Fréttir af því að ástarsambandi milli Lopez og Affleck væri hafið á ný bárust fyrst í maí á þessu ári, sautján árum eftir að þau slitu sambandi sínu. Nú hefur parið staðfest það formlega að þau hafi tekið saman á ný.
Lopez varð eins og áður segir 52 ára í gær og hélt hún upp á áfangann á lúxussnekkju og Affleck fékk að fylgja. Lopez og Affleck voru par á árunum 2002-2004 og voru þau um tíma trúlofuð.