Innlent

Starfs­maður smitaður á bráða­öldrunar­lækninga­deild í Foss­vogi

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Landspítali Fossvogi.
Landspítali Fossvogi. Vísir/Vilhelm

Starfsmaður bráðaöldrunarlækningadeildar B4 á Landspítalanum í Fossvogi hefur greinst með Covid-19. Deildin er í sóttkví og lokað hefur verið fyrir innlagnir, að því er segir í Facebook-færslu Landspítala.

Sýni voru tekin hjá öllum sjúklingum í gærkvöldi og svara að vænta í hádeginu. Þá verða sýni tekin hjá öllum starfsmönnum sem kunna að hafa verið útsettir fyrir hádegi.

Þeir starfsmenn og verktakar sem komu á deildina á mánudag eftir klukkan 15 og á þriðjudag milli klukkan 8 og 16 eru beðnir um að senda póst á rakning@landspitali.is.

„Um deild í sóttkví gildir að þar þarf að takmarka umgang eins og mögulegt er. Öll óþarfa umferð er bönnuð en allt sem er nauðsynlegt að gera er heimilt með notkun viðeigandi hlífðarbúnaðar. Búnaður ætti að vera til reiðu fyrir framan deildina. Hafið samband við starfsfólk áður en farið er inn,“ segir í færslunni.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.