Innlent

Bein útsending: Rætt við þingmenn í kjörbréfanefnd

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Frá fundi undirbúningskjörbréfanefndar.
Frá fundi undirbúningskjörbréfanefndar. Vísir/vilhelm

Alþingi kemur saman klukkan hálf tvö í dag eftir eitt lengsta þinghlé síðari ára. Undirbúningskjörbréfanefnd birtir greinargerð sína vegna framkvæmdar kosninga í Norðvesturkjördæmi einnig í dag en reikna má með tveimur og jafnvel fleiri álitum frá nefndarfólki.

Eina verkefni þingfundarins var að kjósa fulltrúa í hina formlegu kjörbréfanefnd sem tekur við greinargerðinni og ef til vill ólíkum álitum undirbúningskjöbréfanefndarinnar sem lýkur störfum í dag. Að því loknu verður þingfundi frestað.

Samkvæmt heimildum fréttastofu fundar kjörbréfanefndin strax að loknum þingfundi og verður greinarerð undirbúningskjörbréfanefndarinnar með málsatvikalýsingu og mati á göllum við framkvæmd kosninganna í Norðvesturkjördæmi birt að loknum fyrsta fundi nefndarinnar. Reiknað er með að flestir ef ekki allir nefndarmenn skrifi undir greinargerðina.

Heimir Már Pétursson, fréttamaður Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar, ræðir við nefndarmenn að loknum fundinum sem reiknað er með að ljúki á fjórða tímanum.

Uppfært: Fundinum er lokið og má sjá viðtöl við nefndarmenn hér að neðan.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×