Rögnvaldur hefur fundið Eyjurnar sínar Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 18. nóvember 2021 12:31 Aðalleikkonurnar í sýningunni, Nína Tamimi og Iðunn Stefánsdóttir, eru sjö ára gamlar og skipta þær með sér hlutverki Eyju í vetur. Siggi Sigurjóns leikur Rögnvald. Vísir/Vilhelm Búið er að velja leikhópinn fyrir sýninguna Langelstur að eilífu sem sett verður á svið í Gaflaraleikhúsinu í Hafnarfirði. Frumsýning barnaleikritsins er 15. janúar næstkomandi. Langelstur að eilífu er byggt á samnefndri barnabók um Eyju og vin hennar Rögnvald eftir Bergrúnu Írisi Sævarsdóttur. Bókin hlaut íslensku bókmenntaverðlaunin í flokki barna- og ungmennabóka árið 2019 en fyrri bækurnar tvær, Langelstur í bekknum (2017) og Langelstur í leynifélaginu (2018), voru báðar tilnefndar til Fjöruverðlaunanna þegar þær komu út. Leikarinn Siggi Sigurjóns verður Rögnvaldur, en hann var draumaval höfundar Langelstur bókaseríunnar þegar ákveðið var að gera bækurnar að barnasýningu. Leikstjóri verksins er Björk Jakobsdóttir og leikhópurinn hefur nú þegar hafið æfingar. Nú er búið að velja hverjar munu skipta með sér hlutverki Eyju og hlutverkið fengu þær Nína Sólrún Tamimi og Iðunn Eldey Stefánsdóttir. Júlíana Sara Gunnarsdóttir og Ásgrímur Geir Logason leika með þeim í sýningunni ásamt hæfileikaríkum hópi barna sem valin voru eftir fjölmennar áheyrnaprufur fyrr á árinu. Konurnar á bak við sýninguna Langelstur að eilífu, Björk Jakobsdóttir leikstjóri og Bergrún Íris Sævarsdóttir höfundur.Vísir/Vilhelm „Það mættu mörg hundruð börn í prufur í haust og valið var virkilega erfitt. Björk er hins vegar vön að leikstýra krökkum og gat sigtað út tólf stykki stórstjörnur. Það hefur verið magnað að fylgjast með því hvað þessir ungu leikarar eru agaðir og flinkir. Aðalleikkonurnar okkar tvær eru bara sjö ára gamlar og eiga stóra framtíð fyrir sér í leikhúsinu,“ segir Bergrún Íris höfundur Langelstur-bókanna. Krakkaleikhópinn skipa Hildur María Reynisdóttir, Nína Sólrún Tamimi, Rafney Birna Guðmundsdóttir, Rebecca Lív Biraghi, Árni Magnússon, Stormur Björnsson, Iðunn Eldey Stefánsdóttir, Helga Karen Aðalsteinsdóttir, Kolbrún Helga Friðriksdóttir, Oktavía Gunnarsdóttir, Steinar Thor Stefánsson og Tómas Bjartur Skúlínuson. Ljósmyndari Vísis leit við á æfingu hjá hópnum á dögunum.Vísir/Vilhelm Langelstur að eilífu er afskaplega falleg saga af vináttu og hugrekki, því Eyja þarf svo sannarlega að vera hugrökk og takast á við mikil umskipti og erfiðar tilfinningar. Stelpurnar eru mjög spenntar að takast á við þetta krefjandi hlutverk. Höfundur tónlistar og tónlistarstjórn er í höndum Mána Svavars. Söngstjóri er Guðlaug Dröfn Ólafsdóttir og hönnuður búninga er Eva Björg Harðardóttir. Friðþjófur Þorsteinsson sér um ljós og leikmynd en grafík hannaði Bergrún Íris Sævarsdóttir. Danshöfundur og sviðshreyfingar eru á vegum Chantelle Carey. Hæfileikaríkur hópur leikara setur upp sýninguna Langelstur að eilífu. Vísir/Vilhelm Leikhús Hafnarfjörður Bókmenntir Menning Börn og uppeldi Krakkar Tengdar fréttir Verðlaunahafarnir á íslensku hljóðbókaverðlaununum Íslensku hljóðbókaverðlaunin, Storytel Awards, voru afhent í Norðurljósasal Hörpu í dag. 26. mars 2021 14:58 Bergrún Íris, Jón Viðar og Sölvi Björn hljóta bókmenntaverðlaunin Sigurverkið í flokki fagurbókmennta var lengi að fæðast. 28. janúar 2020 20:30 Mest lesið Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Lífið Biðin langa: Rúmt ár í herlegheitin Leikjavísir Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Lífið Skúli og Gríma fengu sér hund Lífið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Aldrei verið eins einfalt að bóka tíma Lífið samstarf Fleiri fréttir Mætti í eigið afmæli í lokaðri líkkistu Verðmiðinn hækkar á höll Antons Skúli og Gríma fengu sér hund Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Stærsta tímahylki Íslandssögunnar Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Dóttir De Niro kemur út sem trans Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Gengst við kókaínfíkn sinni Justin Bieber nýtur sín norður í landi Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Sjá meira
