Í stiklu fyrir myndina má sjá þegar Jennifer Lopez, sem leikur fræga söngkonu í myndinni, kynnast stærðfræðikennara sem leikinn er af Owen Wilson.
Leikkonan hefur einbeitt sér að söngnum undanfarið samhliða því að leika í lögregluþáttunum Shades of Blue og svo hefur hún verið í hlutverki framleiðandans í mörgum verkefnum eins og sjónvarpsþáttunum Good Trouble.
Jennifer hefur leikið í rómantískum gamanmyndum á við Maid in Manhattan, The Wedding Planner, The Backup Plan og Monster-in-Law.
Sýnishorn úr myndinni Marry Me má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Þar má heyra nýtt lag frá söngkonunni, On My Way.