Lífið

Ragga Rix vann Rímna­flæði 2021

Árni Sæberg skrifar
Ragga Rix vann Rímnaflæði 2021.
Ragga Rix vann Rímnaflæði 2021. Gunnlaugur V. Guðmundsson

Ragga Rix stóð uppi sem sigurvegari Rímnaflæðis, rappkeppni unga fólksins, sem fór fram í kvöld. Hún flutti frumsamið lag sitt Mætt til leiks.

Ragnheiður Inga Matthíasdóttir, Ragga Rix, er þrettán ára Akureyringur sem keppti fyrir hönd félagsmiðstöðvarinnar Tróju.

Í öðru sæti var Þorsteinn Michael Guðbjargarson frá félagsmiðstöðinni Þrumunni í Grindavík með lagið sitt Lil Stony. 

George Ari Devos Kzoba úr félagsmiðstöðinni Gleðibankanum í Reykjavík hlaut titilinn Efnilegasti rapparinn 2021.

Rímnaflæði hefur verið haldið frá árinu 1999 en í ár, líkt og í fyrra, fór keppnin alfarið fram á netinu sökum aðstæðna í samfélaginu. Keppnin fór fram í samstarfi við UngRúv þar sem atriðin voru sýnd og netkosning fór fram.

„Það er ljóst að framtíðin í rappinu er björt og eru margir efnilegir rapparar að stíga sín fyrstu skref,“ segir í tilkynningu Samfés, sem heldur keppninni úti.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.