Dómsmálaráðherra setur greinargerð um Hjalteyrarmálið í forgang Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 25. nóvember 2021 19:57 Áslaug Arna bindur vonir við að kerfin svari betur ef sambærilegt mál kæmi upp í dag. Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra, hyggst setja greinargerð um Hjalteyrarmálið í forgang. Farin verði sú leið að vinna greinargerð um málið, enda hafi lagastoð skort fyrir rannsókn á málinu. Áslaug Arna segir að ferillinn liggi ekki nákvæmlega fyrir enda óljóst hvort að um vistheimili sé að ræða eða einfaldlega fósturheimili. Það verði því að fara fram nákvæm könnun á málinu innan ráðuneyta. „Þess vegna viljum við setja þetta í þennan farveg. Til að vita hvernig skilgreiningin á þessu heimili í rauninni var. Við erum auðvitað nýbúin að klára mikla vinnu varðandi greiðslu sanngirnisbóta fyrir þá sem urðu varanlega fyrir skaða á stofnunum fyrir fötluð börn,“ segir Áslaug Arna. Ítrekar að tekið verði á málinu Áslaug ítrekar að tekið verði á málinu og sett verði í forgang að finna út hvernig hægt er að svara ákallinu. Það ríki samstaða innan ríkistjórnarinnar og til standi að reyna að komast að niðurstöðu eins fljótt og unnt er. Hún segir miður að heyra að fólk hafi rekist á veggi innan kerfisins. „Við munum auðvitað reyna að flýta þeirri vinnu og það er miður að heyra að fólk hafi reynt og rekist á veggi í kerfinu. Lögin sem til voru um vistheimili, það var ekki heimild í þeim til að kanna aðstæður á einkaheimilum fólks þar sem börn voru vistuð. Það er spurning hvort Hjalteyri falli í einhvern nýjan flokk sem hefur ekki verið brugðist við áður. Þannig að þetta gæti verið stærra verkefni en einungis varðandi þetta tiltekna mál,“ segir Áslaug Arna. Áslaug var í viðtali í Reykjavík síðdegis en viðtalið má heyra í heild sinni hér að neðan. Barnaheimilið á Hjalteyri Stjórnsýsla Reykjavík síðdegis Vistheimili Hörgársveit Tengdar fréttir „Full ástæða til að fara yfir málefni Hjalteyrarheimilisins“ Forsætisráðherra bendir á að athugasemdir hafi verið gerðar nokkrum sinnum gegnum tíðina við Hjalteyrarheimilið án þess að hjónin þar hafi verið stöðvuð. Hún telur fulla ástæðu til að rannsaka heimilið eftir það sem nú er komið fram. Það sé þó dómsmálaráðuneytið sem ákveði að taka upp slíka rannsókn. 23. nóvember 2021 15:32 „Þetta var hreinasta helvíti“ Maður sem sætti miklu ofbeldi af hálfu hjóna sem ráku barnaheimili á Hjalteyri á áttunda áratug síðustu aldar segir stórundarlegt að hjónin hafi áfram fengið leyfi til að gæta barna í Garðabæ. Foreldrar barna sem voru með börn sín í vistun hjá þeim eru ósáttir við að Garðarbær hafi ekki stöðvað hjónin. 22. nóvember 2021 13:01 Martröðin á barnaheimilinu á Hjalteyri Kynferðislegt, líkamlegt og andlegt ofbeldi tíðkaðist árum saman gagnvart börnum sem dvöldu hjá hjónum sem ráku barnaheimili á Hjalteyri í Hörgársveit á áttunda áratug síðustu aldar. Fólk sem þar var sem börn hefur ítrekað, án árangurs, reynt að ná eyrum yfirvalda til að fá heimilið rannsakað. Prestar sem voru í barnaverndarnefndum á sínum tíma gáfu heimilinu samþykki sitt þrátt fyrir að hafa fengið ábendingar um að þar væri ekki allt með felldu. 21. nóvember 2021 19:56 Mest lesið Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Erlent Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Bíll í ljósum logum á Skaganum Innlent Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Innlent Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Sjá meira
Áslaug Arna segir að ferillinn liggi ekki nákvæmlega fyrir enda óljóst hvort að um vistheimili sé að ræða eða einfaldlega fósturheimili. Það verði því að fara fram nákvæm könnun á málinu innan ráðuneyta. „Þess vegna viljum við setja þetta í þennan farveg. Til að vita hvernig skilgreiningin á þessu heimili í rauninni var. Við erum auðvitað nýbúin að klára mikla vinnu varðandi greiðslu sanngirnisbóta fyrir þá sem urðu varanlega fyrir skaða á stofnunum fyrir fötluð börn,“ segir Áslaug Arna. Ítrekar að tekið verði á málinu Áslaug ítrekar að tekið verði á málinu og sett verði í forgang að finna út hvernig hægt er að svara ákallinu. Það ríki samstaða innan ríkistjórnarinnar og til standi að reyna að komast að niðurstöðu eins fljótt og unnt er. Hún segir miður að heyra að fólk hafi rekist á veggi innan kerfisins. „Við munum auðvitað reyna að flýta þeirri vinnu og það er miður að heyra að fólk hafi reynt og rekist á veggi í kerfinu. Lögin sem til voru um vistheimili, það var ekki heimild í þeim til að kanna aðstæður á einkaheimilum fólks þar sem börn voru vistuð. Það er spurning hvort Hjalteyri falli í einhvern nýjan flokk sem hefur ekki verið brugðist við áður. Þannig að þetta gæti verið stærra verkefni en einungis varðandi þetta tiltekna mál,“ segir Áslaug Arna. Áslaug var í viðtali í Reykjavík síðdegis en viðtalið má heyra í heild sinni hér að neðan.
