Lífið

Lopez og Af­f­leck kyssast á lúxus­snekkju

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
JLo deildi þessari mynd á Instagram í gær í tilefni 52 afmælis síns.
JLo deildi þessari mynd á Instagram í gær í tilefni 52 afmælis síns. Skjáskot

Tónlistarkonan Jennifer Lopez deildi í gær myndaseríu á Instagram í tilefni af 52 ára afmæli sínu sem hún hélt upp á í gær. Meðal myndanna er ein af henni og leikaranum Ben Affleck kyssast.

Fréttir af því að ástarsambandi milli Lopez og Affleck væri hafið á ný bárust fyrst í maí á þessu ári, sautján árum eftir að þau slitu sambandi sínu. Nú hefur parið staðfest það formlega að þau hafi tekið saman á ný.

Lopez varð eins og áður segir 52 ára í gær og hélt hún upp á áfangann á lúxussnekkju og Affleck fékk að fylgja. Lopez og Affleck voru par á árunum 2002-2004 og voru þau um tíma trúlofuð.


Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.