Jólin verða blótuð undir berum himni Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 30. nóvember 2021 07:00 Alda Vala er goði hjá Ásatrúarfélaginu. vísir/rúnar Jólin verða blótuð undir berum himni af Ásatrúarmönnum í ár í glænýju hofi trúfélagsins. Þó hofið sé ekki alveg tilbúið enn verður það loksins tekið í notkun fyrir hátíðirnar eftir framkvæmdir sem hafa tafist um nokkur ár. „Já, við erum komin svo langt að við erum að koma okkur fyrir hér með félagsaðstöðu með bráðabirgðabyggingu í bili en hérna stefnum við að því að reyna að halda jólablótið okkar sem er á vetrarsólstöðunum núna 21. desember,” segir Alda Vala Ásdísardóttir goði. Fyrsta skóflustungan að nýju hofi Ásatrúarfélagsins var tekni árið 2015. Það átti að verða tekið í notkun ári síðar en framkvæmdin hefur tafist verulega og farið fram úr kostnaðaráætlun. Byggingin verður ansi tilkomumikil inni í miðri Öskjuhlíðinni.aðsend Hofið sjálft, þar sem trúarathafnir ásatrúarmanna fara fram, er þó tilbúið þó það vanti reyndar vissulega þakið á hvelfinguna. „Þakið verður ekki komið. Hvelfingin verður ekki komin og hún kemur bara í náinni framtíð. Ég ætla ekki að ákveða hvenær. Eins og ég segi að við byggjum eftir því sem við eigum fyrir því og skuldum ekki neitt. Það er mottóið okkar í bili,“ segir Alda Vala. Hér sést inn í hvelfinguna en búið er að byggja allan grunn að hofinu og mun blótið fara fram þrátt fyrir þakleysið.aðsend Og í þetta fara félagsgjöld Ásatrúarmanna því að langmestu leyti. Þeim hefur fjölgað mjög síðustu ár og reyndar tífaldast á síðustu tuttugu árum; voru 515 árið 2001 en eru 5.118 í ár. Félagsmönnum hefur fjölgað mjög í Ásatrúarfélaginu á síðustu áratugum.vísir Hrafnarnir hafa tekið vel á móti Ásatrúarmönnum Þakleysi nýja hofsins stoppar Ásatrúarmenn þó ekki í blótskapnum. Það snjóar ansi mikið á okkur núna… „Ó, já. Þetta er bara merki um tímann fram undan. Við erum að fara inn í aðventu og við erum að fara inn í jólatímann og dimmasta tímann og við erum að fara með fallegri snjókomu hérna inn núna,“ segir goðinn. Og í þann mund fljúga hrafnar yfir höfðum okkar. Þeir hljóta að vera ykkur að skapi er það ekki? „Jú, það er okkur að skapi. Þeir hafa tekið á móti okkur alveg frá upphafi. Eru hérna í grenndinni og mikið líf í skóginum hérna í kring. Þannig við erum ansi nálægt náttúrunni hérna inni í miðri Reykjavík.“ Trúmál Jól Reykjavík Mest lesið Viðkvæmur friður þegar í hættu? Erlent Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Innlent Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Innlent Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Innlent Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Innlent Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Innlent Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Erlent Endurkaupaáætlun fyrir Grindvíkinga kynnt eftir áramót Innlent Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Innlent Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Innlent Fleiri fréttir Þurrt og bjart suðaustan til og stinningskaldi í kortunum Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Endurkaupaáætlun fyrir Grindvíkinga kynnt eftir áramót Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Lítill skjálfti við Ingólfsfjall Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Skora á stjórnvöld að beita sér fyrir styttri bið eftir geislameðferð Erlendir aðilar stofna fölsk íslensk lén í annarlegum tilgangi Rýnt í áhrif stóra vaxtamálsins Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Óútgefnum handritum stolið: Kallaði rithöfundinn skíthaus Loka fyrir kalt vatn í Salahverfi annað kvöld „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Minniháttar eldur í Nytjamarkaði á Selfossi Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Verkfall yfirvofandi hjá flugumferðarstjórum og stórbruni á Siglufirði Aftur á fjöllum og í veiði á fjórhjóli fyrir fólk með skerta hreyfigetu Átján ára veitti manni „langan og djúpan gapandi skurð“ Kókaín, MDMA og mikið magn ketamíns í Norrænu Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Meirihluti hlynntur aðskilnaði ríkis og kirkju Aldrei færri á móti olíuleit vegna náttúruverndarsjónarmiða „Aðstoðin verður að fá greiða leið inn á Gasa“ Eldur í nýbyggingu í Gufunesi Sjá meira
