Hef bara þurft að læra að lifa með þessu Stefán Árni Pálsson skrifar 18. nóvember 2021 11:31 Friðrik Ómar verður reglulega fyrir fordómum vegna kynhneigðar sinnar. vísir/vilhelm Friðrik Ómar Hjörleifsson er einn vinsælasti söngvari landsins og hefur verið það heillengi. Friðrik er með skemmtilegri mönnum landsins og nánast alltaf í góðu skapi. Hann er gestur vikunnar í Einkalífinu. Í þættinum fer Friðrik um víðan völl og talar meðal annars um þá fordóma sem enn eru í íslensku samfélagið gagnvart samkynhneigðum. „Það hefur aldrei böggað mig á nokkurn hátt að vera gay. Mér finnst líf mitt yndislegt. Eina sem fylgir þessu í dag er að á vissum tímapunkti í lífinu fattar þú að það eru ekkert allir á því að þetta sé lífstíll sem þú eigir að lifa. Þú verður að sleppa tökunum og þú munt aldrei sannfæra þetta fólk,“ segir Friðrik og bætir við að hann fái reglulega send misgáfuleg skilaboð. „Ég dirfist ekki að segja frá því hvaða pósta ég fæ frá fólki því ég ætla ekki að gefa því platformið, aldrei. Það er fullt af fávitum þarna úti. Ég er að fá orð sem eru algjör viðbjóður. Þetta verður alltaf til og á tímabili fékk þetta rosalega mikið á mig en svo bara lærir maður. Ég til dæmis hafði samband við Pál Óskar á sínum tíma og í rauninni kenndi mér hvernig maður ætti að læra lifa með þessu. Við þurfum bara að tala saman við sem erum í hinsegin hópnum,“ segir Friðrik. Klippa: Einkalífið - Friðrik Ómar „Það venst að lifa með þessu. Auðvitað er þetta skrýtið, þetta er svo persónulegt. Af því að fólk veit hver ég er þá notfærir það sér að senda mér á Facebook eða Instagram og finnst það eiga eitthvað tilkall til að segja allan fjandann. Þetta er kannski fólk sem er með profile mynd og heldur á börnunum sínum og ég hugsa þá, vá það væri geggjað ef annað þeirra væri bara hinsegin.“ Í þættinum hér að ofan fer Friðrik einnig yfir tónlistarferilinn, æskuna og áfallið þegar foreldrar hans skildu, um húmorinn svarta, um Eurovision ævintýrin, einelti sem hann varð fyrir sem barn, skilnaðinn eftir ellefu ára samband, framtíðina og margt fleira. Friðrik mun standa fyrir fjölmörgum jólatónleikum í desember bæði í Salnum í Kópavogi og Hofi á Akureyri. Einkalífið Tónlist Hinsegin Mest lesið Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Menning „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Lífið „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Lífið Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma Lífið Robert Redford er látinn Lífið Heklaði á sig forsýningarkjólinn Tíska og hönnun Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Lífið Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Lífið Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Lífið Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Gagnrýni Fleiri fréttir Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Ein sú fegursta komin á fast Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Kettir með engar rófur til sýnis Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Sjá meira
Hann er gestur vikunnar í Einkalífinu. Í þættinum fer Friðrik um víðan völl og talar meðal annars um þá fordóma sem enn eru í íslensku samfélagið gagnvart samkynhneigðum. „Það hefur aldrei böggað mig á nokkurn hátt að vera gay. Mér finnst líf mitt yndislegt. Eina sem fylgir þessu í dag er að á vissum tímapunkti í lífinu fattar þú að það eru ekkert allir á því að þetta sé lífstíll sem þú eigir að lifa. Þú verður að sleppa tökunum og þú munt aldrei sannfæra þetta fólk,“ segir Friðrik og bætir við að hann fái reglulega send misgáfuleg skilaboð. „Ég dirfist ekki að segja frá því hvaða pósta ég fæ frá fólki því ég ætla ekki að gefa því platformið, aldrei. Það er fullt af fávitum þarna úti. Ég er að fá orð sem eru algjör viðbjóður. Þetta verður alltaf til og á tímabili fékk þetta rosalega mikið á mig en svo bara lærir maður. Ég til dæmis hafði samband við Pál Óskar á sínum tíma og í rauninni kenndi mér hvernig maður ætti að læra lifa með þessu. Við þurfum bara að tala saman við sem erum í hinsegin hópnum,“ segir Friðrik. Klippa: Einkalífið - Friðrik Ómar „Það venst að lifa með þessu. Auðvitað er þetta skrýtið, þetta er svo persónulegt. Af því að fólk veit hver ég er þá notfærir það sér að senda mér á Facebook eða Instagram og finnst það eiga eitthvað tilkall til að segja allan fjandann. Þetta er kannski fólk sem er með profile mynd og heldur á börnunum sínum og ég hugsa þá, vá það væri geggjað ef annað þeirra væri bara hinsegin.“ Í þættinum hér að ofan fer Friðrik einnig yfir tónlistarferilinn, æskuna og áfallið þegar foreldrar hans skildu, um húmorinn svarta, um Eurovision ævintýrin, einelti sem hann varð fyrir sem barn, skilnaðinn eftir ellefu ára samband, framtíðina og margt fleira. Friðrik mun standa fyrir fjölmörgum jólatónleikum í desember bæði í Salnum í Kópavogi og Hofi á Akureyri.
Einkalífið Tónlist Hinsegin Mest lesið Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Menning „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Lífið „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Lífið Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma Lífið Robert Redford er látinn Lífið Heklaði á sig forsýningarkjólinn Tíska og hönnun Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Lífið Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Lífið Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Lífið Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Gagnrýni Fleiri fréttir Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Ein sú fegursta komin á fast Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Kettir með engar rófur til sýnis Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Sjá meira