Fótbolti

Albert spilaði í tapi gegn Feyenoord

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Albert í leik með AZ.
Albert í leik með AZ. vísir/getty

Albert Guðmundsson var í byrjunarliði AZ Alkmaar þegar liðið heimsótti Feyenoord í hollensku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. 

Alberti var skipt af velli á 70.mínútu en þá var enn markalaust í leiknum.

Feyenoord tryggði sér sigur með marki í uppbótartíma þar sem Cyriel Dessers skoraði þegar tvær mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma.

Sjötta tap AZ Alkmaar á leiktíðinni staðreynd og situr liðið nú í ellefta sæti deildarinnar með fimmtán stig eftir ellefu leiki.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.