Innlent

Freyja komin til Reykjavíkur

Kristján Már Unnarsson skrifar
Freyja sigldi inn í Reykjavíkurhöfn laust fyrir klukkan fjögur í dag, illa flögnuð á skrokknum eftir heimsiglinguna frá Hollandi.
Freyja sigldi inn í Reykjavíkurhöfn laust fyrir klukkan fjögur í dag, illa flögnuð á skrokknum eftir heimsiglinguna frá Hollandi. Vilhelm Gunnarsson

Varðskipið Freyja, nýjasta fley Landhelgisgæslunar, kom til Reykjavíkur í fyrsta sinn síðdegis eftir siglingu frá heimahöfn sinni á Siglufirði. Þar hafði komu hennar til landsins verið fagnað með viðhöfn á laugardag.

Í fréttum Stöðvar 2 mátti sjá Freyju sigla inn í gömlu höfnina að Hörpu en þar lagðist Freyja að Faxagarði við hlið Þórs, sem er á leið í slipp í Hafnarfirði. Á meðan gætir varðskipið Týr miðanna í sínum síðasta leiðangri.

Freyja að leggjast við hlið Þórs á Faxagarði.Vilhelm Gunnarsson

Í Reykjavík verður margvíslegur tækjabúnaður settur í Freyju áður en hún heldur til gæslustarfa eftir tvær vikur, þann 22. nóvember, samkvæmt upplýsingum Landhelgisgæslunnar.

Hér má sjá frétt Stöðvar 2 af komu Freyju til Reykjavíkur í dag:

Hér má sjá frétt Stöðvar 2 af komu Freyju til Siglufjarðar á laugardag:


Tengdar fréttir

„Að flagna er fararheill“ sagði forsetinn um Freyju

Koma varðskipsins Freyju í flota Landhelgisgæslunnar gjörbreytir björgunar- og öryggismálum Gæslunnar, að mati forstjóra hennar. Skipið muni gegna mikilvægu hlutverki í öryggi á norðurslóðum. Forseti Íslands og margmenni tóku á móti Freyju þegar hún sigldi í heimahöfn sína í fyrsta skipti á Siglufirði í dag.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.