Innlent

Segist treysta engum betur í málið en Willum

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Svandís afhendir Willum lyklaspjald með mynd af honum á.
Svandís afhendir Willum lyklaspjald með mynd af honum á. Vísir/vilhelm

Svandís Svavarsdóttir fráfarandi heilbrigðisráðherra segist engum treysta betur til að taka við heilbrigðisráðuneytinu en Willum Þór Þórssyni, þingmanni Framsóknar. Willum segir gott að geta leitað í reynslubanka Svandísar.

„Þetta er hörkuverkefni en þú getur haft samband. Ég treysti engum betur en þér til að taka við þessu stóra ráðuneyti. Hér er harðsnúinn hópur af frábæru fólki. Gangi þér sem allra best,“ sagði Svandís þegar hún afhenti Willum lyklaspjald að ráðuneytinu klukkan níu í morgun.

Sú var tíðin að bókstaflegir lyklar skiptust um hendur. Nú eru það lyklaspjöld sem ganga ráðherra á milli. Svandís yfirgefur heilbrigðisráðuneytið eftir fjögur ár í ráðherrastóli og tekur við matvæla-, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu.

Willum er ráðherra í fyrsta skipti, segir áskorunina mikla en hann hafi ekki getað skorist undan henni.

„Þetta er algjörlega gagnkvæmt,“ segir Svandís um orð Willums.

„Mér líður best með það að fá að taka við af þér og eiga þig að.“

Nánar er fjallað um lyklaskiptin í ráðuneytunum í vaktinni á Vísi.


Tengdar fréttirAthugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.