Fær sjálf að taka upp nafnið Lán en hryssan ekki Kristín Ólafsdóttir skrifar 25. nóvember 2021 19:12 Þeba Björt Karlsdóttir og hryssan hennar, Lán. Samsett Hestaeigandi á Austurlandi furðar sig á því að fá ekki að nefna hryssu sína Lán. Hestanafnanefnd hafnaði nafninu vegna þess að það er hvorugkynsorð - en hægðarleikur var hins vegar að fá það samþykkt hjá mannanafnanefnd. Síðan árið 2017 hefur þurft blessun tveggja manna hestanafnanefndar til að fá hreinræktuð hross skráð í gagnabankann WorldFeng. Nefndin var sett á laggirnar af „illri nauðsyn“, líkt og það var orðað í fréttum á sínum tíma, en bera tók á því að hestaeigendur nefndu hross sín klúrum nöfnum. Það vakti athygli árið 2017 þegar nefndin hafnaði nafninu Mósan með greini - sem síðar náði þó fram að ganga. Datt ekki í hug að hestanafnanefnd væri til En kynnum þá til sögunnar Lán, mósótta vetrargamla hryssu, frá Álftafirði á Austurlandi. Þeba Björt Karlsdóttir eigandi hennar óskaði eftir því í byrjun mánaðar að fá nafnið samþykkt hjá hestanafnanefnd. Nafnið beygist eins og kvenmannsnafnið Rán, þ.e. Lán, um Lán, frá Lán til Lánar. En nefndin hafnaði nafninu. „Af því að þetta er hvorugkynsnafnorð en ekki kvenkynsnafnorð,“ segir Þeba um rökstuðning nefndarinnar. „En mér datt ekki í hug að það væri til eitthvað sem héti hestanafnanefnd.“ Lán á beit með félaga sínum.úr einkasafni „Gjörsamlega út í hött“ Þebu, ósáttri við þessar lyktir málsins, var þá bent á að senda erindi vegna nafnsins á ensku til stjórnar WorldFengs. Hún á von á svari þaðan nú í vikunni. „En á sama tíma þá sendi ég inn til mannanafnanefndar beiðni um að fá að taka upp nafnið Lán. Og það var samþykkt núna. Þannig að ég má heita Lán, en ekki merin mín,“ segir Þeba. Mannanafnanefnd komst að þeirri niðurstöðu að nafnið Lán í kvenkyni tæki íslenskri beygingu í eignarfalli og uppfyllti þar með ákvæði mannanafnalaga. Þeba kveðst þrátt fyrir allt bjartsýn á framhaldið. „Mönnum finnst þetta gjörsamlega út í hött. Fyrst að þetta er komið í mannanafnefnd og orðið kvenkyns nafnorð þá hlýt ég að mega nefna merina mína þessu nafni.“ Dýr Mannanöfn Hestar Mest lesið Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Innlent Telur Trump gera mistök Erlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Innlent Fleiri fréttir Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sjá meira
Síðan árið 2017 hefur þurft blessun tveggja manna hestanafnanefndar til að fá hreinræktuð hross skráð í gagnabankann WorldFeng. Nefndin var sett á laggirnar af „illri nauðsyn“, líkt og það var orðað í fréttum á sínum tíma, en bera tók á því að hestaeigendur nefndu hross sín klúrum nöfnum. Það vakti athygli árið 2017 þegar nefndin hafnaði nafninu Mósan með greini - sem síðar náði þó fram að ganga. Datt ekki í hug að hestanafnanefnd væri til En kynnum þá til sögunnar Lán, mósótta vetrargamla hryssu, frá Álftafirði á Austurlandi. Þeba Björt Karlsdóttir eigandi hennar óskaði eftir því í byrjun mánaðar að fá nafnið samþykkt hjá hestanafnanefnd. Nafnið beygist eins og kvenmannsnafnið Rán, þ.e. Lán, um Lán, frá Lán til Lánar. En nefndin hafnaði nafninu. „Af því að þetta er hvorugkynsnafnorð en ekki kvenkynsnafnorð,“ segir Þeba um rökstuðning nefndarinnar. „En mér datt ekki í hug að það væri til eitthvað sem héti hestanafnanefnd.“ Lán á beit með félaga sínum.úr einkasafni „Gjörsamlega út í hött“ Þebu, ósáttri við þessar lyktir málsins, var þá bent á að senda erindi vegna nafnsins á ensku til stjórnar WorldFengs. Hún á von á svari þaðan nú í vikunni. „En á sama tíma þá sendi ég inn til mannanafnanefndar beiðni um að fá að taka upp nafnið Lán. Og það var samþykkt núna. Þannig að ég má heita Lán, en ekki merin mín,“ segir Þeba. Mannanafnanefnd komst að þeirri niðurstöðu að nafnið Lán í kvenkyni tæki íslenskri beygingu í eignarfalli og uppfyllti þar með ákvæði mannanafnalaga. Þeba kveðst þrátt fyrir allt bjartsýn á framhaldið. „Mönnum finnst þetta gjörsamlega út í hött. Fyrst að þetta er komið í mannanafnefnd og orðið kvenkyns nafnorð þá hlýt ég að mega nefna merina mína þessu nafni.“
Dýr Mannanöfn Hestar Mest lesið Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Innlent Telur Trump gera mistök Erlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Innlent Fleiri fréttir Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sjá meira