Stullarnir sverja af sér svindl við bókun í Golfbox Jakob Bjarnar skrifar 22. nóvember 2021 15:46 Björn Víglundsson á teig á Korpu. Björn hefur gefið það út að hann muni ekki gefa kost á sér til áframhaldandi setu sem formaður GR. Klúbburinn mun því kjósa sér nýjan formann eftir um það bil mánuð. vísir/vilhelm Golfhópurinn Stullarnir, sem í eru margir landsþekktir einstaklingar svo sem Logi Bergmann Eiðsson fjölmiðlamaður, Sigurður Kári Kristjánsson lögmaður og Hreggviður Jónsson forstjóri, eru sakaðir um svindl við bókun rástíma. Allt logar stafna á milli í golfhreyfingunni vegna málsins. Hins vegar vita Stullarnir sjálfir ekki hvaðan á sig stendur veðrið; segja málið eitt allsherjar rugl. Aðalritari hópsins, Steingrímur Gautur Pétursson, segir málið á misskilningi byggt. Þeim hafi vissulega borist bréf frá framkvæmdastjóra Golfklúbbs Reykjavíkur, Ómari Erni Friðrikssyni þar sem gerðar voru athugasemdir við það hvernig Stullarnir stóðu að bókun. En það var í júlí og þeir hafi gert grein fyrir máli sínu, tekið fullt tillit til athugasemda og talið málinu þar með lokið. Þeir skilja ekkert í því af hverju málið er komið á dagskrá á ný. Sakaðir um svindl og málið litið alvarlegum augum Á vef Ríkisútvarpsins hefur verið greint frá málinu sem nú skekur golfhreyfinguna alla. Bæði hefur verið rætt við Björn Víglundsson, formann GR sem og Brynjar Eldon Geirsson framkvæmdastjóra GSÍ og haft eftir þeim að báðir líti þeir málið alvarlegum augum. Vísir reyndi að ná tali af Birni nú síðdegis en án árangurs. Í fréttum Ríkisútvarpsins af málinu snýst það um að hópur kylfinga hafi hannað forrit sem virkar þannig að skrásetja megi rástíma að vild og komast fram fyrir aðra kylfinga við skráningu. Í frétt RÚV segir meðal annars: „Samkvæmt heimildum fréttastofu eru forstjóri stórfyrirtækis, þekktur fjölmiðlamaður og fyrrverandi þingmaður meðal þeirra.“ Vísir hefur fjallað ítarlega um hina miklu golfsprengju sem var í sumar og reyndar í fyrra einnig. Og það hvernig barist hefur verið um rástímana. Því hefur ýmsum brugðið við fréttirnar og logar nú allt stafna á milli innan golfhreyfingarinnar þar sem menn velta því fyrir sér hverjir hinir óprúttnu hrappar séu eiginlega en í golfinu grundvallast allt á heiðarleika. Stullarnir hafa lengi verið einn virkasti golfhópur landsins og einn þekktasti sinnar tegundar. Steingrímur Gautur segir þetta á miklum misskilningi byggt. Það sé einfaldlega tæknilega ekki hægt að helga sér rástíma fyrir opnun. Hins vegar hafi þeir Stullar útbúið sér fyrirbæri sem heitir skrifta, sem talar við aðrar vefþjónustur og gerir þeim kleyft að skrá marga í senn. „Þetta sem við gerðum er á gráu svæði, við náðum að bóka fimm rástíma á skömmum tíma. Og ég svaraði því á sínum tíma til aganefndar, viðurkenndi að þetta væri á gráu svæði en við höfum aldrei bókað áður en opnað er fyrir fyrir skráningu. Það er einfaldlega ekki hægt.“ Stullarnir ekki að svindla sér framfyrir röðina Steingrímur lýsir því að þeir hafi látið af þessu strax í kjölfarið, eftir athugasemdir frá klúbbnum. Og þeir hafi haldið að þar með væri málinu lokið. Stullarnir hafa oft verið til umfjöllunar í fjölmiðlum, hér er Steingrímur Gautur, lengst til hægri, ásamt fleiri þekktum Stullum í Kylfingur.is en tilefnið var þegar Steingrímur Gautur fór holu í höggi á Urriðavelli 2012.skjáskot Hann telur að bæði Björn og Brynjar hljóti að hafa miskilið hvernig málið væri vaxið, að Stullarnir hafi einhvern veginn hakkað sig inn í kerfið og náð að bóka áður en búið væri að opna fyrir skráningu. Því fari fjarri, enda væri það glæpur. Steingrímur segist hafa séð um bókanir fyrir þá félaga og fæstir í Stullunum hafi ekki svo mikið sem vitað hvernig bókanir færu fram. Í bréfi sem Vísir hefur undir höndum, frá Steingrími til aganefndar, er farið ítarlega yfir málið og þar segir meðal annars: „Að mér sjálfum undanskildum neita allir Stullar eindregið öllum ásökunum. Þeir höfðu enga vitneskju um hvernig þessum rástímabókunum var háttað og höfðu enga ástæða til að ætla annað en að þeim væri háttað á viðurkenndan hátt og þeirra krafa er að aganefnd vísi máli á hendur þeim frá.