Innlent

„Neglurnar vaxa mjög hratt og hárin farin að að­lagast mér“

Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar
Guðmundur Felix fór í gegn um daglegt endurhæfingarferli sitt í myndbandinu.
Guðmundur Felix fór í gegn um daglegt endurhæfingarferli sitt í myndbandinu. Vísir

Endurhæfingaferli Guðmundar Felix Grétarssonar í Lyon gengur afar vel og hafa hann og eiginkona hans ílengst þar og hætt við að flytja aftur til Íslands, allavega í bili.

„Í upphafi ætluðum við alltaf að fara aftur til Íslands en við erum bara svo ánægð hérna. Þessi fallega borg er mitt heimili,“ segir Guðmundur Felix í samtali við franska miðilinn France3, sem fékk að fylgjast með degi í endurhæfingu Guðmundar.

Hægt er að horfa á stutt myndskeið sem sýnir daglega endurhæfingu Guðmundar í myndbandi neðst í frétt France3.

Guðmundur undirgekkst aðgerð þar sem á hann voru græddir handleggir í byrjun þessa árs og hefur verið duglegur að birta færslur á Facebook þar sem hann sýnir ferlið og árangur sinn í endurhæfingunni.

Að hans sögn fer honum fram með hverjum deginum sem líður. „Neglurnar vaxa mjög hratt og hárin farin að aðlagast mér. Hárin á handleggjunum er núna orðið eins og öll hin líkamshárin mín,“ segir hann.

Í myndbandinu má sjá hvernig hann er farinn að fá meiri tilfinningu í höndina og fingurna þó enn sé nokkur vinna eftir til að virkja almennilega taugaendana þar. Hann lyftir þar vínglasi að vörum sér og nær að beita skeið.


Tengdar fréttir

Guð­­mundur Felix hnyklar vöðvann í fyrsta skipti

Guð­mundur Felix Grétars­son hreyfði í dag upp­hand­leggs­vöðva sinn í fyrsta skipti eftir að hann missti hendurnar árið 1998. Tauga­endar í hand­leggjunum sem hann fékk grædda á sig í byrjun árs hafa vaxið mun hraðar en gert var ráð fyrir í fyrstu.

Guðmundur Felix léttur í lauginni

Guðmundur Felix Grétarsson deildi í gærkvöldi myndbandi af sér í sundlaug þar sem hann sést hreyfa annan handlegginn.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×