Innlent

Fara í víðtæka skimun á Dalvík

Samúel Karl Ólason skrifar
Lögreglan hvetur íbúa Dalvíkur til að forðast hópamyndun.
Lögreglan hvetur íbúa Dalvíkur til að forðast hópamyndun. Vísir/Egill

Smituðum hefur fjölgað töluvert í umdæmi Lögreglunnar á Norðurlandi eystra. 29 greindust smitaðir í gær og þar af 23 á Dalvík og í Dalvíkurbyggð. Til stendur að fara í víðtæka skimun á Dalvík á mánudaginn.

Í tilkynningu sem lögreglan birti á Facebook í dag segir að fyrir utan Dalvíkurbyggð hafi fjórir greinst smitaðir á Raufarhöfn, einn á Akureyri og einn á Húsavík.

Þar eru íbúar Dalvíkur einnig hvattir til að halda sig með sínum nánustu og forðast hópamyndun.

„Talsverður fjöldi fólks hefur nú þegar verið settur í sóttkví á Dalvík og nágrenni en ljóst er líka að einhverjir kunna að vera útsettir þrátt fyrir að þeir hafi ekki verið settir í sóttkví,“ segir í færslunni.

Lögreglan hvetur alla og sérstaklega þá sem hafa komið að barna og unglingastarfi á Dalvík síðustu daga að huga að eigin heilsu og skrá sig í skimun.

„Allir þurfa áfram að huga að persónulegum smitvörnum og gá vel að sér á þeim mannamótum sem fólk fer á um helgina.“Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.