Innlent

Fannst látinn í bifreið skammt frá Látravatni

Eiður Þór Árnason skrifar
Kerti123

Ökumaður fannst látinn í bifreið skammt frá Látravatni við Patreksfjörð á ellefta tímanum í morgun. Vegfarandi kom að bifreiðinni sem hafði oltið út af Örlygshafnarvegi. Ökumaðurinn var einsamall í bílnum. 

Svo virðist sem bifreiðin hafi runnið út af veginum og oltið að minnsta kosti eina veltu þar til hún staðnæmdist. Frá þessu er greint á Facebook-síðu lögreglunnar á Vestfjörðum en ökumaðurinn fannst um klukkan 10:13 í morgun.

Lögregla, sjúkra- og slökkviliðsmenn frá Patreksfirði fóru á vettvang og beita þurfti klippum og öðrum viðeigandi búnaði til að losa ökumanninn úr bílflakinu.

Tildrög slyssins eru nú til rannsóknar hjá lögreglunni á Vestfjörðum en einnig er aðili frá rannsóknarnefnd samgönguslysa á vettvangi. Fjölskyldu hins látna hefur verið tilkynnt um slysið. Lögregla telur ótímabært að greina frekar frá málinu að svo stöddu.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.