Sérstök ástæða til að fara varlega vegna omíkron Sunna Sæmundsdóttir skrifar 30. nóvember 2021 12:04 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir vísir/vilhelm Sóttvarnalæknir segir tilefni til þess að fara áfram varlega þrátt fyrir að bylgjan sé á hægri niðurleið en núgildandi takmarkanir renna út í næstu viku. Sérstök ástæða sé til þess vegna óvissu um nýja omíkron afbrigðið. Hundrað og fimmtán greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Um helmingur þeirra sem greindust í gær, eða sextíu og sex, voru utan sóttkvíar við greiningu. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir bylgjuna á hægri niðurleið og að nýjar hópsýkingar hafi ekki verið að koma upp. Núgildandi takmarkanir gilda til 8. desember eða næsta miðvikudags. Þórólfur segist ekki tilbúinn að ræða það sem tekur við og gildir því væntanlega yfir hátíðarnar. Tillögurnar séu í skoðun. „Það er mikil uppsveifla í nálægum löndum. Danir eru til dæmis með töluvert fleiri tilfelli en við og það er komið verulegt álag á spítalakerfið hjá þeim. Þannig ég held að við ættum að prísa okkur sæl með að vera í niðursveiflu núna og held að við ættum ekki að glutra því niður. Sérstaklega í ljósi þess að við vitum ekki alveg með þetta nýja afbrigði,“ segir Þórólfur. Of snemmt er að segja til um varnir bóluefna gegn nýja afbrigðinu að mati sóttvarnalæknirvísir/vilhelm Í viðtali við Financial Times viðrar framkvæmdastjóri bóluefnaframleiðandans Moderna áhyggjur af því að bóluefni muni ekki virka jafn vel gegn omíkron afbrigðinu og að mögulega þurfi að breyta þeim. Þórólfur telur of snemmt að segja um þetta. „Og sömuleiðis um veikindi og einkenni. Það hefur allavega ekki verið tilkynnt um alvarleg veikindi af völdum þessa afbrigðis. En ég held að næstu tvær vikurnar munum við fá betri upplýsingar um afbrigðið og hvar við stöndum gagnvart því.“ Þórólfur segir að skoða þurfi nálgunina á landamærunum í ljósi gagna um nýja afbrigðið.vísir/vilhelm Omíkron afbrigðið hefur enn ekki greinst hér á landi og Þórólfur segir koma í ljós hvort grípa þurfi til harðari aðgerða á landamærunum. Þá verði litið til fyrri aðgerða. „Ég er ný kominn af fundi með heilbrigðis- og öryggismálaráði Evrópu og flestar þjóðir eru að kalla eftir harðari aðgerðum á þeirra landamærunum varðandi skimanir og að krefja fólk sem er að ferðast um neikvætt próf áður en það kemur. Þetta er það sem við erum að gera núna. Nánast allir þurfa að framvísa neikvæðu prófi nema þeir fari í próf við komu. Þannig við erum með þokkalega góðar aðgerðir en þurfum að skoða þegar fram í sækir hvort það þurfi að breyta um nálgun til þess að varna því að þetta nýja afbrigði komi inn,“ segir Þórólfur. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Innlent Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Innlent Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Erlent Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Erlent Fleiri fréttir Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Sjá meira
Um helmingur þeirra sem greindust í gær, eða sextíu og sex, voru utan sóttkvíar við greiningu. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir bylgjuna á hægri niðurleið og að nýjar hópsýkingar hafi ekki verið að koma upp. Núgildandi takmarkanir gilda til 8. desember eða næsta miðvikudags. Þórólfur segist ekki tilbúinn að ræða það sem tekur við og gildir því væntanlega yfir hátíðarnar. Tillögurnar séu í skoðun. „Það er mikil uppsveifla í nálægum löndum. Danir eru til dæmis með töluvert fleiri tilfelli en við og það er komið verulegt álag á spítalakerfið hjá þeim. Þannig ég held að við ættum að prísa okkur sæl með að vera í niðursveiflu núna og held að við ættum ekki að glutra því niður. Sérstaklega í ljósi þess að við vitum ekki alveg með þetta nýja afbrigði,“ segir Þórólfur. Of snemmt er að segja til um varnir bóluefna gegn nýja afbrigðinu að mati sóttvarnalæknirvísir/vilhelm Í viðtali við Financial Times viðrar framkvæmdastjóri bóluefnaframleiðandans Moderna áhyggjur af því að bóluefni muni ekki virka jafn vel gegn omíkron afbrigðinu og að mögulega þurfi að breyta þeim. Þórólfur telur of snemmt að segja um þetta. „Og sömuleiðis um veikindi og einkenni. Það hefur allavega ekki verið tilkynnt um alvarleg veikindi af völdum þessa afbrigðis. En ég held að næstu tvær vikurnar munum við fá betri upplýsingar um afbrigðið og hvar við stöndum gagnvart því.“ Þórólfur segir að skoða þurfi nálgunina á landamærunum í ljósi gagna um nýja afbrigðið.vísir/vilhelm Omíkron afbrigðið hefur enn ekki greinst hér á landi og Þórólfur segir koma í ljós hvort grípa þurfi til harðari aðgerða á landamærunum. Þá verði litið til fyrri aðgerða. „Ég er ný kominn af fundi með heilbrigðis- og öryggismálaráði Evrópu og flestar þjóðir eru að kalla eftir harðari aðgerðum á þeirra landamærunum varðandi skimanir og að krefja fólk sem er að ferðast um neikvætt próf áður en það kemur. Þetta er það sem við erum að gera núna. Nánast allir þurfa að framvísa neikvæðu prófi nema þeir fari í próf við komu. Þannig við erum með þokkalega góðar aðgerðir en þurfum að skoða þegar fram í sækir hvort það þurfi að breyta um nálgun til þess að varna því að þetta nýja afbrigði komi inn,“ segir Þórólfur.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Innlent Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Innlent Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Erlent Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Erlent Fleiri fréttir Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Sjá meira