Langelstur að eilífu er byggt á samnefndri barnabók um Eyju og vin hennar Rögnvald eftir Bergrúnu Írisi Sævarsdóttur. Bókin hlaut íslensku bókmenntaverðlaunin í flokki barna- og ungmennabóka árið 2019 en fyrri bækurnar tvær, Langelstur í bekknum (2017) og Langelstur í leynifélaginu (2018), voru báðar tilnefndar til Fjöruverðlaunanna þegar þær komu út. Leikarinn Siggi Sigurjóns verður Rögnvaldur, en hann var draumaval höfundar Langelstur bókaseríunnar þegar ákveðið var að gera bækurnar að barnasýningu. Leikstjóri verksins er Björk Jakobsdóttir og leikhópurinn hefur nú þegar hafið æfingar. Nú er búið að velja hverjar munu skipta með sér hlutverki Eyju og hlutverkið fengu þær Nína Sólrún Tamimi og Iðunn Eldey Stefánsdóttir. Júlíana Sara Gunnarsdóttir og Ásgrímur Geir Logason leika með þeim í sýningunni ásamt hæfileikaríkum hópi barna sem valin voru eftir fjölmennar áheyrnaprufur fyrr á árinu. Konurnar á bak við sýninguna Langelstur að eilífu, Björk Jakobsdóttir leikstjóri og Bergrún Íris Sævarsdóttir höfundur.Vísir/Vilhelm „Það mættu mörg hundruð börn í prufur í haust og valið var virkilega erfitt. Björk er hins vegar vön að leikstýra krökkum og gat sigtað út tólf stykki stórstjörnur. Það hefur verið magnað að fylgjast með því hvað þessir ungu leikarar eru agaðir og flinkir. Aðalleikkonurnar okkar tvær eru bara sjö ára gamlar og eiga stóra framtíð fyrir sér í leikhúsinu,“ segir Bergrún Íris höfundur Langelstur-bókanna. Krakkaleikhópinn skipa Hildur María Reynisdóttir, Nína Sólrún Tamimi, Rafney Birna Guðmundsdóttir, Rebecca Lív Biraghi, Árni Magnússon, Stormur Björnsson, Iðunn Eldey Stefánsdóttir, Helga Karen Aðalsteinsdóttir, Kolbrún Helga Friðriksdóttir, Oktavía Gunnarsdóttir, Steinar Thor Stefánsson og Tómas Bjartur Skúlínuson. Ljósmyndari Vísis leit við á æfingu hjá hópnum á dögunum.Vísir/Vilhelm Langelstur að eilífu er afskaplega falleg saga af vináttu og hugrekki, því Eyja þarf svo sannarlega að vera hugrökk og takast á við mikil umskipti og erfiðar tilfinningar. Stelpurnar eru mjög spenntar að takast á við þetta krefjandi hlutverk. Höfundur tónlistar og tónlistarstjórn er í höndum Mána Svavars. Söngstjóri er Guðlaug Dröfn Ólafsdóttir og hönnuður búninga er Eva Björg Harðardóttir. Friðþjófur Þorsteinsson sér um ljós og leikmynd en grafík hannaði Bergrún Íris Sævarsdóttir. Danshöfundur og sviðshreyfingar eru á vegum Chantelle Carey. Hæfileikaríkur hópur leikara setur upp sýninguna Langelstur að eilífu. Vísir/Vilhelm
Leikhús Hafnarfjörður Bókmenntir Menning Börn og uppeldi Krakkar Tengdar fréttir Verðlaunahafarnir á íslensku hljóðbókaverðlaununum Íslensku hljóðbókaverðlaunin, Storytel Awards, voru afhent í Norðurljósasal Hörpu í dag. 26. mars 2021 14:58 Bergrún Íris, Jón Viðar og Sölvi Björn hljóta bókmenntaverðlaunin Sigurverkið í flokki fagurbókmennta var lengi að fæðast. 28. janúar 2020 20:30 Mest lesið Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Lífið Biðin langa: Rúmt ár í herlegheitin Leikjavísir Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Lífið Skúli og Gríma fengu sér hund Lífið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Aldrei verið eins einfalt að bóka tíma Lífið samstarf Fleiri fréttir Mætti í eigið afmæli í lokaðri líkkistu Verðmiðinn hækkar á höll Antons Skúli og Gríma fengu sér hund Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Stærsta tímahylki Íslandssögunnar Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Dóttir De Niro kemur út sem trans Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Gengst við kókaínfíkn sinni Justin Bieber nýtur sín norður í landi Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Sjá meira
Verðlaunahafarnir á íslensku hljóðbókaverðlaununum Íslensku hljóðbókaverðlaunin, Storytel Awards, voru afhent í Norðurljósasal Hörpu í dag. 26. mars 2021 14:58
Bergrún Íris, Jón Viðar og Sölvi Björn hljóta bókmenntaverðlaunin Sigurverkið í flokki fagurbókmennta var lengi að fæðast. 28. janúar 2020 20:30