Lífið

Hús í mjög slæmu ástandi við Þingholtsstræti fékk nýtt líf

Stefán Árni Pálsson skrifar
Í raun varð að taka allt í gegn í húsinu.
Í raun varð að taka allt í gegn í húsinu.

Í síðustu þáttaröð af Gulla Byggi var fylgst með ótrúlegum breytingum á gömlu húsi við Þingholtsstræti í Reykjavík sem var farið að láta á sjá.

Breytingin var svansvottuð bæði þegar kemur að urðun og uppbyggingu en svansvottun felur í sér strangar kröfur um efnisval og það umhverfisspor sem hlýst af framkvæmdinni.

Húsið var byggt árið 1953 en það var Gísli Sigmundsson húsasmíðameistari sem fjárfesti í húsinu og gaf sér sjö mánuði til að taka það í gegn alveg frá a-ö. Á þeim tíma náði hann að selja eignina og fengu kaupendur að ráða hönnun og útliti seinna í ferlinu.

Hér að neðan má sjá hvernig til tókst en hægt er að sjá þáttinn í heild sinni á Stöð 2+.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.