Dagurinn snúist um að njóta með fjölskyldunni og vera þakklátur Fanndís Birna Logadóttir skrifar 25. nóvember 2021 23:00 Justin og Guðrún ásamt foreldrum þeirra beggja og tveimur dætrum. Vísir/Egill Þakkargjörðarhátíðin var haldin hátíðleg í dag og á morgun taka verslanir víða um land þátt í afsláttargleðinni sem fylgir Svörtum föstudegi. Um er að ræða einn stærsta verslunardag ársins og nýtur hann sífellt meiri vinsælda hér á landi. Svartur föstudagur fer fram á morgun og taka verslanir víða um land þátt í afsláttargleðinni. Um er að ræða einn stærsta verslunardag ársins og nýtur hann sífellt meiri vinsælda hér á landi. Dagurinn fer fram ár degi eftir þakkargjörðarhátíðina sem haldin er hátíðleg í Bandaríkjunum fjórða fimmtudag nóvembermánaðar ár hvert. Bandaríska verslunarhefðin hefur á undanförnum árum verið tekin upp í ýmsum löndum, þar á meðal á Íslandi. Þó nokkrar verslanir hafa tekið forskot á sæluna og byrjað að bjóða upp á tilboð fyrr í vikunni og halda jafnvel áfram fram yfir helgina. Hver verslunin á fætur annarri keppist nú við að laða fólk til sín og því hafa viðskiptavinir úr nægu að velja. Þrátt fyrir að Svartur föstudagur, og Stafrænn mánudagur sem fylgir eftir helgina, sé áberandi hér á landi virðast Íslendingar halda minna upp á Þakkargjörðarhátíðina sjálfa, sem tengist verslunardeginum órjúfanlegum böndum. Með árunum virðast þó fleiri vera meðvitaðir um hátíðina og er boðið upp á hátíðarkalkún víða í tilefni dagsins. Þá halda einhverjar fjölskyldur boð þar sem alls kyns kræsingar eru á boðstólum og er þar haldið meira í hefðirnar. Fara hringinn og segja hvað þau eru þakklát fyrir Justin Shouse og Guðrún Edda Sveinbjörnsdóttir eru meðal þeirra sem halda daginn hátíðlegan ár hvert en Justin er sjálfur frá Bandaríkjunum og þekkir því vel til hefðarinnar. Foreldrar hans náðu að fagna hátíðinni með fjölskyldunni en að sögn Justins er móðir hans aðalkokkurinn. Fjölskyldan tjaldaði öllu til í tilefni dagsins. Vísir/Egill „Við erum með kalkún, skinku, gular baunir og ostakartöflur, sem eru mjög mikilvægar fyrir okkar fjölskyldu, sæt kartöflumús, og mikil sósa, alltaf mikil sósa,“ segja Justin og Guðrún um hátíðarmatseðilinn þetta árið en þar að auki var að finna svokölluð djöflaegg, trönuberjasultu og eplasósu á boðstólum. Justin hefur ávalt haldið upp á Þakkargjörðina og gerir það yfirleitt með foreldrum sínum en þau náðu því ekki í fyrra og því tvöföld hátíð hjá þeim þetta árið. Íslendingar þekkja eflaust til Þakkargjörðarhátíðarinnar úr bíómyndum en þar má oftast sjá fólk fara hringinn áður en borðhald hefst til að fara yfir það sem hver og einn er þakklátur fyrir auk þess sem farið er með bæn. Að sögn Justins náðu kvikmyndirnar því rétt og er það einmitt þannig sem máltíðin hefst hjá fjölskyldunni. „Hjá okkur snýst þetta um fjölskyldu og góðan mat, vinir að koma saman og borða saman, bara að njóta dagsins, hafa gaman, og vera þakklátur. Það er bara mjög gaman að fagna því,“ segir Justin. Matur Bandaríkin Verslun Mest lesið Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Fleiri fréttir Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Sjá meira
Svartur föstudagur fer fram á morgun og taka verslanir víða um land þátt í afsláttargleðinni. Um er að ræða einn stærsta verslunardag ársins og nýtur hann sífellt meiri vinsælda hér á landi. Dagurinn fer fram ár degi eftir þakkargjörðarhátíðina sem haldin er hátíðleg í Bandaríkjunum fjórða fimmtudag nóvembermánaðar ár hvert. Bandaríska verslunarhefðin hefur á undanförnum árum verið tekin upp í ýmsum löndum, þar á meðal á Íslandi. Þó nokkrar verslanir hafa tekið forskot á sæluna og byrjað að bjóða upp á tilboð fyrr í vikunni og halda jafnvel áfram fram yfir helgina. Hver verslunin á fætur annarri keppist nú við að laða fólk til sín og því hafa viðskiptavinir úr nægu að velja. Þrátt fyrir að Svartur föstudagur, og Stafrænn mánudagur sem fylgir eftir helgina, sé áberandi hér á landi virðast Íslendingar halda minna upp á Þakkargjörðarhátíðina sjálfa, sem tengist verslunardeginum órjúfanlegum böndum. Með árunum virðast þó fleiri vera meðvitaðir um hátíðina og er boðið upp á hátíðarkalkún víða í tilefni dagsins. Þá halda einhverjar fjölskyldur boð þar sem alls kyns kræsingar eru á boðstólum og er þar haldið meira í hefðirnar. Fara hringinn og segja hvað þau eru þakklát fyrir Justin Shouse og Guðrún Edda Sveinbjörnsdóttir eru meðal þeirra sem halda daginn hátíðlegan ár hvert en Justin er sjálfur frá Bandaríkjunum og þekkir því vel til hefðarinnar. Foreldrar hans náðu að fagna hátíðinni með fjölskyldunni en að sögn Justins er móðir hans aðalkokkurinn. Fjölskyldan tjaldaði öllu til í tilefni dagsins. Vísir/Egill „Við erum með kalkún, skinku, gular baunir og ostakartöflur, sem eru mjög mikilvægar fyrir okkar fjölskyldu, sæt kartöflumús, og mikil sósa, alltaf mikil sósa,“ segja Justin og Guðrún um hátíðarmatseðilinn þetta árið en þar að auki var að finna svokölluð djöflaegg, trönuberjasultu og eplasósu á boðstólum. Justin hefur ávalt haldið upp á Þakkargjörðina og gerir það yfirleitt með foreldrum sínum en þau náðu því ekki í fyrra og því tvöföld hátíð hjá þeim þetta árið. Íslendingar þekkja eflaust til Þakkargjörðarhátíðarinnar úr bíómyndum en þar má oftast sjá fólk fara hringinn áður en borðhald hefst til að fara yfir það sem hver og einn er þakklátur fyrir auk þess sem farið er með bæn. Að sögn Justins náðu kvikmyndirnar því rétt og er það einmitt þannig sem máltíðin hefst hjá fjölskyldunni. „Hjá okkur snýst þetta um fjölskyldu og góðan mat, vinir að koma saman og borða saman, bara að njóta dagsins, hafa gaman, og vera þakklátur. Það er bara mjög gaman að fagna því,“ segir Justin.
Matur Bandaríkin Verslun Mest lesið Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Fleiri fréttir Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Sjá meira
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent