Bensínlekinn á Hofsósi: N1 hefji framkvæmdir innan tveggja vikna Atli Ísleifsson skrifar 25. nóvember 2021 07:49 Frá Hofsósi í Skagafirði. Myndin er úr safni. Getty Umhverfisstofnun hefur birt fyrirmæli um þær úrbætur sem krafist er af hendi N1 vegna leka frá bensíngeymi félagsins á afgreiðslustöð þess á Hofsósi. Þar segir að hefja skuli gröft á skurðum og niðursetningu loftunarröra vegna hreinsunarstarfsins innan tveggja vikna. Staðfest var í desember 2019 að það læki úr bensíngeyminum og var hann grafinn upp og fjarlægður næsta sumar. Á botni geymisins fannst gat og reyndist mikil olíumengun í jarðvegi. Þrjú nálæg íbúðarhús voru metin óíbúðarhæf, auk afgreiðslustöðvarinnar, vegna mengunarinnar og var ráðist í umfangsmiklar jarðvegsrannsóknir til að meta umfangið. Fyrirmæli Umhverfisstofnunar byggja á tillögum sem settar voru fram úrbótaáætlun sem verkfræðistofan Verkís hf. vann fyrir hönd N1. Þar segir að markmið hreinsunarinnar sé að þau hús sem hafi orðið fyrir áhrifum mengunarinnar (Suðurbraut 6, 8, 9 og 10) verði sem fyrst íbúðarhæf og að styrkur mengunarinnar í þeim valdi ekki heilsuspillandi áhrifum. N1 er meðal annars gert að hefja gröft á skurðum í kringum Suðurbraut 6, 8 og 10 og sömuleiðis á milli þeirra ef hægt er. Þá segir að það skuli setja niður loftunarrör í samræmi við tillögur í úrbótaáætlun, að því gefnu að framkvæmdaleyfi sveitarfélagsins Skagafjarðar liggi fyrir framkvæmdinni. Skulu framkvæmdir hefjast innan tveggja vikna frá útgáfu fyrirmælanna síðasta mánudag. Auk þess skuli setja kolasíur á öll loftunarrör og blásara, auk þess að skila reglulegum áfangaskýrslum til Umhverfisstofnunar um framvindu hreinsunarstarfsins. Bensín og olía Umhverfismál Skagafjörður Mest lesið Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Innlent Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi Erlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Innlent Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Innlent Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent Fleiri fréttir Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Tilkynnir um ráðherraskipan á föstudag Guðmundur Árni vill áfram leiða Samfylkingu í Hafnarfirði Ingibjörg og Eiríkur taka embætti dómara við Landsrétt Framboðsmál að skýrast hjá Sjálfstæðisfólki „Við Guðlaugur Þór erum góðir vinir“ Segir Viðreisn harðsnúnasta sérhagsmunagæsluflokk seinni tíma Ragnhildur Alda vill halda öðru sætinu Mannleg mistök þegar starfsmenn Reykjanesbæjar tæmdu geymslur íbúa Kosningasigurinn kostaði Samfylkinguna hátt í hundrað milljónir Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut „Ég styð Hildi og ber fullt traust til hennar“ Guðlaugur fer ekki fram í Reykjavík Enn þungt haldinn í Suður-Afríku en einhver batamerki Reynslan hafi breytt sér úr ungum hægrimanni í klassískan krata Sjá meira
Staðfest var í desember 2019 að það læki úr bensíngeyminum og var hann grafinn upp og fjarlægður næsta sumar. Á botni geymisins fannst gat og reyndist mikil olíumengun í jarðvegi. Þrjú nálæg íbúðarhús voru metin óíbúðarhæf, auk afgreiðslustöðvarinnar, vegna mengunarinnar og var ráðist í umfangsmiklar jarðvegsrannsóknir til að meta umfangið. Fyrirmæli Umhverfisstofnunar byggja á tillögum sem settar voru fram úrbótaáætlun sem verkfræðistofan Verkís hf. vann fyrir hönd N1. Þar segir að markmið hreinsunarinnar sé að þau hús sem hafi orðið fyrir áhrifum mengunarinnar (Suðurbraut 6, 8, 9 og 10) verði sem fyrst íbúðarhæf og að styrkur mengunarinnar í þeim valdi ekki heilsuspillandi áhrifum. N1 er meðal annars gert að hefja gröft á skurðum í kringum Suðurbraut 6, 8 og 10 og sömuleiðis á milli þeirra ef hægt er. Þá segir að það skuli setja niður loftunarrör í samræmi við tillögur í úrbótaáætlun, að því gefnu að framkvæmdaleyfi sveitarfélagsins Skagafjarðar liggi fyrir framkvæmdinni. Skulu framkvæmdir hefjast innan tveggja vikna frá útgáfu fyrirmælanna síðasta mánudag. Auk þess skuli setja kolasíur á öll loftunarrör og blásara, auk þess að skila reglulegum áfangaskýrslum til Umhverfisstofnunar um framvindu hreinsunarstarfsins.
Bensín og olía Umhverfismál Skagafjörður Mest lesið Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Innlent Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi Erlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Innlent Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Innlent Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent Fleiri fréttir Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Tilkynnir um ráðherraskipan á föstudag Guðmundur Árni vill áfram leiða Samfylkingu í Hafnarfirði Ingibjörg og Eiríkur taka embætti dómara við Landsrétt Framboðsmál að skýrast hjá Sjálfstæðisfólki „Við Guðlaugur Þór erum góðir vinir“ Segir Viðreisn harðsnúnasta sérhagsmunagæsluflokk seinni tíma Ragnhildur Alda vill halda öðru sætinu Mannleg mistök þegar starfsmenn Reykjanesbæjar tæmdu geymslur íbúa Kosningasigurinn kostaði Samfylkinguna hátt í hundrað milljónir Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut „Ég styð Hildi og ber fullt traust til hennar“ Guðlaugur fer ekki fram í Reykjavík Enn þungt haldinn í Suður-Afríku en einhver batamerki Reynslan hafi breytt sér úr ungum hægrimanni í klassískan krata Sjá meira