Óttast að Landspítali virki fráhrindandi sem vinnustaður fyrir ungt fólk Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 20. nóvember 2021 14:00 Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra vonar að nýr meðferðarkjarni spítalans laði ungt fólk í störf. Vísir/Vilhelm Heilbrigðisráðherra telur hættu á að orðræða og tíðar kvartanir starfsfólks Landspítala gætu orðið til þess að gera vinnustaðinn fráhrindandi fyrir ungu heilbrigðismenntuðu fólki. Það sé óheppilegt í ljósi mönnunarvanda spítalans. Mönnunarvandi og húsnæðisskortur eru þau atriði sem allir á Landspítalanum nefna þegar þeir kvarta yfir ómögulegum starfsháttum sínum. Neyðarkall hefur borist frá hinum ýmsu sviðum og deildum spítalans nánast mánaðarlega síðustu misseri og gengu fimm starfsmenn svo langt að segja upp á bráðamóttökunni í vikunni. „Mér finnst þetta bara mjög alvarlegt. Og ég held það sé mjög mikilvægt að bæði stjórnendur á spítalanum og stjórnvöld leggi við hlustir þegar að kallað er eftir viðbrögðum og aðgerðum. Og ég held að við eigum stöðugt að vera að velta því fyrir okkur með hvaða hætti er hægt að gera betur,“ segir Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra. Nýr meðferðarkjarni lokki ungt fólk að Það sé ómögulegt að leysa þessi vandamál einn, tveir og þrír en bygging nýs meðferðarkjarna Landspítalans eigi að létta mjög á húsnæðisskortinum. „Það er auðvitað endalaust mikilvægt og það skiptir líka máli þegar kemur að mönnuninni. Það er að segja að ungt heilbrigðismenntað starfsfólk sjái að hér sé spennandi og gaman að vinna vegna þess að hér er nútímalegur spítali með besta mögulega tækjabúnað og svo framvegis," segir Svandís. „Vegna þess að það skiptir líka máli þegar að fólk er að ákveða hvar það vill vinna.“ Heldurðu að þessar stanslausu umkvartanir séu kannski einmitt til þess fallnar að verka öfugt á ungt heilbrigðismenntað fólk; að þetta virðist kannski vera fráhrindandi vinnustaður og að við séum komin í einhvern vítahring með þetta? „Þetta er náttúrulega alltaf ákveðin hætta þegar umræðan þróast með þeim hætti að það eru fleiri gallar en kostir við viðkomandi vettvang. En ég held að svona þegar á heildina er litið þá getum við öll verið sammála um það að íslensk heilbrigðisþjónusta er í hæsta gæðaflokki á heimsvísu.“ Landspítalinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Skóla - og menntamál Háskólar Mest lesið Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Fleiri fréttir Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Sjá meira
Mönnunarvandi og húsnæðisskortur eru þau atriði sem allir á Landspítalanum nefna þegar þeir kvarta yfir ómögulegum starfsháttum sínum. Neyðarkall hefur borist frá hinum ýmsu sviðum og deildum spítalans nánast mánaðarlega síðustu misseri og gengu fimm starfsmenn svo langt að segja upp á bráðamóttökunni í vikunni. „Mér finnst þetta bara mjög alvarlegt. Og ég held það sé mjög mikilvægt að bæði stjórnendur á spítalanum og stjórnvöld leggi við hlustir þegar að kallað er eftir viðbrögðum og aðgerðum. Og ég held að við eigum stöðugt að vera að velta því fyrir okkur með hvaða hætti er hægt að gera betur,“ segir Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra. Nýr meðferðarkjarni lokki ungt fólk að Það sé ómögulegt að leysa þessi vandamál einn, tveir og þrír en bygging nýs meðferðarkjarna Landspítalans eigi að létta mjög á húsnæðisskortinum. „Það er auðvitað endalaust mikilvægt og það skiptir líka máli þegar kemur að mönnuninni. Það er að segja að ungt heilbrigðismenntað starfsfólk sjái að hér sé spennandi og gaman að vinna vegna þess að hér er nútímalegur spítali með besta mögulega tækjabúnað og svo framvegis," segir Svandís. „Vegna þess að það skiptir líka máli þegar að fólk er að ákveða hvar það vill vinna.“ Heldurðu að þessar stanslausu umkvartanir séu kannski einmitt til þess fallnar að verka öfugt á ungt heilbrigðismenntað fólk; að þetta virðist kannski vera fráhrindandi vinnustaður og að við séum komin í einhvern vítahring með þetta? „Þetta er náttúrulega alltaf ákveðin hætta þegar umræðan þróast með þeim hætti að það eru fleiri gallar en kostir við viðkomandi vettvang. En ég held að svona þegar á heildina er litið þá getum við öll verið sammála um það að íslensk heilbrigðisþjónusta er í hæsta gæðaflokki á heimsvísu.“
Landspítalinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Skóla - og menntamál Háskólar Mest lesið Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Fleiri fréttir Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Sjá meira
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda