Missti einkaviðtal við Adele því hann hlustaði ekki á nýju plötuna Vésteinn Örn Pétursson skrifar 22. nóvember 2021 23:47 Adele á sviði Wembley í júní 2017. Getty/Gareth Cattermole Ástralskur fjölmiðlamaður kveðst í molum eftir að afdrifarík yfirsjón af hans hálfu kostaði vinnuveitanda hans tugi milljóna króna og einkaviðtal við ensku tónlistarstjörnuna Adele. Breska ríkisútvarpið greinir frá því að fjölmiðlamaðurinn Matt Doran, sem er á mála hjá áströlsku sjónvarpsstöðinni Channel 7, hafi flogið frá Sydney til London snemma í þessum mánuði til að taka viðtal við stórstjörnuna og ræða við hana um nýútkomna plötu hennar, 30. Platan kom út 19. nóvember. Meðan á viðtalinu stóð viðurkenndi Doran að hann hefði ekki hlustað á plötuna. Í kjölfarið ákvað rétthafinn, Sony, að viðtalið færi ekki í loftið. Viðtalið var það eina sem Adele veitti áströlskum fjölmiðli í aðdraganda útgáfu plötunnar. Miklir fjármunir undir Sjálfur hefur Doran beðist afsökunar og segir tölvupóst sem innihélt þá óútgefna plötuna hreinlega hafa farið fram hjá sér. „Þetta voru mistök, ég hundsaði þetta ekki viljandi. Þetta er mikilvægasti tölvupóstur sem ég hef misst af,“ sagði hann í samtali við dagblaðið The Australian. Þá hafnaði hann orðrómi um að hafa verið sagt upp störfum hjá Channel 7, en hann hefur ekki birst á sjónvarpsskjánum frá því atvikið átti sér stað. Ástralskir fjölmiðlar herma að ferðalag Dorans og tveggja samstarfsmanna hans frá Sydney til London hafi verið hluti af réttindapakka sem sjónvarpsstöðin hefði samið um við Sony, og að virði pakkans næmi einni milljón ástralskra dala, eða um 95 milljóna króna. Hengja sjónvarpsmann fyrir sjónvarpsmann Doran hefur fengið að finna fyrir því á samfélagsmiðlum og telja margir aðdáendur Adele að hann hafi með þessu sýnt söngkonunni megna óvirðingu. Hann er þó ekki sá eini sem hefur fengið holskeflu reiðilegra athugasemda yfir sig. Doran á nefnilega alnafna sem einnig starfar í sjónvarpi. Sá er stjórnmálarýnir á sjónvarpstöðinni ABC í Ástralíu, og hafa margir sem hitnað hefur í hamsi vegna málsins beint reiði sinni að honum, með lyklaborðið að vopni. Sá Doran, það er að segja stjórnmálarýnirinn, virðist þó sjá skoplegu hlið málsins, en í gær birti hann tíst þar sem stóð einfaldlega „Go easy on me,“ eða „Sýnið mér vægð,“ en í aðdraganda plötuútgáfunnar gaf Adele út lagið Go easy on me, sem hefur notið mikilla vinsælda frá útgáfu þess. Go easy on me…— Matthew Doran (@MattDoran91) November 21, 2021 Ástralía Tónlist Hollywood Fjölmiðlar Mest lesið Nýju fötin forsetans Lífið Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Menning Sunneva veltir Evu Ruzu úr sessi Lífið Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Menning Einfaldar leiðir til að róa taugakerfið Lífið Flugfreyjusætið var inni á klósettinu Lífið Fáklædd og glæsileg við sundlaugarbakkann Lífið Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Lífið Erla og Ólafur selja glæsilegt einbýli í Vesturbænum Lífið Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Tónlist Fleiri fréttir Einfaldar leiðir til að róa taugakerfið Nýju fötin forsetans Erla og Ólafur selja glæsilegt einbýli í Vesturbænum Bubbi segir Hróa Hattar-brag á stuldinum Dúnmjúkir pizzasnúningar Fáklædd og glæsileg við sundlaugarbakkann Flugfreyjusætið var inni á klósettinu Sunneva veltir Evu Ruzu úr sessi Elskar Kennedy þó þeir ræði lítið pólitík í matarboðum Kennir kettinum hundatrix og heklar á hann föt Martin og Anna María selja hönnunaríbúð í Garðabæ Þaggar niður í orðrómi um sambandsslit Fjörutíu ára draumur Guðmundar rættist Gamlir samherjar funduðu á fiskistað Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Saga Matthildur orðin tveggja barna móðir WikiLeaks og aðför stórvelda: Uppljóstrun aldarinnar undirbúin í Reykjavík Bryndís Haralds amman og Gunni Helga afinn Annie Mist á von á þriðja barninu Stjörnulífið: Skúli og Gríma orðin hjón Diddú gerir himneskt pestó og segist búa í Góða hirðinum „Ég hef verið mikill kvíðasjúklingur alveg síðan ég var barn“ Maðurinn sem Pink Floyd kveikti í er látinn Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Krakkatía vikunnar: Strumparnir, borgarstjórar og tónlist Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Sjá meira