“ Þá segir jafnframt í bréfi Steingríms en það er dagsett 10. ágúst 2021: „Ég vil taka skýrt og endurtekið fram að skriftan bókar ekki rástíma áður en búið er að opna fyrir skráningu og skriftan yfirskrifar ekki læstan rástíma. Ég vil leggja áherslu á þessi atriði sem og það að skriftan vinnur aðeins í aðra áttina, þ.e. sendir aðeins fyrirfram skilgreindar upplýsingar en sendir engar fyrirspurnir í grunnin. Í mínum huga er skýr greinarmunur á því hvort verið er að senda svona upplýsingar niður í grunninn eða hvort send er fyrirspurn þar sem unnið er svo úr svari, s.s. eins og upplýsingar um hvaða rástímar eru lausir osfrv. Svo það fari ekki á milli mála þá viðurkenni ég að hafa notað skriftu til að bóka allt að 3 rástíma í senn nokkra þriðjudaga í sumar en mótmæli harðlega þeim ásökunum sem fram komu í seinna bréfi stjórnar þar sem gefið er í skyn að rástímar hafi verið bókaðir áður búið var að opna fyrir rástímabókun fyrir viðkomandi dag. Ég get lagt fram gögn um hvernig skriftan sem ég notaði vinnur s.s. eins og sjálfa skriftuna og einnig log‐skrár máli mínu til stuðnings. Að lokum vil ég koma á framfæri athugasemdum við vinnubrögð stjórnar í þessu máli. Framkvæmdastjóra og líklega flestum stjórnarmönnum er fullkunnugt um að ég er forsvarsmaður Stulla þegar kemur að samskiptum við GR. Mér hefði þótt eðlilegast að þegar þeir fengu upplýsingar frá Golfbox að haft hefði verið samband við mig strax og mér gefin kostur að skýra mitt mál. Ég hef einnig athugasemdir við hvernig stjórn svaraði bréfi sem ég ásamt Sigurði Kára Kristjánssyni undirrituðum og sendum á stjórn þar sem við óskuðum svara við nokkrum atriðum sem voru óskýr í okkar huga. Stjórn segir í svari sínu að hún telji að við höfum gerst brotlegir við 8. grein laga GR og þar er einmitt fjallað um brot á reglum um leik á völlum félagsins. Þegar reglur um leik á völlum félagsins eru skoðaðar þá kemur í ljós að engu orði er minnst á hvernig rástímaskráningu skal háttað og því ákaflega ruglingslegt í mínum huga hvaða reglur ég á að hafa gerst brotlegur við. Það vakti hins vegar athygli mína að einmitt í 8. grein er sett sú skylda á stjórn GR að reglur þessar séu nægilega kynntar og aðgengilegar félagsmönnum. Ég tel svo alls ekki vera.“ Golf Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Fleiri fréttir Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Sjá meira
Hins vegar vita Stullarnir sjálfir ekki hvaðan á sig stendur veðrið; segja málið eitt allsherjar rugl. Aðalritari hópsins, Steingrímur Gautur Pétursson, segir málið á misskilningi byggt. Þeim hafi vissulega borist bréf frá framkvæmdastjóra Golfklúbbs Reykjavíkur, Ómari Erni Friðrikssyni þar sem gerðar voru athugasemdir við það hvernig Stullarnir stóðu að bókun. En það var í júlí og þeir hafi gert grein fyrir máli sínu, tekið fullt tillit til athugasemda og talið málinu þar með lokið. Þeir skilja ekkert í því af hverju málið er komið á dagskrá á ný. Sakaðir um svindl og málið litið alvarlegum augum Á vef Ríkisútvarpsins hefur verið greint frá málinu sem nú skekur golfhreyfinguna alla. Bæði hefur verið rætt við Björn Víglundsson, formann GR sem og Brynjar Eldon Geirsson framkvæmdastjóra GSÍ og haft eftir þeim að báðir líti þeir málið alvarlegum augum. Vísir reyndi að ná tali af Birni nú síðdegis en án árangurs. Í fréttum Ríkisútvarpsins af málinu snýst það um að hópur kylfinga hafi hannað forrit sem virkar þannig að skrásetja megi rástíma að vild og komast fram fyrir aðra kylfinga við skráningu. Í frétt RÚV segir meðal annars: „Samkvæmt heimildum fréttastofu eru forstjóri stórfyrirtækis, þekktur fjölmiðlamaður og fyrrverandi þingmaður meðal þeirra.