Auglýstu og voru komin með þrjátíu manna hóp eftir klukkustund Snorri Másson skrifar 20. nóvember 2021 19:34 Vífill Ari er á meðal læknanema sem hefur skráð sig til leiks í úthringiveri Covid-göngudeildarinnar. Það veitir ekki af. Vísir Landspítalanum er sífellt stærri vandi á höndum við að manna störf og álagið er enn stigvaxandi vegna faraldursins. Í gær var gripið til nýs ráðs í úthringiveri Covid-göngudeilarinnar, sem bar undraverðan árangur. „Eins og hefur verið augljóst í fjölmiðlum hefur gengið erfiðlega að fá fólk til að koma og taka þátt í hringingum, eðlilega, því það hefur verið kappsmál hjá spítalanum að halda starfsemi sem eðlilegastri þrátt fyrir aukið álag. Þannig að okkur datt í hug að leita til læknanema og við auglýstum eftir hópi klukkan þrjú á föstudegi og klukkutíma síðar voru mættir um 30 manns tilbúnir að leggja hönd á plóg,“ segir Hrafnhildur Linnet Runólfsdóttir, deildarlæknir á Covid-göngudeild. Fréttastofa kynnti sér starfsemi símaversins í dag, hitti nokkra læknanema en einnig heimilislækni á eftirlaunum: Fer beint í reynslubankann Það eru ekki gleðitíðindi sem læknar á eftirlaunum og læknanemar keppast nú við að flytja nýjustu Covid-sjúklingum landsins á vegum göngudeildarinnar. Mönnunarvandinn er alvarlegur og nú síðast lýsti heilbrigðisráðherra áhyggjum af því að neikvæð umræða um starfsaðstæður á Landspítala gæti beinlínis fælt heilbrigðismenntaða frá því að koma til starfa fyrir sjúkrahúsið. Sú umræða hefur greinilega ekki fengið á systkini sem fréttastofa ræddi við, sem voru ánægð að fá hlutastarf með frjálslega vinnutíma. „Þetta er bara mjög spennandi. Þetta fer beint í reynslubankann,“ segir Vífill Ari Hróðmarsson, 3. árs læknanemi. „Já, mér finnst þetta bara mjög gaman,“ segir Eygló Sóley Hróðmarsdóttir, 1. árs læknanemi og systir Vífils. Vífill, sem er kominn lengra í náminu, segir stemninguna á meðal skólasystkina sinna alls ekki þannig að þau vilji ekki vinna á spítalanum vegna aðstæðna þar, nema síður væri. „Þetta er bara frábært tækifæri að geta lagt sitt af mörkum í heimsfaraldri,“ segir Vífill og Eygló efast ekki um að foreldrar þeirra séu stoltir að sjá þau systkini stíga sín fyrstu skref í heilbrigðiskerfinu, enda bæði læknar. Atvinnurekenda að tryggja bólusetningu verkamanna Reynslumeiri læknir á svæðinu lýsir því að flestir viðmælenda hans séu Íslendingar en þeir sem veikist verst séu erlendir, óbólusettir verkamenn. „Eitt sem hefur komið í ljós er að atvinnurekendur eru að flytja inn fullt af erlendum verkamönnum sem eru óbólusettir. Mér finnst að það eigi að stoppa það af,“ segir Haraldur Óskar Tómasson, heimilislæknir sem er kominn á eftirlaun. Í hópi fjögurra bandarískra ferðamanna, bólusettra í bak og fyrir, hafi til dæmis þrír reynst einkennalausir með bráðsmitandi veiru. „Þannig að eins og dómsmálaráðherra og ferðamálaráðherra vilja, opna landið, ég veit ekki hvað hefði gerst ef þeir hefðu sloppið inn svona og ógreindir,“ segir Haraldur. Landspítalinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Tuttugu og tveir á Landspítala vegna Covid Tuttugu og tveir einstaklingar liggja nú á Landspítala vegna Covid. Af þessum fjölda eru tuttugu með virk smit en fjórir eru á gjörgæslu, þar af þrír í öndunarvél. 20. nóvember 2021 15:55 Óttast að Landspítali virki fráhrindandi sem vinnustaður fyrir ungt fólk Heilbrigðisráðherra telur hættu á að orðræða og tíðar kvartanir starfsfólks Landspítala gætu orðið til þess að gera vinnustaðinn fráhrindandi fyrir ungu heilbrigðismenntuðu fólki. Það sé óheppilegt í ljósi mönnunarvanda spítalans. 