Ófært í Árneshrepp í fyrra fallinu í ár Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 9. nóvember 2021 14:15 Svona var útsýnið seinni partinn í gær af tröppunum á Hótel Djúpavík. Eva Sigurbjörnsdóttir Ófært varð í Árneshrepp í gær í fyrsta skipti í vetur, þetta fámennasta sveitarfélag landsins sem telur 42 íbúa. Oddviti sveitarfélagsins hélt sig heima í gær og lagði ekki í bílferðina úr Djúpavík á skrifstofuna í Norðurfirði. Hálka og hálkublettir. Þetta hafa verið skilaboðin á vef Vegagerðarinnar undanfarna daga en auk þess blasti við hin árlega óumflýjanlega tilkynning. Ófært er í Árneshrepp. Skilaboðin voru með fyrra fallinu þetta árið en oftar en ekki verður ófært á Strandir þegar nær dregur desember. „Við erum bara glöð og kát,“ sagði Eva Sigurbjörnsdóttir, oddviti Árneshrepps og hótelstýra í Djúpavík í gær. Skilaboðin eru svipuð á vef Vegagerðarinnar í dag en þó með einni lykilbreytingu. „Unnið er að mokstri.“ Eva útskýrir í samtali við Vísi að vegurinn inn í Árneshrepp sé mokaður á hverjum þriðjudegi af vöskum mönnum á Hólmavík. Fram yfir áramót. Eva er hótelstýra á Hótel Djúpavík. Kristján Már Unnarsson tók hús á henni árið 2019. Eva segir að fram að fjármálahruninu 2008 hafi íbúar í Árneshreppi fengið mokstur tvisvar í viku, vor og haust háð snjóalögum. Það hafi svo breyst en miðað sé við svokallaða G-reglu Vegagerðarinnar. Niðurskurður í kjölfar fjármálahrunsins hafi leitt til þess að breyta átti mokstri og skera verulega niður. Loks hafi hreppurinn fengið í gegn einn mokstur í viku fram til 5. janúar. „Við vorum búin að biðja um það lengi,“ segir Eva. Fólk vilji komast heim í hreppinn sinn yfir hátíðarnar en svo þurft að yfirgefa svæðið jafnvel á gamlársdag því ekki væri von á neinum frekari mokstri. „Þannig að þeir fóru að moka einu sinni eftir áramót. Þannig standa málin nú!“ Eva segir hreppinn áfram berjast fyrir því að fá mokstur tvisvar í viku yfir allan veturinn, svo framarlega sem það sé gerlegt. „En það er ekki komið neitt vilyrði fyrir því. Þeir á Hólmavík hafa ekkert heyrt um að það eigi að bæta í.“ Árneshreppur Samgöngur Veður Mest lesið „Vona að þú sofir vel“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Erlent Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Erlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Fleiri fréttir Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Sjá meira
Hálka og hálkublettir. Þetta hafa verið skilaboðin á vef Vegagerðarinnar undanfarna daga en auk þess blasti við hin árlega óumflýjanlega tilkynning. Ófært er í Árneshrepp. Skilaboðin voru með fyrra fallinu þetta árið en oftar en ekki verður ófært á Strandir þegar nær dregur desember. „Við erum bara glöð og kát,“ sagði Eva Sigurbjörnsdóttir, oddviti Árneshrepps og hótelstýra í Djúpavík í gær. Skilaboðin eru svipuð á vef Vegagerðarinnar í dag en þó með einni lykilbreytingu. „Unnið er að mokstri.“ Eva útskýrir í samtali við Vísi að vegurinn inn í Árneshrepp sé mokaður á hverjum þriðjudegi af vöskum mönnum á Hólmavík. Fram yfir áramót. Eva er hótelstýra á Hótel Djúpavík. Kristján Már Unnarsson tók hús á henni árið 2019. Eva segir að fram að fjármálahruninu 2008 hafi íbúar í Árneshreppi fengið mokstur tvisvar í viku, vor og haust háð snjóalögum. Það hafi svo breyst en miðað sé við svokallaða G-reglu Vegagerðarinnar. Niðurskurður í kjölfar fjármálahrunsins hafi leitt til þess að breyta átti mokstri og skera verulega niður. Loks hafi hreppurinn fengið í gegn einn mokstur í viku fram til 5. janúar. „Við vorum búin að biðja um það lengi,“ segir Eva. Fólk vilji komast heim í hreppinn sinn yfir hátíðarnar en svo þurft að yfirgefa svæðið jafnvel á gamlársdag því ekki væri von á neinum frekari mokstri. „Þannig að þeir fóru að moka einu sinni eftir áramót. Þannig standa málin nú!“ Eva segir hreppinn áfram berjast fyrir því að fá mokstur tvisvar í viku yfir allan veturinn, svo framarlega sem það sé gerlegt. „En það er ekki komið neitt vilyrði fyrir því. Þeir á Hólmavík hafa ekkert heyrt um að það eigi að bæta í.“
Árneshreppur Samgöngur Veður Mest lesið „Vona að þú sofir vel“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Erlent Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Erlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Fleiri fréttir Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Sjá meira