Innlent

Bene­dikt á­fram for­seti Hæsta­réttar

Atli Ísleifsson skrifar
Ingveldur Einarsdóttir og Benedikt Bogason.
Ingveldur Einarsdóttir og Benedikt Bogason. Hæstiréttur/Saga Sigurðardóttir

Benedikt Bogason var endurkjörinn forseti Hæstaréttar á fundi dómara Hæstaréttar á mánudag. Mun hann því gegna stöðunni á tímabilinu 2022 til 2026.

Á vef Hæstaréttar segir að á fundinum hafi Ingveldur Einarsdóttir dómari einnig verið kjörin varaforseti réttarins fyrir sama tímabil.

„Þau tóku bæði við þessum embættum 1. september 2020. Benedikt hefur verið hæstaréttardómari frá árinu 2012 en Ingveldur frá árinu 2020. Hún hafði áður verið settur dómari við réttinn um árabil,“ segir í tilkynningunni.

Benedikt tók við embætti forseta Hæstaréttar af Þorgeiri Örlygssyni árið 2020.


Tengdar fréttir

Karl Axels­son hæsta­réttar­dómari orðinn prófessor við HÍ

Karl Axelsson, dómari við Hæstarétt, er orðinn prófessor við lagadeild Háskóla Íslands. Undanfarið hafa dómarar við réttinn sætt gagnrýni vegna aukastarfa sinna utan dómstólanna og töluverð umræða skapast um það fyrirkomulag.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×