20. nóvember 2021 14:00 Mest lesið Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Innlent Drengurinn fannst heill á húfi Innlent „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Innlent Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Erfið stund en mikilvæg“ Innlent Hildur segir af sér til að forðast átök Innlent Fleiri fréttir Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Tókst ekki að flýja lögreglu og var gómaður með þrjá hnífa og meint eiturlyf Leikskólabörn sungu með 89 ára harmonikuleikara í Garðabæ Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Varnaðarorð sálfræðings, auðveldari leið inn á húsnæðismarkað og bangsakvöld Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Þyrlan kölluð út vegna beinbrotinnar göngukonu Vesturbæjarlaug opnar enn á ný Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Skjálfti fannst í byggð Ólafur orðinn nýr þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins „Erfið stund en mikilvæg“ Kjötsúpu í boði á Hvolsvelli fyrir alla sem vilja Þorgerður á óformlegum fundi ESB Austurland í áfalli, uppstokkun í Valhöll og kjötsúpa fyrir alla Vann fyrir opnum tjöldum hjá bæði saksóknara og PPP Hvirfilbylur við Vatnsleysuströnd Framkvæmdir við Fjallaböðin í fullum gangi Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Náðu fullum þrýstingi í nótt Drengurinn fannst heill á húfi Kjúklingaræktandi fær á baukinn en MAST líka Guðrún tilnefnir Ólaf Adolfsson sem formann þingflokksins Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Guðrún hrókerar í þingflokknum Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Hildur segir af sér til að forðast átök Sjá meira
„Eins og hefur verið augljóst í fjölmiðlum hefur gengið erfiðlega að fá fólk til að koma og taka þátt í hringingum, eðlilega, því það hefur verið kappsmál hjá spítalanum að halda starfsemi sem eðlilegastri þrátt fyrir aukið álag. Þannig að okkur datt í hug að leita til læknanema og við auglýstum eftir hópi klukkan þrjú á föstudegi og klukkutíma síðar voru mættir um 30 manns tilbúnir að leggja hönd á plóg,“ segir Hrafnhildur Linnet Runólfsdóttir, deildarlæknir á Covid-göngudeild. Fréttastofa kynnti sér starfsemi símaversins í dag, hitti nokkra læknanema en einnig heimilislækni á eftirlaunum: Fer beint í reynslubankann Það eru ekki gleðitíðindi sem læknar á eftirlaunum og læknanemar keppast nú við að flytja nýjustu Covid-sjúklingum landsins á vegum göngudeildarinnar. Mönnunarvandinn er alvarlegur og nú síðast lýsti heilbrigðisráðherra áhyggjum af því að neikvæð umræða um starfsaðstæður á Landspítala gæti beinlínis fælt heilbrigðismenntaða frá því að koma til starfa fyrir sjúkrahúsið. Sú umræða hefur greinilega ekki fengið á systkini sem fréttastofa ræddi við, sem voru ánægð að fá hlutastarf með frjálslega vinnutíma. „Þetta er bara mjög spennandi. Þetta fer beint í reynslubankann,“ segir Vífill Ari Hróðmarsson, 3. árs læknanemi. „Já, mér finnst þetta bara mjög gaman,“ segir Eygló Sóley Hróðmarsdóttir, 1. árs læknanemi og systir Vífils. Vífill, sem er kominn lengra í náminu, segir stemninguna á meðal skólasystkina sinna alls ekki þannig að þau vilji ekki vinna á spítalanum vegna aðstæðna þar, nema síður væri. „Þetta er bara frábært tækifæri að geta lagt sitt af mörkum í heimsfaraldri,“ segir Vífill og Eygló efast ekki um að foreldrar þeirra séu stoltir að sjá þau systkini stíga sín fyrstu skref í heilbrigðiskerfinu, enda bæði læknar. Atvinnurekenda að tryggja bólusetningu verkamanna Reynslumeiri læknir á svæðinu lýsir því að flestir viðmælenda hans séu Íslendingar en þeir sem veikist verst séu erlendir, óbólusettir verkamenn. „Eitt sem hefur komið í ljós er að atvinnurekendur eru að flytja inn fullt af erlendum verkamönnum sem eru óbólusettir. Mér finnst að það eigi að stoppa það af,“ segir Haraldur Óskar Tómasson, heimilislæknir sem er kominn á eftirlaun. Í hópi fjögurra bandarískra ferðamanna, bólusettra í bak og fyrir, hafi til dæmis þrír reynst einkennalausir með bráðsmitandi veiru. „Þannig að eins og dómsmálaráðherra og ferðamálaráðherra vilja, opna landið, ég veit ekki hvað hefði gerst ef þeir hefðu sloppið inn svona og ógreindir,“ segir Haraldur.
Landspítalinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Tuttugu og tveir á Landspítala vegna Covid Tuttugu og tveir einstaklingar liggja nú á Landspítala vegna Covid. Af þessum fjölda eru tuttugu með virk smit en fjórir eru á gjörgæslu, þar af þrír í öndunarvél. 20. nóvember 2021 15:55 Óttast að Landspítali virki fráhrindandi sem vinnustaður fyrir ungt fólk Heilbrigðisráðherra telur hættu á að orðræða og tíðar kvartanir starfsfólks Landspítala gætu orðið til þess að gera vinnustaðinn fráhrindandi fyrir ungu heilbrigðismenntuðu fólki. Það sé óheppilegt í ljósi mönnunarvanda spítalans. 20. nóvember 2021 14:00 Mest lesið Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Innlent Drengurinn fannst heill á húfi Innlent „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Innlent Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Erfið stund en mikilvæg“ Innlent Hildur segir af sér til að forðast átök Innlent Fleiri fréttir Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Tókst ekki að flýja lögreglu og var gómaður með þrjá hnífa og meint eiturlyf Leikskólabörn sungu með 89 ára harmonikuleikara í Garðabæ Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Varnaðarorð sálfræðings, auðveldari leið inn á húsnæðismarkað og bangsakvöld Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Þyrlan kölluð út vegna beinbrotinnar göngukonu Vesturbæjarlaug opnar enn á ný Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Skjálfti fannst í byggð Ólafur orðinn nýr þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins „Erfið stund en mikilvæg“ Kjötsúpu í boði á Hvolsvelli fyrir alla sem vilja Þorgerður á óformlegum fundi ESB Austurland í áfalli, uppstokkun í Valhöll og kjötsúpa fyrir alla Vann fyrir opnum tjöldum hjá bæði saksóknara og PPP Hvirfilbylur við Vatnsleysuströnd Framkvæmdir við Fjallaböðin í fullum gangi Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Náðu fullum þrýstingi í nótt Drengurinn fannst heill á húfi Kjúklingaræktandi fær á baukinn en MAST líka Guðrún tilnefnir Ólaf Adolfsson sem formann þingflokksins Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Guðrún hrókerar í þingflokknum Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Hildur segir af sér til að forðast átök Sjá meira
Tuttugu og tveir á Landspítala vegna Covid Tuttugu og tveir einstaklingar liggja nú á Landspítala vegna Covid. Af þessum fjölda eru tuttugu með virk smit en fjórir eru á gjörgæslu, þar af þrír í öndunarvél. 20. nóvember 2021 15:55
Óttast að Landspítali virki fráhrindandi sem vinnustaður fyrir ungt fólk Heilbrigðisráðherra telur hættu á að orðræða og tíðar kvartanir starfsfólks Landspítala gætu orðið til þess að gera vinnustaðinn fráhrindandi fyrir ungu heilbrigðismenntuðu fólki. Það sé óheppilegt í ljósi mönnunarvanda spítalans. 20. nóvember 2021 14:00
Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Innlent
Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir
Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Innlent