“ Vísir hefur fjallað ítarlega um hina miklu golfsprengju sem var í sumar og reyndar í fyrra einnig. Og það hvernig barist hefur verið um rástímana. Því hefur ýmsum brugðið við fréttirnar og logar nú allt stafna á milli innan golfhreyfingarinnar þar sem menn velta því fyrir sér hverjir hinir óprúttnu hrappar séu eiginlega en í golfinu grundvallast allt á heiðarleika. Stullarnir hafa lengi verið einn virkasti golfhópur landsins og einn þekktasti sinnar tegundar. Steingrímur Gautur segir þetta á miklum misskilningi byggt. Það sé einfaldlega tæknilega ekki hægt að helga sér rástíma fyrir opnun. Hins vegar hafi þeir Stullar útbúið sér fyrirbæri sem heitir skrifta, sem talar við aðrar vefþjónustur og gerir þeim kleyft að skrá marga í senn. „Þetta sem við gerðum er á gráu svæði, við náðum að bóka fimm rástíma á skömmum tíma. Og ég svaraði því á sínum tíma til aganefndar, viðurkenndi að þetta væri á gráu svæði en við höfum aldrei bókað áður en opnað er fyrir fyrir skráningu. Það er einfaldlega ekki hægt.“ Stullarnir ekki að svindla sér framfyrir röðina Steingrímur lýsir því að þeir hafi látið af þessu strax í kjölfarið, eftir athugasemdir frá klúbbnum. Og þeir hafi haldið að þar með væri málinu lokið. Stullarnir hafa oft verið til umfjöllunar í fjölmiðlum, hér er Steingrímur Gautur, lengst til hægri, ásamt fleiri þekktum Stullum í Kylfingur.is en tilefnið var þegar Steingrímur Gautur fór holu í höggi á Urriðavelli 2012.skjáskot Hann telur að bæði Björn og Brynjar hljóti að hafa miskilið hvernig málið væri vaxið, að Stullarnir hafi einhvern veginn hakkað sig inn í kerfið og náð að bóka áður en búið væri að opna fyrir skráningu. Því fari fjarri, enda væri það glæpur. Steingrímur segist hafa séð um bókanir fyrir þá félaga og fæstir í Stullunum hafi ekki svo mikið sem vitað hvernig bókanir færu fram. Í bréfi sem Vísir hefur undir höndum, frá Steingrími til aganefndar, er farið ítarlega yfir málið og þar segir meðal annars: „Að mér sjálfum undanskildum neita allir Stullar eindregið öllum ásökunum. Þeir höfðu enga vitneskju um hvernig þessum rástímabókunum var háttað og höfðu enga ástæða til að ætla annað en að þeim væri háttað á viðurkenndan hátt og þeirra krafa er að aganefnd vísi máli á hendur þeim frá.“ Þá segir jafnframt í bréfi Steingríms en það er dagsett 10. ágúst 2021: „Ég vil taka skýrt og endurtekið fram að skriftan bókar ekki rástíma áður en búið er að opna fyrir skráningu og skriftan yfirskrifar ekki læstan rástíma. Ég vil leggja áherslu á þessi atriði sem og það að skriftan vinnur aðeins í aðra áttina, þ.e. sendir aðeins fyrirfram skilgreindar upplýsingar en sendir engar fyrirspurnir í grunnin. Í mínum huga er skýr greinarmunur á því hvort verið er að senda svona upplýsingar niður í grunninn eða hvort send er fyrirspurn þar sem unnið er svo úr svari, s.s. eins og upplýsingar um hvaða rástímar eru lausir osfrv. Svo það fari ekki á milli mála þá viðurkenni ég að hafa notað skriftu til að bóka allt að 3 rástíma í senn nokkra þriðjudaga í sumar en mótmæli harðlega þeim ásökunum sem fram komu í seinna bréfi stjórnar þar sem gefið er í skyn að rástímar hafi verið bókaðir áður