Lífið

Sýnishorn úr brúðkaupi Jennifer Lopez og Owen Wilson

Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar
Jennifer Lopez byrjaði aftur nýlega með sínum fyrrverandi, Ben Afflec, en þau léku saman í myndinni Gigli.
Jennifer Lopez byrjaði aftur nýlega með sínum fyrrverandi, Ben Afflec, en þau léku saman í myndinni Gigli. Skjáskot/Youtube

Jennifer Lopez snýr aftur í rómantísku gamanmyndirnar á næsta ári, þegar mynd hennar Marry Me kemur út á Valentínusardaginn.

Í stiklu fyrir myndina má sjá þegar Jennifer Lopez, sem leikur fræga söngkonu í myndinni, kynnast stærðfræðikennara sem leikinn er af Owen Wilson.

Leikkonan hefur einbeitt sér að söngnum undanfarið samhliða því að leika í lögregluþáttunum Shades of Blue og svo hefur hún verið í hlutverki framleiðandans í mörgum verkefnum eins og sjónvarpsþáttunum Good Trouble. 

Jennifer hefur leikið í rómantískum gamanmyndum á við Maid in Manhattan, The Wedding Planner, The Backup Plan og Monster-in-Law.

Sýnishorn úr myndinni Marry Me má sjá í spilaranum hér fyrir neðan.  Þar má heyra nýtt lag frá söngkonunni, On My Way.


Tengdar fréttir

Megan Fox senu­þjófur á rauða dreglinum

MTV verðlaunahátíðin var haldin með miklum glæsibrag í Barclays Center í New York í nótt. Allar helstu stjörnur tónlistarheimsins voru þar samankomnar, bæði nýliðar sem og aðrir eldri og reynslumeiri. Það var mikið um glamúr og dressin voru hvert öðru glæsilegra.

Bennifer saman á rauða dreglinum á ný

Jennifer Lopez og Ben Affleck stigu í fyrsta sinn saman á rauða dregilinn í Feneyjum í gær. Það er eftir að turtildúfurnar hafa farið leynt með að þau hafi tekið saman aftur.

Lopez og Af­f­leck kyssast á lúxus­snekkju

Tónlistarkonan Jennifer Lopez deildi í gær myndaseríu á Instagram í tilefni af 52 ára afmæli sínu sem hún hélt upp á í gær. Meðal myndanna er ein af henni og leikaranum Ben Affleck kyssast.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.