1.592 látist í umferðarslysum á Íslandi frá 1915 Hólmfríður Gísladóttir skrifar 18. nóvember 2021 09:08 Viðbragðsaðilar kveikja á kertum til minningar um þá sem hafa látist í umferðarslysum 21. nóvember í fyrra. Frá því að fyrsta banaslysið í umferðinni var skráð á Íslandi árið 1915 hafa 1.592 látist í umferðinni, til og með 16. nóvember síðastliðnum. Sjö einstaklingar hafa látist það sem af er þessu ári. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Samgöngustofu, þar sem vakin er athygli á alþjóðlegum minningardegi um þá sem látist hafa í umferðinni, 21. nóvember. Í ár verður dagurinn notaður til að beina sjónum að afleiðingum þess að nota ekki öryggisbelti. „Tilgangurinn með deginum er að minnast þeirra sem látist hafa í umferðinni; leiða hugann að ábyrgð hvers og eins í umferðinni. Þá er rík hefð fyrir því á minningardeginum að færa starfsstéttum, sem sinna björgun og aðhlynningu þegar umferðarslys verður, þakkir fyrir mikilvægt og óeigingjarnt starf. Minningardagurinn er alþjóðlegur undir merkjum Sameinuðu þjóðanna, sem hafa tileinkað þriðja sunnudag í nóvember þessari minningu. Um það bil 3.600 einstaklingar láta lífið og hundruð þúsunda slasast í umferðinni í heiminum á degi hverjum,“ segir í tilkynningunni. Umferðarslys snerta fjölda manns utan þeirra sem í þeim lenda, bæði viðbragðsaðila og aðstandendur, sem sitja eftir með sorgina. Ef horft er til síðustu 10 ára hafa 12 manns látist í umferðinni að meðaltali ár hvert. Áratuginn þar á undan, árin 2001 til 2010, létust að meðaltali 20 manns í umferðinni á hverju ári. „Segja má að allt samfélagið deili með sér alvarlegum afleiðingum umferðarslysa. Vart er til sá einstaklingur sem þekkir ekki einhvern sem lent hefur í alvarlegu slysi í umferðinni. Það er því til mikils að vinna að koma í veg fyrir slysin og megi þessi dagur efla vitund okkar fyrir því og ábyrgð.“ Efnt verður til minningarathafnar við Björgunarmiðstöðina í Skógarhlíð kl. 14. Þar verða forseti Íslands og samgöngu- og sveitastjórnarráðherra viðstaddir og flytja ávörp. Þá verður einnig kveikt á kertum til minningar um fórnarlömb umferðarslysa. Boðuð verður einnar mínútu þögn sem landsmenn eru hvattir til að taka þátt í en vegna kórónuveirufaraldursins verður streymt frá athöfninni á vef minningardagsins. Umferð Umferðaröryggi Samgönguslys Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Erlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Fleiri fréttir Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar Gefa út lag með látnum syni og félaga Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Samgöngustofu, þar sem vakin er athygli á alþjóðlegum minningardegi um þá sem látist hafa í umferðinni, 21. nóvember. Í ár verður dagurinn notaður til að beina sjónum að afleiðingum þess að nota ekki öryggisbelti. „Tilgangurinn með deginum er að minnast þeirra sem látist hafa í umferðinni; leiða hugann að ábyrgð hvers og eins í umferðinni. Þá er rík hefð fyrir því á minningardeginum að færa starfsstéttum, sem sinna björgun og aðhlynningu þegar umferðarslys verður, þakkir fyrir mikilvægt og óeigingjarnt starf. Minningardagurinn er alþjóðlegur undir merkjum Sameinuðu þjóðanna, sem hafa tileinkað þriðja sunnudag í nóvember þessari minningu. Um það bil 3.600 einstaklingar láta lífið og hundruð þúsunda slasast í umferðinni í heiminum á degi hverjum,“ segir í tilkynningunni. Umferðarslys snerta fjölda manns utan þeirra sem í þeim lenda, bæði viðbragðsaðila og aðstandendur, sem sitja eftir með sorgina. Ef horft er til síðustu 10 ára hafa 12 manns látist í umferðinni að meðaltali ár hvert. Áratuginn þar á undan, árin 2001 til 2010, létust að meðaltali 20 manns í umferðinni á hverju ári. „Segja má að allt samfélagið deili með sér alvarlegum afleiðingum umferðarslysa. Vart er til sá einstaklingur sem þekkir ekki einhvern sem lent hefur í alvarlegu slysi í umferðinni. Það er því til mikils að vinna að koma í veg fyrir slysin og megi þessi dagur efla vitund okkar fyrir því og ábyrgð.“ Efnt verður til minningarathafnar við Björgunarmiðstöðina í Skógarhlíð kl. 14. Þar verða forseti Íslands og samgöngu- og sveitastjórnarráðherra viðstaddir og flytja ávörp. Þá verður einnig kveikt á kertum til minningar um fórnarlömb umferðarslysa. Boðuð verður einnar mínútu þögn sem landsmenn eru hvattir til að taka þátt í en vegna kórónuveirufaraldursins verður streymt frá athöfninni á vef minningardagsins.
Umferð Umferðaröryggi Samgönguslys Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Erlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Fleiri fréttir Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar Gefa út lag með látnum syni og félaga Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Sjá meira