Fær sjálf að taka upp nafnið Lán en hryssan ekki Kristín Ólafsdóttir skrifar 25. nóvember 2021 19:12 Þeba Björt Karlsdóttir og hryssan hennar, Lán. Samsett Hestaeigandi á Austurlandi furðar sig á því að fá ekki að nefna hryssu sína Lán. Hestanafnanefnd hafnaði nafninu vegna þess að það er hvorugkynsorð - en hægðarleikur var hins vegar að fá það samþykkt hjá mannanafnanefnd. Síðan árið 2017 hefur þurft blessun tveggja manna hestanafnanefndar til að fá hreinræktuð hross skráð í gagnabankann WorldFeng. Nefndin var sett á laggirnar af „illri nauðsyn“, líkt og það var orðað í fréttum á sínum tíma, en bera tók á því að hestaeigendur nefndu hross sín klúrum nöfnum. Það vakti athygli árið 2017 þegar nefndin hafnaði nafninu Mósan með greini - sem síðar náði þó fram að ganga. Datt ekki í hug að hestanafnanefnd væri til En kynnum þá til sögunnar Lán, mósótta vetrargamla hryssu, frá Álftafirði á Austurlandi. Þeba Björt Karlsdóttir eigandi hennar óskaði eftir því í byrjun mánaðar að fá nafnið samþykkt hjá hestanafnanefnd. Nafnið beygist eins og kvenmannsnafnið Rán, þ.e. Lán, um Lán, frá Lán til Lánar. En nefndin hafnaði nafninu. „Af því að þetta er hvorugkynsnafnorð en ekki kvenkynsnafnorð,“ segir Þeba um rökstuðning nefndarinnar. „En mér datt ekki í hug að það væri til eitthvað sem héti hestanafnanefnd.“ Lán á beit með félaga sínum.úr einkasafni „Gjörsamlega út í hött“ Þebu, ósáttri við þessar lyktir málsins, var þá bent á að senda erindi vegna nafnsins á ensku til stjórnar WorldFengs. Hún á von á svari þaðan nú í vikunni. „En á sama tíma þá sendi ég inn til mannanafnanefndar beiðni um að fá að taka upp nafnið Lán. Og það var samþykkt núna. Þannig að ég má heita Lán, en ekki merin mín,“ segir Þeba. Mannanafnanefnd komst að þeirri niðurstöðu að nafnið Lán í kvenkyni tæki íslenskri beygingu í eignarfalli og uppfyllti þar með ákvæði mannanafnalaga. Þeba kveðst þrátt fyrir allt bjartsýn á framhaldið. „Mönnum finnst þetta gjörsamlega út í hött. Fyrst að þetta er komið í mannanafnefnd og orðið kvenkyns nafnorð þá hlýt ég að mega nefna merina mína þessu nafni.“ Dýr Mannanöfn Hestar Mest lesið Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent Fleiri fréttir „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Sjá meira
Síðan árið 2017 hefur þurft blessun tveggja manna hestanafnanefndar til að fá hreinræktuð hross skráð í gagnabankann WorldFeng. Nefndin var sett á laggirnar af „illri nauðsyn“, líkt og það var orðað í fréttum á sínum tíma, en bera tók á því að hestaeigendur nefndu hross sín klúrum nöfnum. Það vakti athygli árið 2017 þegar nefndin hafnaði nafninu Mósan með greini - sem síðar náði þó fram að ganga. Datt ekki í hug að hestanafnanefnd væri til En kynnum þá til sögunnar Lán, mósótta vetrargamla hryssu, frá Álftafirði á Austurlandi. Þeba Björt Karlsdóttir eigandi hennar óskaði eftir því í byrjun mánaðar að fá nafnið samþykkt hjá hestanafnanefnd. Nafnið beygist eins og kvenmannsnafnið Rán, þ.e. Lán, um Lán, frá Lán til Lánar. En nefndin hafnaði nafninu. „Af því að þetta er hvorugkynsnafnorð en ekki kvenkynsnafnorð,“ segir Þeba um rökstuðning nefndarinnar. „En mér datt ekki í hug að það væri til eitthvað sem héti hestanafnanefnd.“ Lán á beit með félaga sínum.úr einkasafni „Gjörsamlega út í hött“ Þebu, ósáttri við þessar lyktir málsins, var þá bent á að senda erindi vegna nafnsins á ensku til stjórnar WorldFengs. Hún á von á svari þaðan nú í vikunni. „En á sama tíma þá sendi ég inn til mannanafnanefndar beiðni um að fá að taka upp nafnið Lán. Og það var samþykkt núna. Þannig að ég má heita Lán, en ekki merin mín,“ segir Þeba. Mannanafnanefnd komst að þeirri niðurstöðu að nafnið Lán í kvenkyni tæki íslenskri beygingu í eignarfalli og uppfyllti þar með ákvæði mannanafnalaga. Þeba kveðst þrátt fyrir allt bjartsýn á framhaldið. „Mönnum finnst þetta gjörsamlega út í hött. Fyrst að þetta er komið í mannanafnefnd og orðið kvenkyns nafnorð þá hlýt ég að mega nefna merina mína þessu nafni.“
Dýr Mannanöfn Hestar Mest lesið Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent Fleiri fréttir „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Sjá meira