times viðrar framkvæmdastjóri bóluefnaframleiðandans Moderna áhyggjur af því að bóluefni muni ekki virka jafn vel gegn omíkron afbrigðinu og að mögulega þurfi að breyta þeim. Þórólfur telur of snemmt að segja um þetta. „Og sömuleiðis um veikindi og einkenni. Það hefur allavega ekki verið tilkynnt um alvarleg veikindi af völdum þessa afbrigðis. En ég held að næstu tvær vikurnar munum við fá betri upplýsingar um afbrigðið og hvar við stöndum gagnvart því.“ Þórólfur segir að skoða þurfi nálgunina á landamærunum í ljósi gagna um nýja afbrigðið.vísir/vilhelm Omíkron afbrigðið hefur enn ekki greinst hér á landi og Þórólfur segir koma í ljós hvort grípa þurfi til harðari aðgerða á landamærunum. Þá verði litið til fyrri aðgerða. „Ég er ný kominn af fundi með heilbrigðis- og öryggismálaráði Evrópu og flestar þjóðir eru að kalla eftir harðari aðgerðum á þeirra landamærunum varðandi skimanir og að krefja fólk sem er að ferðast um neikvætt próf áður en það kemur. Þetta er það sem við erum að gera núna. Nánast allir þurfa að framvísa neikvæðu prófi nema þeir fari í próf við komu. Þannig við erum með þokkalega góðar aðgerðir en þurfum að skoða þegar fram í sækir hvort það þurfi að breyta um nálgun til þess að varna því að þetta nýja afbrigði komi inn,“ segir Þórólfur.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Fleiri fréttir Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Sjá meira