Barnaheimilið á Hjalteyri Stjórnsýsla Reykjavík síðdegis Vistheimili Hörgársveit Tengdar fréttir „Full ástæða til að fara yfir málefni Hjalteyrarheimilisins“ Forsætisráðherra bendir á að athugasemdir hafi verið gerðar nokkrum sinnum gegnum tíðina við Hjalteyrarheimilið án þess að hjónin þar hafi verið stöðvuð. Hún telur fulla ástæðu til að rannsaka heimilið eftir það sem nú er komið fram. Það sé þó dómsmálaráðuneytið sem ákveði að taka upp slíka rannsókn. 23. nóvember 2021 15:32 „Þetta var hreinasta helvíti“ Maður sem sætti miklu ofbeldi af hálfu hjóna sem ráku barnaheimili á Hjalteyri á áttunda áratug síðustu aldar segir stórundarlegt að hjónin hafi áfram fengið leyfi til að gæta barna í Garðabæ. Foreldrar barna sem voru með börn sín í vistun hjá þeim eru ósáttir við að Garðarbær hafi ekki stöðvað hjónin. 22. nóvember 2021 13:01 Martröðin á barnaheimilinu á Hjalteyri Kynferðislegt, líkamlegt og andlegt ofbeldi tíðkaðist árum saman gagnvart börnum sem dvöldu hjá hjónum sem ráku barnaheimili á Hjalteyri í Hörgársveit á áttunda áratug síðustu aldar. Fólk sem þar var sem börn hefur ítrekað, án árangurs, reynt að ná eyrum yfirvalda til að fá heimilið rannsakað. Prestar sem voru í barnaverndarnefndum á sínum tíma gáfu heimilinu samþykki sitt þrátt fyrir að hafa fengið ábendingar um að þar væri ekki allt með felldu. 21. nóvember 2021 19:56 Mest lesið Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Erlent Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Bíll í ljósum logum á Skaganum Innlent Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Innlent Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Sjá meira
„Full ástæða til að fara yfir málefni Hjalteyrarheimilisins“ Forsætisráðherra bendir á að athugasemdir hafi verið gerðar nokkrum sinnum gegnum tíðina við Hjalteyrarheimilið án þess að hjónin þar hafi verið stöðvuð. Hún telur fulla ástæðu til að rannsaka heimilið eftir það sem nú er komið fram. Það sé þó dómsmálaráðuneytið sem ákveði að taka upp slíka rannsókn. 23. nóvember 2021 15:32
„Þetta var hreinasta helvíti“ Maður sem sætti miklu ofbeldi af hálfu hjóna sem ráku barnaheimili á Hjalteyri á áttunda áratug síðustu aldar segir stórundarlegt að hjónin hafi áfram fengið leyfi til að gæta barna í Garðabæ. Foreldrar barna sem voru með börn sín í vistun hjá þeim eru ósáttir við að Garðarbær hafi ekki stöðvað hjónin. 22. nóvember 2021 13:01
Martröðin á barnaheimilinu á Hjalteyri Kynferðislegt, líkamlegt og andlegt ofbeldi tíðkaðist árum saman gagnvart börnum sem dvöldu hjá hjónum sem ráku barnaheimili á Hjalteyri í Hörgársveit á áttunda áratug síðustu aldar. Fólk sem þar var sem börn hefur ítrekað, án árangurs, reynt að ná eyrum yfirvalda til að fá heimilið rannsakað. Prestar sem voru í barnaverndarnefndum á sínum tíma gáfu heimilinu samþykki sitt þrátt fyrir að hafa fengið ábendingar um að þar væri ekki allt með felldu. 21. nóvember 2021 19:56