Innlent

Aldrei fleiri greinst smitaðir í hrað­prófum

Árni Sæberg og Kristín Ólafsdóttir skrifa
Marta María Arnarsdóttir er verkefnastjóri hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins.
Marta María Arnarsdóttir er verkefnastjóri hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Stöð 2

43 greindust með kórónuveiruna í hraðprófum í gær, sem er metfjöldi. Um fjögur þúsund manns mættu í hraðpróf hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins í dag, sem er einnig metfjöldi.

Marta María Arnarsdóttir, verkefnastjóri hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, segir starfsfólk Heilsugæslunnar hafa búist við holskeflu í dag og að það hafi undirbúið sig vel.

Allir lausir tímar í hraðpróf fylltust í dag og komust færri að en vildu. Því hefur fleiri tímum verið bætt við á morgun til þess að mæta aukinni eftirspurn. Þá hefur Heilsugæslan ráðið fleira starfsfólk að sögn Mörtu Maríu.

Þegar hafa tvö þúsund manns skráð sig í hraðpróf á morgun.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×