Fótbolti

Fiskaði samherja sinn af velli í ótrúlegri atburðarás

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Patrik Sigurður lenti í útistöðum við samherja sinn og lág eftir í kjölfarið.
Patrik Sigurður lenti í útistöðum við samherja sinn og lág eftir í kjölfarið. Vikingfotball.no

Skrautlegt atvik átti sér stað á lokamínútu leiks Viking og Kristiansund í norsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag þar sem Patrik Sigurður Gunnarsson var í aðalhlutverki.

Slóvenski varnarmaðurinn David Brekalo fékk að líta rauða spjaldið frá dómara leiksins fyrir að hafa lent í útistöðum við Patrik Sigurð inn á vítateig Viking.

Það sem gerir atvikið sérstaklega skrautlegt er sú staðreynd að Brekalo og Patrik eru samherjar hjá Viking. 

Atburðarásina ótrúlegu má sjá á myndbandinu hér fyrir neðan og þar fær Patrik að heyra það frá norskum sjónvarpsmanni sem telur Patrik gera full mikið úr atvikinu.

Brekalo er 22 ára varnarmaður sem er tiltölulega nýgenginn í raðir Viking en hann hefur leikið sex leiki.

Sama má segja um Patrik sem er nýkominn inn í byrjunarlið Viking en hann hefur spilað síðustu fimm leiki liðsins. Patrik er á láni hjá Viking frá enska úrvalsdeildarliðinu Brentford.


Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.