Innlent

Stál­heppinn lottó­spilari hreppti tæpar 35 milljónir króna

Árni Sæberg skrifar
Lottóspilamennska borgaði sig í kvöld fyrir fimm heppna þátttakendur.
Lottóspilamennska borgaði sig í kvöld fyrir fimm heppna þátttakendur. Vísir/Vilhelm

Fyrsti vinningur upp á 34,8 milljónir króna gekk út í lottódrætti kvöldsins. Vinningsmiðinn var keyptur í Fjarðarkaupum í Hafnarfirði.

Vinningstölur kvöldsins voru 3, 14, 17, 21 og 25, bón­ustal­an var 38. Þetta segir í tilkynningu Íslenskrar getspár.

Þá unnu fjórir annan vinning og fellur þeim í skaut 154 þúsund krónur á mann.

Tveir áskrifendur féllu í lukkupottinn, einn sem keypti miða á vefsíð Lottósins og einn miðinn var keyptur á N1, Egilsstöðum.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×