Innlent

For­sætis- og dóms­mála­ráðu­neyti vinna greinar­gerð um Hjalt­eyrar­málið

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Forsætis- og dómsmálaráðuneytið hafa ákveðið að gerð verði greinagerð um Hjalteyrarmálið. 
Forsætis- og dómsmálaráðuneytið hafa ákveðið að gerð verði greinagerð um Hjalteyrarmálið.  Vísir/Vilhelm

Forsætisráðherra og dómsmálaráðherra hafa tekið ákvörðun um að greinargerð verði unnin um það hvort og þá hvernig hægt verði að rannsaka mál þeirra barna sem vistuð voru á Hjalteyri á áttunda áratugi síðustu aldar. 

Þetta kemur fram í skriflegu svari upplýsingafulltrúa dómsmálaráðuneytisins við fyrirspurn fréttastofu. 

Síðustu daga hefur fjöldi fólks stigið fram og lýst aðstæðum sem það bjó við sem börn á barnaheimilinu á Hjalteyri á áttunda áratugi síðustu aldar. Voru þau vistuð þar hjá hjónunum Einari Gíslasyni og Beverly Gíslason, sem ráku heimilið frá árinu 1972 til 1979. 

Frásagnirnar hafa vakið mikla athygli og hörð viðbrögð. Garðabær hefur boðað rannsókn á starfsemi hjónanna þar, sem þau héldu úti í byrjun þessarar aldar, og bæjarstjóri Akureyrar hefur lýst yfir vilja til að rannsaka málefni barnaheimilisins á Hjalteyri. 

Lög, sem heimila rannsókn á svokölluðum vistheimilum, hafa verið felld úr gildi en þau voru sett árið 2007. Skortir því lagastoð fyrir rannsókn á Hjalteyrarmálinu. Með greinargerð forsætis- og dómsmálaráðherra er þó verið að opna þær dyr að boðað verði til rannsóknar, þó það muni líklega vera eftir nokkurn tíma verði það gert. 


Tengdar fréttir

„Full ástæða til að fara yfir málefni Hjalteyrarheimilisins“

Forsætisráðherra bendir á að athugasemdir hafi verið gerðar nokkrum sinnum gegnum tíðina við  Hjalteyrarheimilið án þess að hjónin þar hafi verið stöðvuð. Hún telur fulla ástæðu til að rannsaka heimilið eftir það sem nú er komið fram. Það sé þó dómsmálaráðuneytið sem ákveði að taka upp slíka rannsókn. 



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×