Innlent

Guð­­mundur Felix hnyklar vöðvann í fyrsta skipti

Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar
Guðmundur er að vonum sáttur með árangurinn.
Guðmundur er að vonum sáttur með árangurinn. facebook/guðmundur felix

Guð­mundur Felix Grétars­son hreyfði í dag upp­hand­leggs­vöðva sinn í fyrsta skipti eftir að hann missti hendurnar árið 1998. Tauga­endar í hand­leggjunum sem hann fékk grædda á sig í byrjun árs hafa vaxið mun hraðar en gert var ráð fyrir í fyrstu.

Guðmundur greinir frá þessu í myndbandi á Facebook í dag. Gert var ráð fyrir að taugarnar myndu vaxa á meðalhraða og næðu þá niður í olnboga eftir um það bil eitt ár og síðan niður í fingur eftir tvö ár.

„En skítt með meðaltalið. Í dag hreyfði ég upphandleggsvöðvann. Ég er finn fyrir taugaendunum vaxa og finn fyrir taugunum í framhandleggnum nálgast höndina,“ segir hann. „En ég er ekki farinn að geta hreyft mig þar en ef þið lítið á upphandleggsvöðvann á mig sjáiði að ég get hreyft þennan andskota.“

Á myndbandinu má svo sjá Guðmund hnykla hægri vöðvann.

„28. maí er dagurinn sem ég gat allt í einu hreyft vöðvann í fyrsta skipti. Hvern dag héðan í frá á þetta bara eftir að verða betra.“



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×