Tónlist

Kanye og Dra­ke halda tón­leika saman

Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar
Kanye og Drake við heimili þess síðarnefnda í Toronto í byrjun vikunnar.
Kanye og Drake við heimili þess síðarnefnda í Toronto í byrjun vikunnar. Instagram/Kanye

Tveir stærstu rapparar heims, Kanye West og Dra­ke, höfðu eldað grátt silfur saman síðustu ár áður en þeir sættust ó­vænt fyrr í vikunni. Þeir ætla sér að koma fram saman á tón­leikum þann 9. desember næst­komandi í til­raun til að reyna að fá banda­rísk yfir­völd til að sleppa fanganum Larry Hoover lausum.

Kanye hefur um ára­bil talað fyrir því að Larry veðri látinn laus en hann er einn stofnanda gengisins Gang­ster Discip­les í Chi­cago, heima­borg Kanye. Dra­ke hefur einnig beitt sér fyrir þessu ný­lega og svo virðist sem rappararnir tveir hafi lagt á­greinings­efni sín til hliðar og sam­einað krafta sína í bar­áttunni.

Kanye birti mynd­band af sér fyrr í þessum mánuði þar sem hann biðlaði til Dra­ke að koma fram með sér á tón­leikum fyrir Larry. „Bæði ég og Dra­ke höfum skotið fast hvor á annan en nú er tími til að leggja það allt til hliðar,“ sagði Kanye í mynd­bandinu sem má sjá hér að neðan:

Það var svo á þriðju­daginn að þeir birtu báðir myndir og mynd­bönd af sér saman í partýi á heimili Dra­ke í Tor­onto í Kanada. Með þeim var meðal annars skemmti­krafturinn Dave Chappelle, sem hélt ræðu í til­efni sátta­stundarinnar og sagði hana sögu­lega.

Og í dag birti Kanye síðan aug­lýsingu fyrir tón­leikana sem þeir Dra­ke ætla að halda saman þann 9. desember til að vekja at­hygli á mál­efninu.

Hefur setið inni tvo þriðju hluta ævinnar

Larry Hoover var dæmdur í fangelsi árið 1973 og er nú kominn með sam­tals sex lífs­tíðar­dóma á sig; fyrst fyrir að hafa fyrir­skipað morð og síðan hefur hann fengið á sig fleiri dóma sem tengjast hans þátt­töku innan gengisins frá Chi­cago. Árið 1995 var hann síðan dæmdur í 150 til 200 ára fangelsi fyrir að hafa myrt 19 ára eitur­lyfja­sala, eftir sau­tján ára rann­sókn á hans gjörðum.

Mynd af Larry sem sonur hans birti á netinu.Instagram/Larry Hoover Jr.

Hann er einn stofn­enda gengisins en Kanye hefur sjálfur tengingar inn í það enda margir vinir hans hluti af því.

Síðan hafa margir talað fyrir frelsi Larry sem nú er orðinn sjö­tugur að aldri og vilja menn meina að hann hafi hlotið allt of þunga dóma fyrir glæpi sína. Hann hefur setið inni í fangelsi í 48 ár en var dæmdur þegar hann var 23 ára gamall.

Hann hefur þannig eytt tveimur þriðju hlutum lífs síns innan veggja fangelsis. Til saman­burðar er hefð­bundinn fangelsis­dómur á Ís­landi fyrir mann­dráp 16 ár.


Tengdar fréttir

Löng bið eftir plötu Dra­ke loks á enda

Drake gaf í morgun út sína sjöttu stúdíóplötu, Certified Lover Boy. Tónlistarunnendur hafa þurft að bíða í þrjú ár eftir stúdíóplötu frá þessum vinsælasta tónlistarmanni heims í dag.

Donda er loksins komin út

Tíunda hljómplata rapparans Kanye West er komin út. Platan ber nafnið Donda en hún er nefnd eftir móður Kanyes, Dondu West, sem lést árið 2007.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.