„Já, við erum komin svo langt að við erum að koma okkur fyrir hér með félagsaðstöðu með bráðabirgðabyggingu í bili en hérna stefnum við að því að reyna að halda jólablótið okkar sem er á vetrarsólstöðunum núna 21. desember,” segir Alda Vala Ásdísardóttir goði. Fyrsta skóflustungan að nýju hofi Ásatrúarfélagsins var tekni árið 2015. Það átti að verða tekið í notkun ári síðar en framkvæmdin hefur tafist verulega og farið fram úr kostnaðaráætlun. Byggingin verður ansi tilkomumikil inni í miðri Öskjuhlíðinni.aðsend Hofið sjálft, þar sem trúarathafnir ásatrúarmanna fara fram, er þó tilbúið þó það vanti reyndar vissulega þakið á hvelfinguna. „Þakið verður ekki komið. Hvelfingin verður ekki komin og hún kemur bara í náinni framtíð. Ég ætla ekki að ákveða hvenær. Eins og ég segi að við byggjum eftir því sem við eigum fyrir því og skuldum ekki neitt. Það er mottóið okkar í bili,“ segir Alda Vala. Hér sést inn í hvelfinguna en búið er að byggja allan grunn að hofinu og mun blótið fara fram þrátt fyrir þakleysið.aðsend Og í þetta fara félagsgjöld Ásatrúarmanna því að langmestu leyti. Þeim hefur fjölgað mjög síðustu ár og reyndar tífaldast á síðustu tuttugu árum; voru 515 árið 2001 en eru 5.118 í ár. Félagsmönnum hefur fjölgað mjög í Ásatrúarfélaginu á síðustu áratugum.vísir Hrafnarnir hafa tekið vel á móti Ásatrúarmönnum Þakleysi nýja hofsins stoppar Ásatrúarmenn þó ekki í blótskapnum. Það snjóar ansi mikið á okkur núna… „Ó, já. Þetta er bara merki um tímann fram undan. Við erum að fara inn í aðventu og við erum að fara inn í jólatímann og dimmasta tímann og við erum að fara með fallegri snjókomu hérna inn núna,“ segir goðinn. Og í þann mund fljúga hrafnar yfir höfðum okkar. Þeir hljóta að vera ykkur að skapi er það ekki? „Jú, það er okkur að skapi. Þeir hafa tekið á móti okkur alveg frá upphafi. Eru hérna í grenndinni og mikið líf í skóginum hérna í kring. Þannig við erum ansi nálægt náttúrunni hérna inni í miðri Reykjavík.“
Trúmál Jól Reykjavík Mest lesið Viðkvæmur friður þegar í hættu? Erlent Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Innlent Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Innlent Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Innlent Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Innlent Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Innlent Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Erlent Endurkaupaáætlun fyrir Grindvíkinga kynnt eftir áramót Innlent Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Innlent Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Innlent Fleiri fréttir Þurrt og bjart suðaustan til og stinningskaldi í kortunum Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Endurkaupaáætlun fyrir Grindvíkinga kynnt eftir áramót Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Lítill skjálfti við Ingólfsfjall Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Skora á stjórnvöld að beita sér fyrir styttri bið eftir geislameðferð Erlendir aðilar stofna fölsk íslensk lén í annarlegum tilgangi Rýnt í áhrif stóra vaxtamálsins Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Óútgefnum handritum stolið: Kallaði rithöfundinn skíthaus Loka fyrir kalt vatn í Salahverfi annað kvöld „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Minniháttar eldur í Nytjamarkaði á Selfossi Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Verkfall yfirvofandi hjá flugumferðarstjórum og stórbruni á Siglufirði Aftur á fjöllum og í veiði á fjórhjóli fyrir fólk með skerta hreyfigetu Átján ára veitti manni „langan og djúpan gapandi skurð“ Kókaín, MDMA og mikið magn ketamíns í Norrænu Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Meirihluti hlynntur aðskilnaði ríkis og kirkju Aldrei færri á móti olíuleit vegna náttúruverndarsjónarmiða „Aðstoðin verður að fá greiða leið inn á Gasa“ Eldur í nýbyggingu í Gufunesi Sjá meira