búið var að opna fyrir rástímabókun fyrir viðkomandi dag. Ég get lagt fram gögn um hvernig skriftan sem ég notaði vinnur s.s. eins og sjálfa skriftuna og einnig log‐skrár máli mínu til stuðnings. Að lokum vil ég koma á framfæri athugasemdum við vinnubrögð stjórnar í þessu máli. Framkvæmdastjóra og líklega flestum stjórnarmönnum er fullkunnugt um að ég er forsvarsmaður Stulla þegar kemur að samskiptum við GR. Mér hefði þótt eðlilegast að þegar þeir fengu upplýsingar frá Golfbox að haft hefði verið samband við mig strax og mér gefin kostur að skýra mitt mál. Ég hef einnig athugasemdir við hvernig stjórn svaraði bréfi sem ég ásamt Sigurði Kára Kristjánssyni undirrituðum og sendum á stjórn þar sem við óskuðum svara við nokkrum atriðum sem voru óskýr í okkar huga. Stjórn segir í svari sínu að hún telji að við höfum gerst brotlegir við 8. grein laga GR og þar er einmitt fjallað um brot á reglum um leik á völlum félagsins. Þegar reglur um leik á völlum félagsins eru skoðaðar þá kemur í ljós að engu orði er minnst á hvernig rástímaskráningu skal háttað og því ákaflega ruglingslegt í mínum huga hvaða reglur ég á að hafa gerst brotlegur við. Það vakti hins vegar athygli mína að einmitt í 8. grein er sett sú skylda á stjórn GR að reglur þessar séu nægilega kynntar og aðgengilegar félagsmönnum. Ég tel svo alls ekki vera.“
„Ég vil taka skýrt og endurtekið fram að skriftan bókar ekki rástíma áður en búið er að opna fyrir skráningu og skriftan yfirskrifar ekki læstan rástíma. Ég vil leggja áherslu á þessi atriði sem og það að skriftan vinnur aðeins í aðra áttina, þ.e. sendir aðeins fyrirfram skilgreindar upplýsingar en sendir engar fyrirspurnir í grunnin. Í mínum huga er skýr greinarmunur á því hvort verið er að senda svona upplýsingar niður í grunninn eða hvort send er fyrirspurn þar sem unnið er svo úr svari, s.s. eins og upplýsingar um hvaða rástímar eru lausir osfrv. Svo það fari ekki á milli mála þá viðurkenni ég að hafa notað skriftu til að bóka allt að 3 rástíma í senn nokkra þriðjudaga í sumar en mótmæli harðlega þeim ásökunum sem fram komu í seinna bréfi stjórnar þar sem gefið er í skyn að rástímar hafi verið bókaðir áður búið var að opna fyrir rástímabókun fyrir viðkomandi dag. Ég get lagt fram gögn um hvernig skriftan sem ég notaði vinnur s.s. eins og sjálfa skriftuna og einnig log‐skrár máli mínu til stuðnings. Að lokum vil ég koma á framfæri athugasemdum við vinnubrögð stjórnar í þessu máli. Framkvæmdastjóra og líklega flestum stjórnarmönnum er fullkunnugt um að ég er forsvarsmaður Stulla þegar kemur að samskiptum við GR. Mér hefði þótt eðlilegast að þegar þeir fengu upplýsingar frá Golfbox að haft hefði verið samband við mig strax og mér gefin kostur að skýra mitt mál. Ég hef einnig athugasemdir við hvernig stjórn svaraði bréfi sem ég ásamt Sigurði Kára Kristjánssyni undirrituðum og sendum á stjórn þar sem við óskuðum svara við nokkrum atriðum sem voru óskýr í okkar huga. Stjórn segir í svari sínu að hún telji að við höfum gerst brotlegir við 8. grein laga GR og þar er einmitt fjallað um brot á reglum um leik á völlum félagsins. Þegar reglur um leik á völlum félagsins eru skoðaðar þá kemur í ljós að engu orði er minnst á hvernig rástímaskráningu skal háttað og því ákaflega ruglingslegt í mínum huga hvaða reglur ég á að hafa gerst brotlegur við. Það vakti hins vegar athygli mína að einmitt í 8. grein er sett sú skylda á stjórn GR að reglur þessar séu nægilega kynntar og aðgengilegar félagsmönnum. Ég tel svo alls ekki vera.“
Golf Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Fleiri fréttir Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Sjá meira