Breska ríkisútvarpið greinir frá því að fjölmiðlamaðurinn Matt Doran, sem er á mála hjá áströlsku sjónvarpsstöðinni Channel 7, hafi flogið frá Sydney til London snemma í þessum mánuði til að taka viðtal við stórstjörnuna og ræða við hana um nýútkomna plötu hennar, 30. Platan kom út 19. nóvember. Meðan á viðtalinu stóð viðurkenndi Doran að hann hefði ekki hlustað á plötuna. Í kjölfarið ákvað rétthafinn, Sony, að viðtalið færi ekki í loftið. Viðtalið var það eina sem Adele veitti áströlskum fjölmiðli í aðdraganda útgáfu plötunnar. Miklir fjármunir undir Sjálfur hefur Doran beðist afsökunar og segir tölvupóst sem innihélt þá óútgefna plötuna hreinlega hafa farið fram hjá sér. „Þetta voru mistök, ég hundsaði þetta ekki viljandi. Þetta er mikilvægasti tölvupóstur sem ég hef misst af,“ sagði hann í samtali við dagblaðið The Australian. Þá hafnaði hann orðrómi um að hafa verið sagt upp störfum hjá Channel 7, en hann hefur ekki birst á sjónvarpsskjánum frá því atvikið átti sér stað. Ástralskir fjölmiðlar herma að ferðalag Dorans og tveggja samstarfsmanna hans frá Sydney til London hafi verið hluti af réttindapakka sem sjónvarpsstöðin hefði samið um við Sony, og að virði pakkans næmi einni milljón ástralskra dala, eða um 95 milljóna króna. Hengja sjónvarpsmann fyrir sjónvarpsmann Doran hefur fengið að finna fyrir því á samfélagsmiðlum og telja margir aðdáendur Adele að hann hafi með þessu sýnt söngkonunni megna óvirðingu. Hann er þó ekki sá eini sem hefur fengið holskeflu reiðilegra athugasemda yfir sig. Doran á nefnilega alnafna sem einnig starfar í sjónvarpi. Sá er stjórnmálarýnir á sjónvarpstöðinni ABC í Ástralíu, og hafa margir sem hitnað hefur í hamsi vegna málsins beint reiði sinni að honum, með lyklaborðið að vopni. Sá Doran, það er að segja stjórnmálarýnirinn, virðist þó sjá skoplegu hlið málsins, en í gær birti hann tíst þar sem stóð einfaldlega „Go easy on me,“ eða „Sýnið mér vægð,“ en í aðdraganda plötuútgáfunnar gaf Adele út lagið Go easy on me, sem hefur notið mikilla vinsælda frá útgáfu þess. Go easy on me…— Matthew Doran (@MattDoran91) November 21, 2021
Ástralía Tónlist Hollywood Fjölmiðlar Mest lesið Nýju fötin forsetans Lífið Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Menning Sunneva veltir Evu Ruzu úr sessi Lífið Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Menning Einfaldar leiðir til að róa taugakerfið Lífið Flugfreyjusætið var inni á klósettinu Lífið Fáklædd og glæsileg við sundlaugarbakkann Lífið Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Lífið Erla og Ólafur selja glæsilegt einbýli í Vesturbænum Lífið Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Tónlist Fleiri fréttir Einfaldar leiðir til að róa taugakerfið Nýju fötin forsetans Erla og Ólafur selja glæsilegt einbýli í Vesturbænum Bubbi segir Hróa Hattar-brag á stuldinum Dúnmjúkir pizzasnúningar Fáklædd og glæsileg við sundlaugarbakkann Flugfreyjusætið var inni á klósettinu Sunneva veltir Evu Ruzu úr sessi Elskar Kennedy þó þeir ræði lítið pólitík í matarboðum Kennir kettinum hundatrix og heklar á hann föt Martin og Anna María selja hönnunaríbúð í Garðabæ Þaggar niður í orðrómi um sambandsslit Fjörutíu ára draumur Guðmundar rættist Gamlir samherjar funduðu á fiskistað Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Saga Matthildur orðin tveggja barna móðir WikiLeaks og aðför stórvelda: Uppljóstrun aldarinnar undirbúin í Reykjavík Bryndís Haralds amman og Gunni Helga afinn Annie Mist á von á þriðja barninu Stjörnulífið: Skúli og Gríma orðin hjón Diddú gerir himneskt pestó og segist búa í Góða hirðinum „Ég hef verið mikill kvíðasjúklingur alveg síðan ég var barn“ Maðurinn sem Pink Floyd kveikti í er látinn Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Krakkatía vikunnar: Strumparnir, borgarstjórar og tónlist Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Sjá meira
Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Menning
Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Menning